Allir fimm dómarar einvígisins í kvöld voru á einu máli um úrslitin og dæmdu Khelif 10-9 sigur í öllum lotum.
Khelif fagnaði sigrinum af mikilli innlifun eins og henni einni er lagið þegar úrslitin lágu fyrir og tók svo sigurhring um salinn á háhest og veifaði fána Alsír á meðan.
Imane Khelif is the Women's Welterweight Olympic champion! 🥇🇩🇿
— Eurosport (@eurosport) August 9, 2024
A dominant win in the final 🥊#Paris2024 pic.twitter.com/paVwWF3Ybs
„Ég er ótrúlega ánægð með frammistöðuna og sigurinn. Þetta er ótrúlegt. Ég er búin að undirbúa mig í átta ár, í Bandaríkjunum, Evrópu og út um allan heim. Ólympíusigur! Þakka ykkur öllum innilega fyrir!“
Sennilega hefur enginn keppandi á leikunum í ár verið jafn mikið á milli tannanna á fólki og Khelif en Alþjóðaólympíunefndin hefur staðið þétt við bakið á henni og alsírska þjóðin líka.