Nítján og sautján ára gamlir piltar eru í haldi lögreglu en sá eldri er grunaður um að hafa ætlað að gera sprengju- og hnífaárás á fyrir utan tónleikana með það fyrir augum að myrða sem flesta.
Þrennum tónleikum Swift í Vín var aflýst vegna öryggisógnarinnar. Yfirvöld segja að svo virðist sem að piltarnir hafi fengið innblástur sinn frá hryðjuverkahópunum Ríki íslams og al-Qaeda.
Þriðja ungmennið sem var handtekið í gærkvöldi er átján ára og á að hafa verið í sambandi við þann sem er grunaður um að ætla að fremja árásina. AP-fréttastofan hefur eftir lögreglu að þeir hafi báðir svarið Ríki íslams hollustu. Sá yngri sé þó ekki talinn tengjast áformum um árás á tónleikana.