Þýska blaðið BILD greinir frá því að De Ligt hafi keyrt á kyrrstæðan bíl nálægt æfingasvæði Bayern, Säbener Strasse, í fyrradag og svo ekið í burtu.
Vitni hringdu á lögregluna og í kjölfarið var bíll De Ligts, Audi Q8 e-tron, gerður upptækur.
Hollenski varnarmaðurinn er því í vondum málum og á væntanlega von á hárri sekt.
De Ligt hefur verið sterklega orðaður við Manchester United í allt sumar. Hann lék undir stjórn Eriks ten Hag, knattspyrnustjóra United, hjá Ajax.