Fékk núll í einkunn í dýfingakeppninni Smári Jökull Jónsson skrifar 9. ágúst 2024 07:01 Alison Gibson tók þátt í keppni á 3 metra bretti á Ólympíuleikunum í París. Vísir/Getty Dýfingakeppni Ólympíuleikanna vekur alltaf töluverða athygli fyrir ótrúleg tilþrif keppenda. Stökk hinnar bandarísku Alison Gibson vakti hins vegar athygli fyrir hið andstæða. Dýfingakeppni Ólympíuleikanna er í fullum gangi og hafa frábær tilþrif verið sýnd á leikunum í París. Líkt og svo oft áður hafa Kínverjar verið sigursælir og hafa alls unnið sex gull til þessa í dýfingakeppnum beggja kynja. Hin bandaríska Alison Gibson var ein af þátttakendunum en hún var að taka þátt í sínum öðrum Ólympíuleikum. Þátttaka Gibson fór hins vegar ekki eins og hún áætlaði. Í fyrsta stökkinu rak hún fæturna í brettið og lenti frekar vandræðalega. Einkunn hennar fyrir stökkið var núll en Gibson slasaðist þó ekki alvarlega. OUCH 😬A tough moment for Alison Gibson as her feet strike the board on the way down. #Paris2024 #Olympics pic.twitter.com/jdXFwTKcVh— Eurosport (@eurosport) August 7, 2024 „Ég rak hælana og fæturna í brettið. Ég er með skurði á hliðunum og gott mar á hælnum en ég var ákveðin í að halda áfram,“ sagði Gibson en hún hafnaði í síðasta sæti undankeppninnar og komst því ekki áfram. Gibson tók þátt í leikunum í Tokyo árið 2021 og endaði þá í síðasta sæti í samhæfðum dýfingum af bretti. Hún íhugaði þá að hætta keppni. „Eitt sem ég get sagt er að ég vona að allir sem eru að horfa hafi séð hvernig það lítur út þegar maður stendur upp og heldur áfram jafnvel þó hlutirnar hafi ekki farið eins og þú áætlaðir. Þetta snýst um baráttuna,“ sagði Gibson full af eldmóði. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Dýfingakeppni Ólympíuleikanna er í fullum gangi og hafa frábær tilþrif verið sýnd á leikunum í París. Líkt og svo oft áður hafa Kínverjar verið sigursælir og hafa alls unnið sex gull til þessa í dýfingakeppnum beggja kynja. Hin bandaríska Alison Gibson var ein af þátttakendunum en hún var að taka þátt í sínum öðrum Ólympíuleikum. Þátttaka Gibson fór hins vegar ekki eins og hún áætlaði. Í fyrsta stökkinu rak hún fæturna í brettið og lenti frekar vandræðalega. Einkunn hennar fyrir stökkið var núll en Gibson slasaðist þó ekki alvarlega. OUCH 😬A tough moment for Alison Gibson as her feet strike the board on the way down. #Paris2024 #Olympics pic.twitter.com/jdXFwTKcVh— Eurosport (@eurosport) August 7, 2024 „Ég rak hælana og fæturna í brettið. Ég er með skurði á hliðunum og gott mar á hælnum en ég var ákveðin í að halda áfram,“ sagði Gibson en hún hafnaði í síðasta sæti undankeppninnar og komst því ekki áfram. Gibson tók þátt í leikunum í Tokyo árið 2021 og endaði þá í síðasta sæti í samhæfðum dýfingum af bretti. Hún íhugaði þá að hætta keppni. „Eitt sem ég get sagt er að ég vona að allir sem eru að horfa hafi séð hvernig það lítur út þegar maður stendur upp og heldur áfram jafnvel þó hlutirnar hafi ekki farið eins og þú áætlaðir. Þetta snýst um baráttuna,“ sagði Gibson full af eldmóði.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira