Hvalurinn er laus: „Þetta er kraftaverki næst“ Jón Þór Stefánsson skrifar 7. ágúst 2024 17:56 Loftmynd frá vettvangi sem sýnir frá því þegar unnið var að því að bjarga hvalnum. Vísir/Rax Hvalurinn sem strandaði við Þorlákshöfn fyrr í dag hefur losnað. Þetta staðfestir Þóra Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir villtra dýra hjá Matvælastofnun, í samtali við fréttastofu. „Þetta er kraftaverki næst,“ segir Þóra. „Þetta er í rauninni ótrúlegt. Þetta er ekki lítið eða létt dýr.“ Hún segir sérfræðinga hjá Hafrannsóknarstofnun ekki hafa verið alveg vissa um hvort þetta væri langreyður eða sandreyður eða blendingur. Dýrið var tæpir ellefu metrar. Þóra segir að þegar hvalur strandi séu þrjú viðbrögð sem viðbragðsaðilar standi frami fyrir. Í fyrsta lagi sé það að reyna björgun. Ef sá kostur gengur ekki upp vegna dýravelferðarsjónarmiða eða annarra aðstæðna sé tekið til skoðunar að aflífa hvalinn, en þegar dýrið er jafnstórt og í þessu tilfelli eru ekki endilega til úrræði til þess. Þá sé þriðji kosturinn að láta náttúruna ganga sinn gang og gera ekki neitt, nema kannski að lina þjáningar með því til dæmis að halda hvalnum blautum. „Það eru svo margir sem freistast til þess að setja kaðall um sporðinn og draga þá þannig út. En það flokkast undir að auka þjáningar og eykur mikið líkur á að drepa hann. Það er af því að þeir eru svo þungir þá slítur þú og skaðar innri líffæri og veldur blæðingum, og þeir drukkna vegna þess að þyngdarpunkturinn leggst þannig að blástursopið dregst undir vatn. Þannig má aldrei gera,“ segir Þóra. Hér má sjá fjarlægð hvalsins frá landi.Vísir/Rax Þóra segir að þau sem voru á vettvangi hafi haft töluverðar áhyggjur af ástandi hvalsins bæði vegna þess að hann var grannur og andaði ört. En hann hafi þó sýnt mikinn lífsvilja þegar það fór að flæða að honum. Því ákváðu þau að gera björgunartilraun. „Það verður að vera hægt að lyfta þeim upp að framan. Það var það sem var ákveðið að reyna, í raun sem örvæntingarfull síðasta tilraun, að binda utan um höfuðið og lyfta því upp og halda því uppi á meðan það flæddi að. Og svo draga hann út á frampartinum “ segir Þóra sem þakkar öllum þeim sem komu að björguninni. Hvalurinn komst á flot og synti síðan út á „eigin vélarafli“. Þóra bendir fólki á að verði það vart við hval í neyð eigi það að hringja á neyðarlínuna 112. Þá eigi fólk að halda sig frá hvölunum þar sem allt áreiti trufli þá og minnki lífslíkur þeirra. Fólk eigi jafnframt ekki að grípa til aðgerða í þessum efnum nema í samráði við sérfræðinga. Hvalir Dýr Ölfus Tengdar fréttir Steypireyður strandaði við Þorlákshöfn Skíðishvalur strandaði við Þorlákshöfn fyrr í dag. Hún er um 12 til 13 metra löng. Málið er á borði Matvælastofnunar og mun viðbragðsteymi leggja mat á ástand dýrsins og hvort það sé í standi til þess að hægt sé að bjarga því. Talið er að um steypireyði sé að ræða. 7. ágúst 2024 11:28 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
„Þetta er kraftaverki næst,“ segir Þóra. „Þetta er í rauninni ótrúlegt. Þetta er ekki lítið eða létt dýr.“ Hún segir sérfræðinga hjá Hafrannsóknarstofnun ekki hafa verið alveg vissa um hvort þetta væri langreyður eða sandreyður eða blendingur. Dýrið var tæpir ellefu metrar. Þóra segir að þegar hvalur strandi séu þrjú viðbrögð sem viðbragðsaðilar standi frami fyrir. Í fyrsta lagi sé það að reyna björgun. Ef sá kostur gengur ekki upp vegna dýravelferðarsjónarmiða eða annarra aðstæðna sé tekið til skoðunar að aflífa hvalinn, en þegar dýrið er jafnstórt og í þessu tilfelli eru ekki endilega til úrræði til þess. Þá sé þriðji kosturinn að láta náttúruna ganga sinn gang og gera ekki neitt, nema kannski að lina þjáningar með því til dæmis að halda hvalnum blautum. „Það eru svo margir sem freistast til þess að setja kaðall um sporðinn og draga þá þannig út. En það flokkast undir að auka þjáningar og eykur mikið líkur á að drepa hann. Það er af því að þeir eru svo þungir þá slítur þú og skaðar innri líffæri og veldur blæðingum, og þeir drukkna vegna þess að þyngdarpunkturinn leggst þannig að blástursopið dregst undir vatn. Þannig má aldrei gera,“ segir Þóra. Hér má sjá fjarlægð hvalsins frá landi.Vísir/Rax Þóra segir að þau sem voru á vettvangi hafi haft töluverðar áhyggjur af ástandi hvalsins bæði vegna þess að hann var grannur og andaði ört. En hann hafi þó sýnt mikinn lífsvilja þegar það fór að flæða að honum. Því ákváðu þau að gera björgunartilraun. „Það verður að vera hægt að lyfta þeim upp að framan. Það var það sem var ákveðið að reyna, í raun sem örvæntingarfull síðasta tilraun, að binda utan um höfuðið og lyfta því upp og halda því uppi á meðan það flæddi að. Og svo draga hann út á frampartinum “ segir Þóra sem þakkar öllum þeim sem komu að björguninni. Hvalurinn komst á flot og synti síðan út á „eigin vélarafli“. Þóra bendir fólki á að verði það vart við hval í neyð eigi það að hringja á neyðarlínuna 112. Þá eigi fólk að halda sig frá hvölunum þar sem allt áreiti trufli þá og minnki lífslíkur þeirra. Fólk eigi jafnframt ekki að grípa til aðgerða í þessum efnum nema í samráði við sérfræðinga.
Hvalir Dýr Ölfus Tengdar fréttir Steypireyður strandaði við Þorlákshöfn Skíðishvalur strandaði við Þorlákshöfn fyrr í dag. Hún er um 12 til 13 metra löng. Málið er á borði Matvælastofnunar og mun viðbragðsteymi leggja mat á ástand dýrsins og hvort það sé í standi til þess að hægt sé að bjarga því. Talið er að um steypireyði sé að ræða. 7. ágúst 2024 11:28 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Steypireyður strandaði við Þorlákshöfn Skíðishvalur strandaði við Þorlákshöfn fyrr í dag. Hún er um 12 til 13 metra löng. Málið er á borði Matvælastofnunar og mun viðbragðsteymi leggja mat á ástand dýrsins og hvort það sé í standi til þess að hægt sé að bjarga því. Talið er að um steypireyði sé að ræða. 7. ágúst 2024 11:28
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu