Fótbolti

Hákon byrjaði er Lille bjargaði sigri gegn læri­sveinum Mourinho

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hákon í baráttunni við Allan Saint Maximin í leik kvöldsins.
Hákon í baráttunni við Allan Saint Maximin í leik kvöldsins. Vísir/Getty

Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Lille er franska liðið tók á móti Fenerbache frá Tyrklandi í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Hákon og félagar komust yfir gegn lærisveinum José Mourinho, sem nýverið tók við Fenerbache, snemma leiks. Portúgalski bakvörðurinn Tiago Santos skoraði mark Lille strax á 12. mínútu.

Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins og staðan því 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Hákon var tekinn af velli þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka og tíu mínútum síðar jöfnuðu gestirnir í Fenerbache. Þar var á ferðinni Irfan Can Kahveci.

Heimamenn lögðu þó ekki árar í bát og Edon Zhegrova, sem kom inn á sem varamaður fyrir Hákon, tryggði Lille dramatískan 2-1 sigur með marki á fyrstu mínútu uppbótartíma.

Lille fer því með 2-1 forystu inn í seinni leikinn sem fram fer í Tyrklandi að viku liðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×