Fylkismenn svara umræðu um fjárhagsvandamál: „Hefur komið upp áður“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. ágúst 2024 19:41 Einhverjir leikmenn Fylkis hafa verið beðnir um að bíða með launagreiðslur. Vísir/Anton Brink Stjórn knattspyrnudeildar Fylkis sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem félagið svara umfjöllun hlaðvarpsins Þungavigtin um að fjárhagur félagsins sé slæmur. Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, stjórnandi Þungavigtarinnar, sagði frá því í síðasta þætti hlaðvarpsins að hann hefði heyrt að einhverjir leikmenn Fylkis hefðu verið beðnir um að bíða með að fá greidd laun. DV fjallaði um málið. „Ég ætla að koma með skúbb, hafið þið heyrt að það sé litið til í bankanum í Árbænum? Ég hef heyrt frá tveimur leikmönnum, að þeir hafi verið spurðir hvort það sé hægt að bíða með launagreiðslur,“ sagði Rikki G í Þungavigtinni. „Þetta er ekki að hjálpa til,“ bætti hann svo við er hann ræddi um stöðu liðsins í deildinni í bland við umrædd meint fjárhagsvandræði Fylkis. Fylkismenn hafa nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir svara þessari umræðu. „Vegna umfjöllunar DV í dag um að leikmenn Fylkis hafi verið beðnir um að bíða með að fá laun sín greidd þá vill stjórn Knattspyrnudeildar Fylkis taka eftirfarandi fram,“ segir í yfirlýsingu Fylkis. „Knattspyrnudeild Fylkis kappkostar og leggur áherslu á að rekstur deildarinnar fari fram með ábyrgum hætti. Það sem er rétt í því sem fram kemur í DV er að í gegnum opið og heiðarlegt samtal hefur verið samið við nokkra leikmenn Fylkis um að deildin greiði þeim seinna en upphaflega var áformað,“ segir enn fremur. Þá segir einnig að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem deildin hafi gripið þessa ráðs, en að félagið leggi áherslu á fyrirsjáanleika gagnvart þeim aðilum sem eiga í hlut. „Slíkar aðstæður hafa komið upp áður í rekstri Knattspyrnudeildar Fylkis og þá, líkt og nú, hefur verið samið um þessar greiðslur við þá sem eiga hlut að máli. Knattspyrnudeild Fylkis leggur áherslu á fyrirsjáanleika gagnvart þessum aðilum og að gert verði upp samkvæmt samkomulagi eins og áður hefur verið gert. Í þessu samhengi er rifjað upp að tekjur deildarinnar voru um 280 milljónir króna á árinu 2023 og deildin var rekin með hagnaði,“ segir að lokum. Besta deild karla Fylkir Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira
Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, stjórnandi Þungavigtarinnar, sagði frá því í síðasta þætti hlaðvarpsins að hann hefði heyrt að einhverjir leikmenn Fylkis hefðu verið beðnir um að bíða með að fá greidd laun. DV fjallaði um málið. „Ég ætla að koma með skúbb, hafið þið heyrt að það sé litið til í bankanum í Árbænum? Ég hef heyrt frá tveimur leikmönnum, að þeir hafi verið spurðir hvort það sé hægt að bíða með launagreiðslur,“ sagði Rikki G í Þungavigtinni. „Þetta er ekki að hjálpa til,“ bætti hann svo við er hann ræddi um stöðu liðsins í deildinni í bland við umrædd meint fjárhagsvandræði Fylkis. Fylkismenn hafa nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir svara þessari umræðu. „Vegna umfjöllunar DV í dag um að leikmenn Fylkis hafi verið beðnir um að bíða með að fá laun sín greidd þá vill stjórn Knattspyrnudeildar Fylkis taka eftirfarandi fram,“ segir í yfirlýsingu Fylkis. „Knattspyrnudeild Fylkis kappkostar og leggur áherslu á að rekstur deildarinnar fari fram með ábyrgum hætti. Það sem er rétt í því sem fram kemur í DV er að í gegnum opið og heiðarlegt samtal hefur verið samið við nokkra leikmenn Fylkis um að deildin greiði þeim seinna en upphaflega var áformað,“ segir enn fremur. Þá segir einnig að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem deildin hafi gripið þessa ráðs, en að félagið leggi áherslu á fyrirsjáanleika gagnvart þeim aðilum sem eiga í hlut. „Slíkar aðstæður hafa komið upp áður í rekstri Knattspyrnudeildar Fylkis og þá, líkt og nú, hefur verið samið um þessar greiðslur við þá sem eiga hlut að máli. Knattspyrnudeild Fylkis leggur áherslu á fyrirsjáanleika gagnvart þessum aðilum og að gert verði upp samkvæmt samkomulagi eins og áður hefur verið gert. Í þessu samhengi er rifjað upp að tekjur deildarinnar voru um 280 milljónir króna á árinu 2023 og deildin var rekin með hagnaði,“ segir að lokum.
Besta deild karla Fylkir Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira