Við kíkjum í heimsókn í Kvennaathvarfið en aukning hefur orðið í komum þangað síðustu mánuði. Rúmlega þrjátíu konur hafa dvalið þar yfir sumartímann.
Við fjöllum um val Kamölu Harris, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, á varaforsetaefni. Friðjón Friðjónsson kemur í settið til að fara yfir stöðuna fyrir forsetakosningarnar.
Við verðum í beinni útsendingu frá opnunarhátíð Hinsegin daga í Grósku.