Slítur þingi eftir að forsætisráðherrann flúði Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2024 11:26 Maður bindur reipi um höfuð styttu af Sheikh Mujibur Rahman, föður Sheikh Hasina, á mótmælum í Dhaka í gær. AP/Rajib Dhar Forseti Bangladess sleit þingi í dag eftir að Sheikh Hasina, forsætisráðherra, flúði land í skugga harðra mótmæla gegn stjórn hennar. Jafnframt tilkynnti forsetinn að erkiandstæðingur Hasina hefði verið frelsaður úr stofufangelsi. Stúdentahreyfingin sem hefur leitt mótmælin gegn stjórnvöldum undanfarna daga gerði þá kröfu að þingi yrði slitið og bráðabirgðastjórn mynduð. Í yfirlýsingu frá Mohammed Shahabuddin forseta kom fram að ákvörðunin hefði verið tekin í samráði við stúdentaleiðtoga, fulltrúa hersins, leiðtoga stjórnmálaflokkanna og ýmissa félagasamtaka. Herinn hefur lofað að boðað verði til kosninga á næstunni en stúdentarnir hafa hafnað því að herstjórn taki við til bráðabirgða, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Stúdentarnir vilja að Muhammad Yunus, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2006 fyrir banka sem hjálpaði fátækum sem áttu ekki möguleika á hefðbundnum bankalánum, verði aðalráðgjafi bráðabirgðastjórnar. Yunus hefur fallist á það, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hasina sagði af sér og flúði til Indlands í gær. Hún hafði stjórnað landinu í fimmtán ár og tuttugu af síðustu þrjátíu. Stúdentamótmælin sem hófust í síðasta mánuði beindust í fyrstu að umdeildum kvóta fyrir opinber störf en hverfðust síðan upp í almenn mótmæli gegn Hasina og stjórn hennar. Hundruð manna hafa látist í mótmælunum. Begum Khaleda Zia, fyrrverandi forsætisráðherra Bangladess og leiðtogi Þjóðernisflokks Bangladess (BNP), hefur nú verið látin laus úr stofufangelsi. Hún hlaut sautján ára fangelsisdóm fyrir spillingu árið 2018. Zia sagði saksóknina á hendur sér eiga sér pólitískar rætur. Bangladess Tengdar fréttir Segir af sér og flýr land Sheikh Hasina, forsætisráðherra Bangladess, hefur sagt af sér embætti og yfirgefið landið. Yfirmaður hermála þar í landi staðfestir að hann muni taka við stjórn landsins og mynda bráðabirgðaríkisstjórn. Blóðug mótmæli hafa geysað síðan snemma í síðasta mánuði og hafa fleiri en 280 manns látið lífið. 5. ágúst 2024 11:46 Minnst níutíu mótmælendur drepnir í Bangladess Minnst níutíu mótmælendur voru drepnir í Bangladess í gær, í blóðugum mótmælum sem ekki sér fyrir endann á. Meira en 280 manns hafa nú látið lífið síðan mótmælin brutust út í júlí. 5. ágúst 2024 09:19 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Sjá meira
Stúdentahreyfingin sem hefur leitt mótmælin gegn stjórnvöldum undanfarna daga gerði þá kröfu að þingi yrði slitið og bráðabirgðastjórn mynduð. Í yfirlýsingu frá Mohammed Shahabuddin forseta kom fram að ákvörðunin hefði verið tekin í samráði við stúdentaleiðtoga, fulltrúa hersins, leiðtoga stjórnmálaflokkanna og ýmissa félagasamtaka. Herinn hefur lofað að boðað verði til kosninga á næstunni en stúdentarnir hafa hafnað því að herstjórn taki við til bráðabirgða, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Stúdentarnir vilja að Muhammad Yunus, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2006 fyrir banka sem hjálpaði fátækum sem áttu ekki möguleika á hefðbundnum bankalánum, verði aðalráðgjafi bráðabirgðastjórnar. Yunus hefur fallist á það, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hasina sagði af sér og flúði til Indlands í gær. Hún hafði stjórnað landinu í fimmtán ár og tuttugu af síðustu þrjátíu. Stúdentamótmælin sem hófust í síðasta mánuði beindust í fyrstu að umdeildum kvóta fyrir opinber störf en hverfðust síðan upp í almenn mótmæli gegn Hasina og stjórn hennar. Hundruð manna hafa látist í mótmælunum. Begum Khaleda Zia, fyrrverandi forsætisráðherra Bangladess og leiðtogi Þjóðernisflokks Bangladess (BNP), hefur nú verið látin laus úr stofufangelsi. Hún hlaut sautján ára fangelsisdóm fyrir spillingu árið 2018. Zia sagði saksóknina á hendur sér eiga sér pólitískar rætur.
Bangladess Tengdar fréttir Segir af sér og flýr land Sheikh Hasina, forsætisráðherra Bangladess, hefur sagt af sér embætti og yfirgefið landið. Yfirmaður hermála þar í landi staðfestir að hann muni taka við stjórn landsins og mynda bráðabirgðaríkisstjórn. Blóðug mótmæli hafa geysað síðan snemma í síðasta mánuði og hafa fleiri en 280 manns látið lífið. 5. ágúst 2024 11:46 Minnst níutíu mótmælendur drepnir í Bangladess Minnst níutíu mótmælendur voru drepnir í Bangladess í gær, í blóðugum mótmælum sem ekki sér fyrir endann á. Meira en 280 manns hafa nú látið lífið síðan mótmælin brutust út í júlí. 5. ágúst 2024 09:19 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Sjá meira
Segir af sér og flýr land Sheikh Hasina, forsætisráðherra Bangladess, hefur sagt af sér embætti og yfirgefið landið. Yfirmaður hermála þar í landi staðfestir að hann muni taka við stjórn landsins og mynda bráðabirgðaríkisstjórn. Blóðug mótmæli hafa geysað síðan snemma í síðasta mánuði og hafa fleiri en 280 manns látið lífið. 5. ágúst 2024 11:46
Minnst níutíu mótmælendur drepnir í Bangladess Minnst níutíu mótmælendur voru drepnir í Bangladess í gær, í blóðugum mótmælum sem ekki sér fyrir endann á. Meira en 280 manns hafa nú látið lífið síðan mótmælin brutust út í júlí. 5. ágúst 2024 09:19