Sport

Sussandi á­horf­endur trufluðu Biles þegar hún vann silfrið

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Biles gerði æfingar á jafnvægisslánni en var sleginn út af laginu af sussandi áhorfendum.
Biles gerði æfingar á jafnvægisslánni en var sleginn út af laginu af sussandi áhorfendum. Naomi Baker/Getty Images

Simone Biles tókst ekki að enda Ólympíuleikana á gullverðlaunum og segir áhorfendur í salnum hafa haft mikil áhrif á sig í keppninni.

Biles endaði í 2. sæti á lokakeppnisdeginum. Þetta voru fjórðu verðlaun Biles á þessum Ólympíuleikum og þau elleftu í heildina. Hún hefur unnið sjö gullverðlaun, tvenn silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun.

Áhorfendur í salnum voru sífellt að sussa hver á annan til að tryggja þögn fyrir keppendur, en Biles fannst sussið meira truflandi en kliðurinn.

Þar að auki voru dómararnir mjög lengi að ákveða sig og gefa Biles einkunn fyrir frammistöðu, sem sló hana út af laginu.

„Þetta var mjög stressandi, vanalega erum við með tónlist eða mikinn kliður, hvað sem er annað en dauðaþögn. Okkur líður betur í svoleiðis umhverfi því það er líkara umhverfinu sem við æfum í. Maður er að reyna að halda einbeitingu en alltaf þegar eitthvað hljóð heyrist byrja allir að sussa. Þetta var mjög skrítið og óþægilegt, við spurðum hvort við mættum kveikja á tónlist því það var enginn hrifinn af þessu,“ sagði Biles við blaðamenn eftir keppni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×