Arnar: Það sjá það allir að við erum í dauðafæri á að gera gott sumar Árni Jóhannsson skrifar 5. ágúst 2024 22:24 Arnar Gunnlaugs var líflegur. Vísir/Hulda Margrét Arnari Gunnlaugssyni var létt eftir sigurinn við FH í Hafnarfirði í kvöld. Leikar enduðu 2-3 og voru það varamennirnir sem skópu sigurinn að lokum. Honum fannst leikurinn rosalegur og fór um víðan völl í viðtali við Gunnlaug Jónsson eftir leikinn. „Þetta var rosalegur leikur. Blautt grasið bauð upp á flottan fótboltaleik sem hafði allt. Dramatík og læti innan vallar sem utan. Þetta var geggjuð auglýsing fyrir deildina. Ég mun ekki lifa lengi ef allir verða svona ef allir leikir verða svona. Við erum nýkomnir frá Albaníu þar sem var sama staða en FH neitaði að gefast upp og köstuðu öllu í okkur í lokin. Við þurftum að hanga með smá lukku og gæðum. Strákarnir frábærir í dag.“ Þetta var mikilvægur leikur verandi á milli Evrópuverkefna og mikil orka fór í þennan leik. „Ég veit ekki hvar strákarnir fá þessa orku. Við skynjum að þetta gæti verið sérstakt sumar og strákarnir skynja að þetta gæti orðið besta sumar í lífi okkar þannig að menn finna einhverja smá orku. Þetta er erfiður heimavöllur og FH búnir að vera virkilega öflugir hérna. Við þurftum að grafa mjög djúpt en það er ótrúlegur karakter í þessum strákum og ég get ekki beðið eftir leiknum á fimmtudaginn.“ Gunnar Vatnhamar fór út af og Gunnlaugur og Arnar í sameiningu töldu upp einhverja sex leikmenn sem vantar í liðið áður en Arnar tók við. „Þetta eru reynsluboltar sem við gjarnan vildum hafa með okkur. Til þess er hópurinn og aðrir hafa stigið upp. Við höfum fengið unga menn inn og t.d. Gísli Gottskálk er búinn að gera mjög vel. Hópurinn þarf bara að taka við, við erum búnir að dásama hann í allan vetur og monta okkur af honum og nú þarf hann að standa sig. Sem hann er búinn. Okkur veitir samt ekki af smá hjálp. Við erum vonandi að landa einum tveimur leikmönnum.“ Eru þá tveir leikmenn að koma inn? „Einn til tveir. Það sjá það allir að við erum í dauðafæri á að gera gott sumar. Mögulega tækifæri, án þess að vera of dramatískur, kemur ekki aftur. Við erum að berjast á öllum vígstöðum og drátturinn í Evrópukeppninni góður en megum ekki fara fram úr sjálfum okkur. Við þurfum að klára Flora Tallin en klúbburinn þarf að standa saman og finna eitthvað til að hjálpa strákunum. Gunnlaugur spurði þá hvort það væri staðfest að Tarik Ibrahimagic úr Vestra væri á leiðinni til Víkings. „Það er ekki staðfest en við höfum klárlega mikinn áhuga á honum.“ Það eru síðan engir af leikmönnunum sem eru meiddir núna eru ekki klárir fyrir fimmtudaginn en það er ekki fyrr en um helgina sem einhverjir snúa til baka. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjör og viðtöl: FH - Víkingur 2-3 | Skiptingar sem skiptu sköpum Íslandsmeistarar Víkings gerðu góða ferð í Kaplakrikann í kvöld í 17. umferð Bestu deildar karla. Þeir báru sigurorð af FH sem var 2-1 yfir í hálfleik. Sveinn Gísli Þorkelsson og Valdimar Þór Ingimundarson komu inn á í upphafi seinni hálfleiks og bjuggu til tvö mörk til að vinna leikinn. Víkingur leiðir deildina með níu stigum eins og staðan er núna. 5. ágúst 2024 18:35 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira
„Þetta var rosalegur leikur. Blautt grasið bauð upp á flottan fótboltaleik sem hafði allt. Dramatík og læti innan vallar sem utan. Þetta var geggjuð auglýsing fyrir deildina. Ég mun ekki lifa lengi ef allir verða svona ef allir leikir verða svona. Við erum nýkomnir frá Albaníu þar sem var sama staða en FH neitaði að gefast upp og köstuðu öllu í okkur í lokin. Við þurftum að hanga með smá lukku og gæðum. Strákarnir frábærir í dag.“ Þetta var mikilvægur leikur verandi á milli Evrópuverkefna og mikil orka fór í þennan leik. „Ég veit ekki hvar strákarnir fá þessa orku. Við skynjum að þetta gæti verið sérstakt sumar og strákarnir skynja að þetta gæti orðið besta sumar í lífi okkar þannig að menn finna einhverja smá orku. Þetta er erfiður heimavöllur og FH búnir að vera virkilega öflugir hérna. Við þurftum að grafa mjög djúpt en það er ótrúlegur karakter í þessum strákum og ég get ekki beðið eftir leiknum á fimmtudaginn.“ Gunnar Vatnhamar fór út af og Gunnlaugur og Arnar í sameiningu töldu upp einhverja sex leikmenn sem vantar í liðið áður en Arnar tók við. „Þetta eru reynsluboltar sem við gjarnan vildum hafa með okkur. Til þess er hópurinn og aðrir hafa stigið upp. Við höfum fengið unga menn inn og t.d. Gísli Gottskálk er búinn að gera mjög vel. Hópurinn þarf bara að taka við, við erum búnir að dásama hann í allan vetur og monta okkur af honum og nú þarf hann að standa sig. Sem hann er búinn. Okkur veitir samt ekki af smá hjálp. Við erum vonandi að landa einum tveimur leikmönnum.“ Eru þá tveir leikmenn að koma inn? „Einn til tveir. Það sjá það allir að við erum í dauðafæri á að gera gott sumar. Mögulega tækifæri, án þess að vera of dramatískur, kemur ekki aftur. Við erum að berjast á öllum vígstöðum og drátturinn í Evrópukeppninni góður en megum ekki fara fram úr sjálfum okkur. Við þurfum að klára Flora Tallin en klúbburinn þarf að standa saman og finna eitthvað til að hjálpa strákunum. Gunnlaugur spurði þá hvort það væri staðfest að Tarik Ibrahimagic úr Vestra væri á leiðinni til Víkings. „Það er ekki staðfest en við höfum klárlega mikinn áhuga á honum.“ Það eru síðan engir af leikmönnunum sem eru meiddir núna eru ekki klárir fyrir fimmtudaginn en það er ekki fyrr en um helgina sem einhverjir snúa til baka.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjör og viðtöl: FH - Víkingur 2-3 | Skiptingar sem skiptu sköpum Íslandsmeistarar Víkings gerðu góða ferð í Kaplakrikann í kvöld í 17. umferð Bestu deildar karla. Þeir báru sigurorð af FH sem var 2-1 yfir í hálfleik. Sveinn Gísli Þorkelsson og Valdimar Þór Ingimundarson komu inn á í upphafi seinni hálfleiks og bjuggu til tvö mörk til að vinna leikinn. Víkingur leiðir deildina með níu stigum eins og staðan er núna. 5. ágúst 2024 18:35 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: FH - Víkingur 2-3 | Skiptingar sem skiptu sköpum Íslandsmeistarar Víkings gerðu góða ferð í Kaplakrikann í kvöld í 17. umferð Bestu deildar karla. Þeir báru sigurorð af FH sem var 2-1 yfir í hálfleik. Sveinn Gísli Þorkelsson og Valdimar Þór Ingimundarson komu inn á í upphafi seinni hálfleiks og bjuggu til tvö mörk til að vinna leikinn. Víkingur leiðir deildina með níu stigum eins og staðan er núna. 5. ágúst 2024 18:35