Sport

Gullverðlaunahafinn í há­stökki lagði sig í svefn­poka milli stökka

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Yaroslava Mahuchikh fékk sér kríu milli stökka í úrslitum í hástökki í gær.
Yaroslava Mahuchikh fékk sér kríu milli stökka í úrslitum í hástökki í gær. getty/Cameron Spencer

Yaroslava Mahuchikh frá Úkraínu vann gullið í hástökki á Ólympíuleikunum í París í gær. Hún vakti ekki bara athygli fyrir frábæra frammistöðu heldur einnig fyrir það sem hún gerði þegar hún var ekki að stökkva.

Mahuchikh hvíldi sig milli stökka, í bókstaflegri merkinu. Hún lagðist nefnilega í svefnpoka úti á vellinum og lagði sig eins og hún væri heima í rúmi en ekki úti á velli á stærsta sviði íþróttanna.

Þetta skilaði betur góðum árangri því Mahuchikh stóð uppi sem sigurvegari í hástökkinu. Hún stökk 2,0 metra líkt og Nicola Olyslagers en sú síðarnefnda þurfti fleiri tilraunir.

 Mahuchikh hefur verið í miklu stuði að undanförnu og sló heimsmetið í hástökki á Demantamóti fyrr í þessum mánuði.

Heimsmet hinnar 22 ára Mahuchikh er 2,10 metrar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×