Ólafur Vignir píanóleikari látinn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. ágúst 2024 22:32 Ólafur Vignir Albertsson. Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari er látinn. Fjölskylda Ólafs greinir frá andlátinu í tilkynningu: „Ólafur Vignir fæddist í Reykjavík 19. maí 1936, sonur hjónanna Alberts Ólafssonar, múrarameistara, og Guðrúnar Magnúsdóttur, húsmóður. Yngri systur Ólafs Vignis eru Sesselja Margrét Albertsdóttir, Guðný Böðvarsdóttir og Alberta Guðrún Böðvarsdóttir er lést 5. maí síðastliðinn. Tónlistarhæfileikar Ólafs Vignis komu snemma í ljós. Áður en hann hóf nám í barnaskóla var hann farinn að spila lög eftir eyranu á píanó sem hann hafði heyrt í útvarpinu. Eftir nám í Verslunarskóla Íslands, lauk Ólafur Vignir einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1961. Hann fór síðan í framhaldsnám í píanóleik við Royal Academy of Music í London á árunum 1963 og 1964. Ólafur Vignir var skólastjóri Tónlistarskóla Eyrarbakka frá 1961 til 1963 og skólastjóri Tónlistarskóla Mosfellsbæjar frá 1965 til 1993. Ólafur Vignir var kennari og meðleikari við Söngskólann í Reykjavík frá 1993 til 2006. Á tónlistarferli sínum lék Ólafur Vignir á miklum fjölda tónleika innanlands, í Evrópu og í Norður-Ameríku. Hljómplöturnar og geisladiskarnir sem hann lék inn á, með öllum fremstu söngvurum landsins, eru 50 til 60 talsins. Auk þess liggur eftir hann ótölulegur fjöldi hljóðritana, bæði í Ríkisútvarpi og Sjónvarpi, þar sem hann leikur með fjölda söngvara. Síðustu 20 árin ritskýrði hann, í samstarfi við Jón Kristinn Cortez, vandaðri útgáfu af íslenskum sönglögum og heildarútgáfum verka margra íslenskra tónskálda sem gefin hafa verið út af tónverkamiðstöðinni Ísalögum. Ólafur Vignir kvæntist Þuríði Einarsdóttur árið 1957, en hún lést 5. mars síðastliðinn. Börn þeirra hjóna eru þrjú: Albert, kvæntur Sveinbjörgu Rósu Sumarliðadóttur, Inga Rún, gift Steinari B. Val Sigvaldasyni, og Anna Dís. Barnabörnin eru fimm, þar af fjögur á lífi, og barnabarnabörnin tvö. Útför Ólafs Vignis Albertssonar fer fram frá Hallgrímskirkju þann 12. ágúst næstkomandi klukkan 13.“ Andlát Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
„Ólafur Vignir fæddist í Reykjavík 19. maí 1936, sonur hjónanna Alberts Ólafssonar, múrarameistara, og Guðrúnar Magnúsdóttur, húsmóður. Yngri systur Ólafs Vignis eru Sesselja Margrét Albertsdóttir, Guðný Böðvarsdóttir og Alberta Guðrún Böðvarsdóttir er lést 5. maí síðastliðinn. Tónlistarhæfileikar Ólafs Vignis komu snemma í ljós. Áður en hann hóf nám í barnaskóla var hann farinn að spila lög eftir eyranu á píanó sem hann hafði heyrt í útvarpinu. Eftir nám í Verslunarskóla Íslands, lauk Ólafur Vignir einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1961. Hann fór síðan í framhaldsnám í píanóleik við Royal Academy of Music í London á árunum 1963 og 1964. Ólafur Vignir var skólastjóri Tónlistarskóla Eyrarbakka frá 1961 til 1963 og skólastjóri Tónlistarskóla Mosfellsbæjar frá 1965 til 1993. Ólafur Vignir var kennari og meðleikari við Söngskólann í Reykjavík frá 1993 til 2006. Á tónlistarferli sínum lék Ólafur Vignir á miklum fjölda tónleika innanlands, í Evrópu og í Norður-Ameríku. Hljómplöturnar og geisladiskarnir sem hann lék inn á, með öllum fremstu söngvurum landsins, eru 50 til 60 talsins. Auk þess liggur eftir hann ótölulegur fjöldi hljóðritana, bæði í Ríkisútvarpi og Sjónvarpi, þar sem hann leikur með fjölda söngvara. Síðustu 20 árin ritskýrði hann, í samstarfi við Jón Kristinn Cortez, vandaðri útgáfu af íslenskum sönglögum og heildarútgáfum verka margra íslenskra tónskálda sem gefin hafa verið út af tónverkamiðstöðinni Ísalögum. Ólafur Vignir kvæntist Þuríði Einarsdóttur árið 1957, en hún lést 5. mars síðastliðinn. Börn þeirra hjóna eru þrjú: Albert, kvæntur Sveinbjörgu Rósu Sumarliðadóttur, Inga Rún, gift Steinari B. Val Sigvaldasyni, og Anna Dís. Barnabörnin eru fimm, þar af fjögur á lífi, og barnabarnabörnin tvö. Útför Ólafs Vignis Albertssonar fer fram frá Hallgrímskirkju þann 12. ágúst næstkomandi klukkan 13.“
Andlát Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira