„Þetta er þúsundum sinnum þess virði“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2024 07:00 Vivianne Robinson er að njóta tímans í París en hún er að mæta á sína sjöundu Ólympíuleika á fjörutíu árum. Getty/Sebastian Kahnert Ofuraðdáendi Ólympíuleikanna keypti miða á 38 viðburði og hefur aldrei eytt svona miklum peningi í ferð á leikana. Vivianne Robinson fer ekkert fram hjá neinum þegar hún gengur um stræti Parísar á leið sinni á milli viðburða á Ólympíuleikunum. Þessi bandaríska kona gengur um með risa Ólympíuhatt og er með Ólympíunælur af öllum gerðum festar á bæði hatt sinn og peysu. Það er líka óhætt að kalla Vivianne ofuraðdáenda Ólympíuleikanna. Hún er að mæta á sína sjöundu Ólympíuleika á síðustu fjörutíu árum en allt byrjaði þetta á heimavelli í Los Angeles árið 1984. AP-fréttastofan tók viðtal við hana og komst að því að ferðin til Parísar kostar hana alla hennar sparipeninga. Ein af uppáhaldsborgunum mínum „Ég hef aldrei áður eytt svona miklu í eina Ólympíuleika. Ég var alveg staðráðin í því að ná að sjá Ólympíuleikana í París sem er ein af uppáhaldsborgunum mínum,“ sagði Vivianne Robinson. „Ég eyddi meira en tíu þúsund dölum til að komast hingað og fór yfir um á næstum því öllum kredit kortunum mínum,“ sagði Vivianne en það eru meira en 1,3 milljónir í íslenskum krónum. „Ég var í tveimur störfum, einu á ströndinni á morgnanna og svo í öðru á kvöldin í matvöruverslun. Ég sparaði bara og sparaði,“ sagði Vivianne. Erfitt að safna fyrir þessu öllu „Ég var líka alltaf að kaupa miða á leikana og endaði með 38 miða á viðburði á leikunum,“ sagði Vivianne. „Ég fór kannski aðeins yfir um en ég er njóta tímans hér. Það var erfitt að safna fyrir þessu öllu saman en þetta er þúsundum sinnum þess virði,“ sagði Vivianne. View this post on Instagram A post shared by The Associated Press (AP) (@apnews) Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
Vivianne Robinson fer ekkert fram hjá neinum þegar hún gengur um stræti Parísar á leið sinni á milli viðburða á Ólympíuleikunum. Þessi bandaríska kona gengur um með risa Ólympíuhatt og er með Ólympíunælur af öllum gerðum festar á bæði hatt sinn og peysu. Það er líka óhætt að kalla Vivianne ofuraðdáenda Ólympíuleikanna. Hún er að mæta á sína sjöundu Ólympíuleika á síðustu fjörutíu árum en allt byrjaði þetta á heimavelli í Los Angeles árið 1984. AP-fréttastofan tók viðtal við hana og komst að því að ferðin til Parísar kostar hana alla hennar sparipeninga. Ein af uppáhaldsborgunum mínum „Ég hef aldrei áður eytt svona miklu í eina Ólympíuleika. Ég var alveg staðráðin í því að ná að sjá Ólympíuleikana í París sem er ein af uppáhaldsborgunum mínum,“ sagði Vivianne Robinson. „Ég eyddi meira en tíu þúsund dölum til að komast hingað og fór yfir um á næstum því öllum kredit kortunum mínum,“ sagði Vivianne en það eru meira en 1,3 milljónir í íslenskum krónum. „Ég var í tveimur störfum, einu á ströndinni á morgnanna og svo í öðru á kvöldin í matvöruverslun. Ég sparaði bara og sparaði,“ sagði Vivianne. Erfitt að safna fyrir þessu öllu „Ég var líka alltaf að kaupa miða á leikana og endaði með 38 miða á viðburði á leikunum,“ sagði Vivianne. „Ég fór kannski aðeins yfir um en ég er njóta tímans hér. Það var erfitt að safna fyrir þessu öllu saman en þetta er þúsundum sinnum þess virði,“ sagði Vivianne. View this post on Instagram A post shared by The Associated Press (AP) (@apnews)
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira