Ledecky nú orðin gulldrottning Ólympíusögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2024 14:31 Katie Ledecky með níunda Ólympíugullið sem hún vann á ferlinum. Hún vann bæði 800 og 1500 metra skriðsund á þessum leikum. Getty/Adam Pretty Bandaríska sundkonan Katie Ledecky vann sín níundu gullverðlaun á Ólympíuleikum í gær þegar hún kom fyrst í mark í 800 metra skriðsundi. Þetta voru önnur gullverðlaun Ledecky á leikunum en hún vann einnig 1500 metra skriðsundið. Hún hefur alls unnið fern verðlaun á þessum leikum því við bætast eitt silfur og eitt brons. Ledecky vann eftir hörkukeppni við hina áströlsku Ariarne Titmus. Titmus vann einmitt 400 metra skriðsundið þar sem Ledecky varð þriðja en þetta voru fjórðu verðlaun Titmus á leikunum (2 gull og 2 silfur). Þessi sigur hennar Ledecky í gær var samt sögulegur á svo margan hátt. Aðeins fimm aðrir íþróttamenn í sögunni hafa náð því að vinna níu gull á Ólympíuleikum og aðeins einn þeirra fleiri en níu. Í efsta sæti með Latyninu Ledecky er líka orðin gulldrottning ÓLympíusögunnar því hún deilir nú efsta sætinu með sovésku fimleikakonunni Larisa Latynina yfir flest gullverðlaun konu frá upphafi. Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps er langefstur með 23 gull en hinir karlarnir með níu gull eru sundmaðurinn Mark Spitz, bandaríski frjálsíþróttamaðurinn Carl Lewis og finnski langhlauparinn Paavo Nurmi. Jafnaði afrek Phelps Ledecky jafnaði þó annað afrek hjá Phelps því hún var að vinna 800 metra skriðsundið á fjórðu Ólympíuleikunum í röð. Hún var aðeins fimmtán ára gömul þegar hún vann það fyrst á leikunum í London árið 2012. Phelps náði að vinna 200 metra fjórsund á fjórum leikjum í röð eða í Aþenu 2004, Peking 2008, London 2012 og Ríó 2016. Þau tvö eru einu sundmenn sögunnar til að ná þessu ótrúlega afreki að vera best í sinni grein í heiminum í tólf ár samfellt. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Sund Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sjá meira
Þetta voru önnur gullverðlaun Ledecky á leikunum en hún vann einnig 1500 metra skriðsundið. Hún hefur alls unnið fern verðlaun á þessum leikum því við bætast eitt silfur og eitt brons. Ledecky vann eftir hörkukeppni við hina áströlsku Ariarne Titmus. Titmus vann einmitt 400 metra skriðsundið þar sem Ledecky varð þriðja en þetta voru fjórðu verðlaun Titmus á leikunum (2 gull og 2 silfur). Þessi sigur hennar Ledecky í gær var samt sögulegur á svo margan hátt. Aðeins fimm aðrir íþróttamenn í sögunni hafa náð því að vinna níu gull á Ólympíuleikum og aðeins einn þeirra fleiri en níu. Í efsta sæti með Latyninu Ledecky er líka orðin gulldrottning ÓLympíusögunnar því hún deilir nú efsta sætinu með sovésku fimleikakonunni Larisa Latynina yfir flest gullverðlaun konu frá upphafi. Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps er langefstur með 23 gull en hinir karlarnir með níu gull eru sundmaðurinn Mark Spitz, bandaríski frjálsíþróttamaðurinn Carl Lewis og finnski langhlauparinn Paavo Nurmi. Jafnaði afrek Phelps Ledecky jafnaði þó annað afrek hjá Phelps því hún var að vinna 800 metra skriðsundið á fjórðu Ólympíuleikunum í röð. Hún var aðeins fimmtán ára gömul þegar hún vann það fyrst á leikunum í London árið 2012. Phelps náði að vinna 200 metra fjórsund á fjórum leikjum í röð eða í Aþenu 2004, Peking 2008, London 2012 og Ríó 2016. Þau tvö eru einu sundmenn sögunnar til að ná þessu ótrúlega afreki að vera best í sinni grein í heiminum í tólf ár samfellt. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sjá meira