Næsti andstæðingur Khelifs ætlar að berjast allt til enda: „Ég vil bara vinna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. ágúst 2024 07:00 Imane Khelif mátti ekki keppa á HM kvenna í hnefaleikum en Alþjóðaólympíunefndin gaf henni grænt ljós á að keppa í París. getty/Richard Pelham Óhætt er að segja að hin alsírska Imane Khelif hafi verið mikið milli tannanna á fólki eftir hnefaleikabardaga hennar á Ólympíuleikunum í París í gær. Bardagi gærdagsins var reyndar stuttur því eftir aðeins 46 sekúndur bað andstæðingur Khelifs, Angela Carini frá Ítalíu, um að hann yrði stöðvaður. Hún sagðist aldrei hafa verið slegin jafn fast og af Khelif og sagðist hafa látið stöðva bardagann til hún myndi ekki slasast illa. Í kjölfar þessa stutta bardaga sköpuðust heitar umræður um þátttöku Khelifs í kvennaflokki. Hún fékk ekki að keppa á HM, sem Alþjóðahnefaleikasambandið (IBA) skipuleggur, í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf. IBA kemur hins vegar ekkert lengur að skipulagningu hnefaleikakeppninnar á Ólympíuleikum og Alþjóðaólympíunefndin (IOC) leyfði Khelif að keppa í París. Sama um sannleikann Og hún er nú komin í átta manna úrslit á Ólympíuleikunum og mætir þar Önnu Luca Hámori frá Ungverjalandi. Hún tjáði sig aðeins um bardagann sem framundan er við BBC. „Það er ekki til í mínu hugarfari að gefast upp. Það skiptir ekki máli hvað gerist. Þetta var hennar ákvörðun,“ sagði Hámori og vísaði til beiðni Carinis um að bardaginn gegn Khelif yrði stöðvaður. „Ég lofa því að berjast allt til enda. Við sjáum hvað gerist. Ég veit ekki hver sannleikurinn er. Mér er sama. Ég vil bara vinna.“ Anna Luca Hámori fagnar sigrinum á Grainne Walsh í 32 manna úrslitum.getty/David Fitzgerald Hámori hefur unnið tvo bardaga á Ólympíuleikunum; gegn Grainne Walsh í 32 manna úrslitum og Marissu Williamson í sextán manna úrslitum. Bardagi Hámoris og Khelifs fer fram á laugardaginn. Khelif er á sínum öðrum Ólympíuleikum. Í Tókýó fyrir þremur árum keppti hún í léttvigt en ekki veltivigt eins og nú. Khelif tapaði fyrir Kellie Harrington í átta manna úrslitum. Box Alsír Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Ólympíuefndin skýtur föstum skotum á hnefaleikasambandið Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem nefndir harmar þá umræðu og svívirðingar sem hafa flogið eftir að hin alsírska Imane Khelif vann einvígi í hnefaleikum á Ólympíuleikum í dag. 1. ágúst 2024 22:07 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sjá meira
Bardagi gærdagsins var reyndar stuttur því eftir aðeins 46 sekúndur bað andstæðingur Khelifs, Angela Carini frá Ítalíu, um að hann yrði stöðvaður. Hún sagðist aldrei hafa verið slegin jafn fast og af Khelif og sagðist hafa látið stöðva bardagann til hún myndi ekki slasast illa. Í kjölfar þessa stutta bardaga sköpuðust heitar umræður um þátttöku Khelifs í kvennaflokki. Hún fékk ekki að keppa á HM, sem Alþjóðahnefaleikasambandið (IBA) skipuleggur, í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf. IBA kemur hins vegar ekkert lengur að skipulagningu hnefaleikakeppninnar á Ólympíuleikum og Alþjóðaólympíunefndin (IOC) leyfði Khelif að keppa í París. Sama um sannleikann Og hún er nú komin í átta manna úrslit á Ólympíuleikunum og mætir þar Önnu Luca Hámori frá Ungverjalandi. Hún tjáði sig aðeins um bardagann sem framundan er við BBC. „Það er ekki til í mínu hugarfari að gefast upp. Það skiptir ekki máli hvað gerist. Þetta var hennar ákvörðun,“ sagði Hámori og vísaði til beiðni Carinis um að bardaginn gegn Khelif yrði stöðvaður. „Ég lofa því að berjast allt til enda. Við sjáum hvað gerist. Ég veit ekki hver sannleikurinn er. Mér er sama. Ég vil bara vinna.“ Anna Luca Hámori fagnar sigrinum á Grainne Walsh í 32 manna úrslitum.getty/David Fitzgerald Hámori hefur unnið tvo bardaga á Ólympíuleikunum; gegn Grainne Walsh í 32 manna úrslitum og Marissu Williamson í sextán manna úrslitum. Bardagi Hámoris og Khelifs fer fram á laugardaginn. Khelif er á sínum öðrum Ólympíuleikum. Í Tókýó fyrir þremur árum keppti hún í léttvigt en ekki veltivigt eins og nú. Khelif tapaði fyrir Kellie Harrington í átta manna úrslitum.
Box Alsír Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Ólympíuefndin skýtur föstum skotum á hnefaleikasambandið Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem nefndir harmar þá umræðu og svívirðingar sem hafa flogið eftir að hin alsírska Imane Khelif vann einvígi í hnefaleikum á Ólympíuleikum í dag. 1. ágúst 2024 22:07 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sjá meira
Ólympíuefndin skýtur föstum skotum á hnefaleikasambandið Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem nefndir harmar þá umræðu og svívirðingar sem hafa flogið eftir að hin alsírska Imane Khelif vann einvígi í hnefaleikum á Ólympíuleikum í dag. 1. ágúst 2024 22:07