Ólympíunefndin skýtur föstum skotum á hnefaleikasambandið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. ágúst 2024 22:07 Hin ítalska Carini hætti keppni eftir tvö högg frá Khelif í dag. getty Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem nefndir harmar þá umræðu og svívirðingar sem hafa flogið eftir að hin alsírska Imane Khelif vann einvígi í hnefaleikum á Ólympíuleikum í dag. Khelif bar sigur úr býtum í kvennaflokki gegn hinni ítölsku Angela Carini, sem bað um að bardaginn yrði stöðvaður eftir aðeins tvö högg, þegar 46 sekúndur voru liðnar. Í kjölfarið fóru af stað miklar umræður um þátttöku Khelif. Alþjóðahnefaleikasambandið (IBA) meinaði henni þáttöku á heimsmeistaramótinu í boxi eftir að of mikið testósetrón mældist í líkama hennar að mati IBA. Hún má hins vegar enn taka þátt í Ólympíuleikunum. Á síðustu leikum í Tókýó árið 2021 féll hún úr keppni í 8-manna úrslitum. Sömuleiðis var hinni taívönsku Lin Yu‑ting meinuð þátttaka af IBA þegar nokkuð var liðið á mótið, en í hennar líkama mældist sömuleiðis of mikið magn testósteróns. „Hver manneskja á rétt á að stunda sína íþrótt án mismununar,“ segir í upphafi yfirlýsingar Ólympíunefndarinnar. Allir keppendur í boxi á ólympíuleikum hafi uppfyllt öll skilyrði til þess að taka þátt, samkvæmt reglum sem boxnefnd Ólympíuleikanna í París (PBU) hafi sett, þar sem kyn og aldur keppenda miðast við það sem fram kemur á vegabréfi. Joint Paris 2024 Boxing Unit/IOC Statementhttps://t.co/22yVzxFuLd pic.twitter.com/fZvgsW8OOi— IOC MEDIA (@iocmedia) August 1, 2024 Einhliða ákvörðun um brottvísun „Þessir tveir íþróttamenn (Khelif og Yu-ting) máttu þola afleiðingar skyndilegrar og tilviljanakenndrar ákvörðunar hnefaleikasambandsins, þegar heimsmeistaramótið 2023 var langt komið, þegar þeim var vísað úr keppni án viðeigandi verklags,“ segir í tilkynningunni. Ákvörðun Alþjóðahnefaleikasambandsins hafi verið tekin einhliða af framkvæmdastjóra keppninnar og aðalritara, og stjórnin samþykkt hana eftir á. „Sá yfirgangur sem þessir tveir íþróttamenn þurfa nú að þola byggist aðeins á þessari tilviljanakenndu ákvörðun, sem var tekin án viðeigandi verklags - sérstaklega í ljósi þess að þessir íþróttamenn hafa keppt í fremstu röð í mörg ár. Slík nálgun samræmist ekki góðum stjórnunarháttum. Þáttökuskilyrðum skal ekki breyta á meðan mót er í gangi, og hver reglubreyting skal gerð eftir viðeigandi ferli og byggð á vísindalegum grunni.“ Verði að koma sér saman um regluverk Þá kveðst ólympíunefndin staðráðin í að vernda mannréttindi allra íþróttamanna og harmar yfirganginn sem þau Khelif og Yu-ting hafi mátt þola. Ólympíunefndin hafi tekið ákvörðun um að viðurkenna ekki Alþjóðahnefaleikasambandið árið 2023, eftir að hafa vísað sambandinu úr nefndinni árið 2019. Sú ákvörðun hafi fengist staðfest af Alþjóðaíþróttadómstólnum. Loks segir að boxsambönd heims verði að koma sér saman um regluverk fyrir næstu ólympíuleika, eigi box að vera áfram á leikunum. Box Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Sjá meira
Khelif bar sigur úr býtum í kvennaflokki gegn hinni ítölsku Angela Carini, sem bað um að bardaginn yrði stöðvaður eftir aðeins tvö högg, þegar 46 sekúndur voru liðnar. Í kjölfarið fóru af stað miklar umræður um þátttöku Khelif. Alþjóðahnefaleikasambandið (IBA) meinaði henni þáttöku á heimsmeistaramótinu í boxi eftir að of mikið testósetrón mældist í líkama hennar að mati IBA. Hún má hins vegar enn taka þátt í Ólympíuleikunum. Á síðustu leikum í Tókýó árið 2021 féll hún úr keppni í 8-manna úrslitum. Sömuleiðis var hinni taívönsku Lin Yu‑ting meinuð þátttaka af IBA þegar nokkuð var liðið á mótið, en í hennar líkama mældist sömuleiðis of mikið magn testósteróns. „Hver manneskja á rétt á að stunda sína íþrótt án mismununar,“ segir í upphafi yfirlýsingar Ólympíunefndarinnar. Allir keppendur í boxi á ólympíuleikum hafi uppfyllt öll skilyrði til þess að taka þátt, samkvæmt reglum sem boxnefnd Ólympíuleikanna í París (PBU) hafi sett, þar sem kyn og aldur keppenda miðast við það sem fram kemur á vegabréfi. Joint Paris 2024 Boxing Unit/IOC Statementhttps://t.co/22yVzxFuLd pic.twitter.com/fZvgsW8OOi— IOC MEDIA (@iocmedia) August 1, 2024 Einhliða ákvörðun um brottvísun „Þessir tveir íþróttamenn (Khelif og Yu-ting) máttu þola afleiðingar skyndilegrar og tilviljanakenndrar ákvörðunar hnefaleikasambandsins, þegar heimsmeistaramótið 2023 var langt komið, þegar þeim var vísað úr keppni án viðeigandi verklags,“ segir í tilkynningunni. Ákvörðun Alþjóðahnefaleikasambandsins hafi verið tekin einhliða af framkvæmdastjóra keppninnar og aðalritara, og stjórnin samþykkt hana eftir á. „Sá yfirgangur sem þessir tveir íþróttamenn þurfa nú að þola byggist aðeins á þessari tilviljanakenndu ákvörðun, sem var tekin án viðeigandi verklags - sérstaklega í ljósi þess að þessir íþróttamenn hafa keppt í fremstu röð í mörg ár. Slík nálgun samræmist ekki góðum stjórnunarháttum. Þáttökuskilyrðum skal ekki breyta á meðan mót er í gangi, og hver reglubreyting skal gerð eftir viðeigandi ferli og byggð á vísindalegum grunni.“ Verði að koma sér saman um regluverk Þá kveðst ólympíunefndin staðráðin í að vernda mannréttindi allra íþróttamanna og harmar yfirganginn sem þau Khelif og Yu-ting hafi mátt þola. Ólympíunefndin hafi tekið ákvörðun um að viðurkenna ekki Alþjóðahnefaleikasambandið árið 2023, eftir að hafa vísað sambandinu úr nefndinni árið 2019. Sú ákvörðun hafi fengist staðfest af Alþjóðaíþróttadómstólnum. Loks segir að boxsambönd heims verði að koma sér saman um regluverk fyrir næstu ólympíuleika, eigi box að vera áfram á leikunum.
Box Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Sjá meira