Tjá sig ekki eftir fullyrðingar ráðuneytisins í nafnabreytingarmálinu Jón Þór Stefánsson skrifar 1. ágúst 2024 15:25 Nafnabreyting Mohamads Th. Jóhannessonar, sem hét áður Mohamad Kourani hefur vakið talsverða athygli. Vísir Þjóðskrá ætlar ekki tjá sig frekar um mál sem varðar nafnabreytingu Mohamads Th. Jóhannessonar, sem hét áður Mohamad Kourani í kjölfar fullyrðinga dómsmálaráðuneytisins um að það hafi ekki gefið út leiðbeiningar um túlkun á ákveðinni grein í lögum um mannanöfn. „Ég get staðfest að Þjóðskrá hefur móttekið erindi frá Dómsmálaráðuneytinu og við munum ekki tjá okkur frekar um málið,“ segir Soffía Svanhildar- Felixdóttir, deildarstjóri þjónustu og skráningar hjá Þjóðskrá, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Greint var frá nafnabreytingu Mohamads á dögunum, skömmu eftir að hann fékk átta ára fangelsisdóm fyrir stunguárás og önnur afbrot. Í kjölfarið gaf Soffía fréttastofu viðtal þar sem hún tjáði sig þó ekki með beinum hætti um mál Mohamads. Hún sagði að almennt mætti einstaklingur einungis kenna sig við föður, móður eða taka upp ættarnafn sem heimild er fyrir. Þó sé undanþáguákvæði sem heimili Þjóðskrá að samþykkja annars konar kenninafnsbreytingar. „Það þurfa að vera sterk rök fyrir slíkri beiðni.“ Ströng ákvæði væru fyrir slíkri breytingu sem væri háð leiðbeiningum frá dómsmálaráðuneytinu. Málið vakti talsverða athygli. Til að mynda veltu þær Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigríður Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, því fyrir sér hvort að málið væri dæmi sem benti til þess að mögulega þyrfti að skoða nafnalögin. „Undanþágunni er ætlað að vernda hinn saklausa borgara af samsömun við glæpamanninn. Ekki öfugt. Það hefur fráleitt verið ætlun löggjafans að vernda glæpamenn frá eigin kenninafni eða auðvelda þeim að fela brotaferil sinn á bak við nýtt nafn,“ sagði Sigríður. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra óskaði síðan eftir upplýsingum frá Þjóðskrá varðandi nafnabreytinguna. Í gærkvöld sendi dómsmálaráðuneytið frá sér yfirlýsingu vegna málsins, en þar kom fram að ráðuneytið kannaðist ekki við að hafa gefið út umræddar leiðbeiningar. „Í umfjöllun í fjölmiðlum um nafnbreytingu erlends ríkisborgara var haft eftir Þjóðskrá Íslands að stuðst hafi verið við leiðbeiningar dómsmálaráðuneytisins. Af því mátti ætla að ráðuneytið hefði gefið út leiðbeiningar um afgreiðslu slíkra mála. Dómsmálaráðuneytið hefur ekki gefið út leiðbeiningar, hvorki almennar né sérstakar, varðandi túlkun á 16. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn og gaf heldur ekki sérstakar leiðbeiningar í þessu tiltekna máli,“ segir á vef stjórnarráðsins. „Skírskotun Þjóðskrár Íslands til leiðbeininga frá dómsmálaráðuneyti var því ekki rétt og til þess fallin að valda misskilningi, sem rétt þykir að sé leiðréttur. Ráðuneytið hefur komið þessum sjónarmiðum á framfæri við Þjóðskrá Íslands.“ Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum Þjóðskrár við yfirlýsingu ráðuneytisins, en eins og áður segir ætlar stofnunin ekki að tjá sig frekar um málið. Mál Mohamad Kourani Mannanöfn Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
„Ég get staðfest að Þjóðskrá hefur móttekið erindi frá Dómsmálaráðuneytinu og við munum ekki tjá okkur frekar um málið,“ segir Soffía Svanhildar- Felixdóttir, deildarstjóri þjónustu og skráningar hjá Þjóðskrá, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Greint var frá nafnabreytingu Mohamads á dögunum, skömmu eftir að hann fékk átta ára fangelsisdóm fyrir stunguárás og önnur afbrot. Í kjölfarið gaf Soffía fréttastofu viðtal þar sem hún tjáði sig þó ekki með beinum hætti um mál Mohamads. Hún sagði að almennt mætti einstaklingur einungis kenna sig við föður, móður eða taka upp ættarnafn sem heimild er fyrir. Þó sé undanþáguákvæði sem heimili Þjóðskrá að samþykkja annars konar kenninafnsbreytingar. „Það þurfa að vera sterk rök fyrir slíkri beiðni.“ Ströng ákvæði væru fyrir slíkri breytingu sem væri háð leiðbeiningum frá dómsmálaráðuneytinu. Málið vakti talsverða athygli. Til að mynda veltu þær Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigríður Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, því fyrir sér hvort að málið væri dæmi sem benti til þess að mögulega þyrfti að skoða nafnalögin. „Undanþágunni er ætlað að vernda hinn saklausa borgara af samsömun við glæpamanninn. Ekki öfugt. Það hefur fráleitt verið ætlun löggjafans að vernda glæpamenn frá eigin kenninafni eða auðvelda þeim að fela brotaferil sinn á bak við nýtt nafn,“ sagði Sigríður. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra óskaði síðan eftir upplýsingum frá Þjóðskrá varðandi nafnabreytinguna. Í gærkvöld sendi dómsmálaráðuneytið frá sér yfirlýsingu vegna málsins, en þar kom fram að ráðuneytið kannaðist ekki við að hafa gefið út umræddar leiðbeiningar. „Í umfjöllun í fjölmiðlum um nafnbreytingu erlends ríkisborgara var haft eftir Þjóðskrá Íslands að stuðst hafi verið við leiðbeiningar dómsmálaráðuneytisins. Af því mátti ætla að ráðuneytið hefði gefið út leiðbeiningar um afgreiðslu slíkra mála. Dómsmálaráðuneytið hefur ekki gefið út leiðbeiningar, hvorki almennar né sérstakar, varðandi túlkun á 16. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn og gaf heldur ekki sérstakar leiðbeiningar í þessu tiltekna máli,“ segir á vef stjórnarráðsins. „Skírskotun Þjóðskrár Íslands til leiðbeininga frá dómsmálaráðuneyti var því ekki rétt og til þess fallin að valda misskilningi, sem rétt þykir að sé leiðréttur. Ráðuneytið hefur komið þessum sjónarmiðum á framfæri við Þjóðskrá Íslands.“ Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum Þjóðskrár við yfirlýsingu ráðuneytisins, en eins og áður segir ætlar stofnunin ekki að tjá sig frekar um málið.
Mál Mohamad Kourani Mannanöfn Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira