Á tuttugu bestu tíma sögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2024 12:30 Katie Ledecky brosir eftir sigur sinn í gær en það var enn langt í hinar sundkonurnar í úrslitasundinu. Getty/Maddie Meyer Bandaríska sundkonan Katie Ledecky vann í gær yfirburðasigur í 1500 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í París og bætti einum tímanum í viðbót í hóp þeirra bestu í sögunni. Ledecky var þarna að vinna áttundu gullverðlaun sín á Ólympíuleikum og sín tólftu verðlaun í heildina. Ledecky stakk keppinauta sína af í keppninni og þeir voru hvergi sjáanlegir þegar sú bandaríska kom í markið. Hún setti nýtt Ólympíumet og þetta var áttunda besta sund sögunnar. Í raun á Ledecky tuttugu bestu tíma sögunnar í 1500 metra skriðsundi kvenna sem er mögnuð staðreynd. Katie Ledecky með gullverðlaun sín og bandaríska fánann eftir verðlaunaafhendinguna í gær.Getty/Maddie Meyer Hn 27 ára gamla Ledecky deilir nú metinu yfir flest verðlaun bandarískra sundkvenna á Ólympíuleikum með þeim Döru Torres, Natalie Coughlin og Jenny Thompson. Þau gætu orðið fleiri því eftir keppnina var Ledecky strax farin að tala um Ólympíuleikanna í Los Angeles 2028. „Ég hef verið mjög staðföst í því undanfarna mánuði sem og síðustu ár að segja að ég myndi elska að keppa í Los Angeles og það hefur ekkert breyst,“ sagði Katie Ledecky eftir sundið. „Það gæti hins vegar breyst. Maður veit aldrei. Ég mun taka þetta ár fyrir ár hér eftir og ég hef ekki mikið pælt í því hvað tekur við í haust, hvað þá á næsta ári,“ sagði Ledecky. Hún hefur unnið 1500 metra skriðsundið á síðustu tveimur leikum en vann 800 metra sundið á ÓL í London 2012, ÓL í Ríó 2016 og á síðustu leikum. Hún getur líka unnið 800 metra sundið á þessum Ólympíuleikum og unnið þar með gull í sömu grein á fjórum leikum í röð. Úrslitin í því sundi eru á laugardaginn. „Staðan er aftur á móti sú að mér finnst ég ekki vera búin að segja mitt síðasta í þessu sporti næstum því strax,“ sagði Ledecky. „Hver einustu gullverðlaun skipta mig miklu máli og þeim fylgja öllum áskoranir. Ég reyni ekki að velta mér of mikið upp úr sögunni. Ég er samt kominn í hóp kvenna sem ég leit sjálft upp til í svo mörg ár,“ sagði Ledecky. „Ég lít á margar þeirra sem vini mína, stuðningsmenn og fólk sem ég var að horfa á synda þegar ég var að byrja. Ég vona að það sé lítið stelpa þarna úti að horfa á mig og muni síðan koma sterk inn með okkur í framtíðinni,“ sagði Ledecky. View this post on Instagram A post shared by Just Women’s Sports (@justwomenssports) Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Fleiri fréttir Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Sjá meira
Ledecky var þarna að vinna áttundu gullverðlaun sín á Ólympíuleikum og sín tólftu verðlaun í heildina. Ledecky stakk keppinauta sína af í keppninni og þeir voru hvergi sjáanlegir þegar sú bandaríska kom í markið. Hún setti nýtt Ólympíumet og þetta var áttunda besta sund sögunnar. Í raun á Ledecky tuttugu bestu tíma sögunnar í 1500 metra skriðsundi kvenna sem er mögnuð staðreynd. Katie Ledecky með gullverðlaun sín og bandaríska fánann eftir verðlaunaafhendinguna í gær.Getty/Maddie Meyer Hn 27 ára gamla Ledecky deilir nú metinu yfir flest verðlaun bandarískra sundkvenna á Ólympíuleikum með þeim Döru Torres, Natalie Coughlin og Jenny Thompson. Þau gætu orðið fleiri því eftir keppnina var Ledecky strax farin að tala um Ólympíuleikanna í Los Angeles 2028. „Ég hef verið mjög staðföst í því undanfarna mánuði sem og síðustu ár að segja að ég myndi elska að keppa í Los Angeles og það hefur ekkert breyst,“ sagði Katie Ledecky eftir sundið. „Það gæti hins vegar breyst. Maður veit aldrei. Ég mun taka þetta ár fyrir ár hér eftir og ég hef ekki mikið pælt í því hvað tekur við í haust, hvað þá á næsta ári,“ sagði Ledecky. Hún hefur unnið 1500 metra skriðsundið á síðustu tveimur leikum en vann 800 metra sundið á ÓL í London 2012, ÓL í Ríó 2016 og á síðustu leikum. Hún getur líka unnið 800 metra sundið á þessum Ólympíuleikum og unnið þar með gull í sömu grein á fjórum leikum í röð. Úrslitin í því sundi eru á laugardaginn. „Staðan er aftur á móti sú að mér finnst ég ekki vera búin að segja mitt síðasta í þessu sporti næstum því strax,“ sagði Ledecky. „Hver einustu gullverðlaun skipta mig miklu máli og þeim fylgja öllum áskoranir. Ég reyni ekki að velta mér of mikið upp úr sögunni. Ég er samt kominn í hóp kvenna sem ég leit sjálft upp til í svo mörg ár,“ sagði Ledecky. „Ég lít á margar þeirra sem vini mína, stuðningsmenn og fólk sem ég var að horfa á synda þegar ég var að byrja. Ég vona að það sé lítið stelpa þarna úti að horfa á mig og muni síðan koma sterk inn með okkur í framtíðinni,“ sagði Ledecky. View this post on Instagram A post shared by Just Women’s Sports (@justwomenssports)
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Fleiri fréttir Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Sjá meira