Náði sér í „litla skammta“ af E. Coli til að undirbúa sig fyrir þríþrautina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2024 08:01 Seth Rider fór sérstaka leið til að undirbúa sig fyrir sundið í Signu. Getty/Jan Woitas Bandaríski þríþrautarkappinn Seth Rider er einn þeirra sem hefur þurft að bíða í óvissu um hvort og hvernig þríþrautarkeppni Ólympíuleikanna í París fer fram. Þríþrautarkeppnin fékk loksins grænt ljós í nótt og Rider mun því stinga sér til sunds á eftir. Eins og hjá okkar Guðlaugu Eddu Hannesdóttur þá hefur allt þríþrautarfólkið á Ólympíuleikunum þurft að vakta nýjustu mælingar á bakteríum í ánni Signu. Keppnin fékk grænt ljós Æfingum var frestað tvo daga í röð vegna of mikils magns baktería í ánni og þá var einnig keppni karlanna færð aftur um einn dag af sömu ástæðu. Í nótt mældist styrkur bakteríanna það lítill að keppnin fékk loksins grænt ljós. Þríþrautarfólkið hefur unnið að því í mörg ár að undirbúa sig fyrir keppnina en hún var nánast orðin að hálfgerðum farsa þökk sé þrjósku keppnishaldara að halda hana í Signu. Það hafði verið bannað að synda í hundrað ár í ánni vegna mengunar. Keppendur líta örugglega misjafnlega á þessa stöðu mála. Seth Rider býst sjálfur við því að þurfa að synda meðal E. Coli bakteríanna í Signu og segist því hafa farið öðruvísi leið að því að undirbúa líkamann sinn fyrir sundið í Signu. Sleppum ekki við E. Coli bakteríur Hann sagði frá taktík sinni í undirbúningi fyrir keppnina. „Við vitum vel að við sleppum ekki við að fá í okkur eitthvað af E. Coli bakteríum í sundinu þannig að ég er bara að reyna að byggja upp þol líkamans fyrir E.Coli bakteríunum. Ég geri það með því að kynna hann fyrir svolítið af E.Coli bakteríum á hverjum degi,“ sagði Seth Rider. „Ég geri það meðal annars með því að þvo ekki hendurnar eftir að hafa farið á klósettið og annað slíkt,“ sagði Rider. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Þríþrautarkeppnin fékk loksins grænt ljós í nótt og Rider mun því stinga sér til sunds á eftir. Eins og hjá okkar Guðlaugu Eddu Hannesdóttur þá hefur allt þríþrautarfólkið á Ólympíuleikunum þurft að vakta nýjustu mælingar á bakteríum í ánni Signu. Keppnin fékk grænt ljós Æfingum var frestað tvo daga í röð vegna of mikils magns baktería í ánni og þá var einnig keppni karlanna færð aftur um einn dag af sömu ástæðu. Í nótt mældist styrkur bakteríanna það lítill að keppnin fékk loksins grænt ljós. Þríþrautarfólkið hefur unnið að því í mörg ár að undirbúa sig fyrir keppnina en hún var nánast orðin að hálfgerðum farsa þökk sé þrjósku keppnishaldara að halda hana í Signu. Það hafði verið bannað að synda í hundrað ár í ánni vegna mengunar. Keppendur líta örugglega misjafnlega á þessa stöðu mála. Seth Rider býst sjálfur við því að þurfa að synda meðal E. Coli bakteríanna í Signu og segist því hafa farið öðruvísi leið að því að undirbúa líkamann sinn fyrir sundið í Signu. Sleppum ekki við E. Coli bakteríur Hann sagði frá taktík sinni í undirbúningi fyrir keppnina. „Við vitum vel að við sleppum ekki við að fá í okkur eitthvað af E. Coli bakteríum í sundinu þannig að ég er bara að reyna að byggja upp þol líkamans fyrir E.Coli bakteríunum. Ég geri það með því að kynna hann fyrir svolítið af E.Coli bakteríum á hverjum degi,“ sagði Seth Rider. „Ég geri það meðal annars með því að þvo ekki hendurnar eftir að hafa farið á klósettið og annað slíkt,“ sagði Rider. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira