Um þúsund bréfberar misst fingur eða framan af fingri á fimm árum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. júlí 2024 08:33 Hundarnir sem ráðast á bréfbera eru af ýmsum tegundum. Getty Um þúsund bréfberar á Bretlandseyjum hafa misst fingur eða framan af fingri á síðustu fimm árum eftir að hafa verið bitnir af hundi þegar þeir voru að setja bréf inn um póstlúgu. Um það bil 42 bréfberar verða fyrir árás hunds í hverri viku en 2,206 árásir voru skráðar á tólf mánuðum fram til 31. mars 2024. Um er að ræða 15 prósent fjölgun frá fyrra ári og þá var fjölgunin frá 2022 til 2023 einnig 15 prósent. „Margir hljóta sár sem breyta lífi þeirra,“ segir Dave Joyce, öryggis- og heilbrigðisfulltrúi Communication Workers Union, í samtali við Guardian. „Margir geta ekki haldið áfram sem bréfberar sökum líkamlegra og andlegra áhrifa þessara árása.“ Guardian ræddi við þrjá bréfbera sem höfðu allir orðið fyrir árás hunds eða hunda og verið bitnir í andlitið, fætur og hendur. „Ég sagði hæ,“ segir Kirsteen Hobson, sem hitti viðskiptavin fyrir utan hjá honum. „Ég beygði mig niður til að ná í póstinn, til að rétta honum hann, og það næsta sem ég veit er að það er hundur á andlitinu mínu, bókstaflega á andlitinu mínu,“ segir hún. Hobson missti hluta varar sinnar og var bitin þrisvar í andlitið og í lærið áður en hún náði að forða sér. Paula Anderson, sem hefur fimm sinnum orðið fyrir árás hunda við störf, hefur meðal annars verið bitin í úlnliðinn og olnbogann. Um var að ræða ýmsar tegundir, til að mynda bull mastiff, jack russell og chihuahua. Sérfræðingar segja fjölgun árása ýmsu um að kenna, meðal annars því að fólk sé nú aftur farið að mæta í vinnuna eftir að hafa verið heima með hundunum í Covid. Þá hafi póstsendingum fjölgað með aukinni netverslun og þannig álagi á hundana. Þetta og fleira hafi áhrif á hegðun dýranna. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Bretland Hundar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Bréfberi bitinn af hundi á Suðurnesjum Bréfberi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum hefur lagt fram kæru eftir að hundur beit hann nýverið þar sem hann var að störfum. 18. desember 2018 12:05 Bréfberi tapaði skaðabótamáli eftir hundsbit Tæplega fimmtugur bréfberi, sem var bitinn af hundinum Skugga við skyldustörf, tapaði máli í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem hann krafðist þess að eigendur Skugga væru gerðir skaðabótaskyldir vegna árásar hundsins. Þá stefndi hann einnig tryggingafélagi eigendanna. 24. mars 2010 13:58 Smáhundar bitu bréfbera Bréfberi hjá Póstinum tilkynnti lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni að tveir hundar hefðu veist að sér og annar þeirra bitið sig. Bréfberinn var að bera út póst í kjallaraíbúð í umdæminu og stóð hurðin opin. Fyrr en varði komu tveir hundar af mexíkósku smáhundakyni út og beit annar hundurinn hann í fótinn svo áverkar hlutust af. 28. september 2012 15:19 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira
Um það bil 42 bréfberar verða fyrir árás hunds í hverri viku en 2,206 árásir voru skráðar á tólf mánuðum fram til 31. mars 2024. Um er að ræða 15 prósent fjölgun frá fyrra ári og þá var fjölgunin frá 2022 til 2023 einnig 15 prósent. „Margir hljóta sár sem breyta lífi þeirra,“ segir Dave Joyce, öryggis- og heilbrigðisfulltrúi Communication Workers Union, í samtali við Guardian. „Margir geta ekki haldið áfram sem bréfberar sökum líkamlegra og andlegra áhrifa þessara árása.“ Guardian ræddi við þrjá bréfbera sem höfðu allir orðið fyrir árás hunds eða hunda og verið bitnir í andlitið, fætur og hendur. „Ég sagði hæ,“ segir Kirsteen Hobson, sem hitti viðskiptavin fyrir utan hjá honum. „Ég beygði mig niður til að ná í póstinn, til að rétta honum hann, og það næsta sem ég veit er að það er hundur á andlitinu mínu, bókstaflega á andlitinu mínu,“ segir hún. Hobson missti hluta varar sinnar og var bitin þrisvar í andlitið og í lærið áður en hún náði að forða sér. Paula Anderson, sem hefur fimm sinnum orðið fyrir árás hunda við störf, hefur meðal annars verið bitin í úlnliðinn og olnbogann. Um var að ræða ýmsar tegundir, til að mynda bull mastiff, jack russell og chihuahua. Sérfræðingar segja fjölgun árása ýmsu um að kenna, meðal annars því að fólk sé nú aftur farið að mæta í vinnuna eftir að hafa verið heima með hundunum í Covid. Þá hafi póstsendingum fjölgað með aukinni netverslun og þannig álagi á hundana. Þetta og fleira hafi áhrif á hegðun dýranna. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Bretland Hundar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Bréfberi bitinn af hundi á Suðurnesjum Bréfberi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum hefur lagt fram kæru eftir að hundur beit hann nýverið þar sem hann var að störfum. 18. desember 2018 12:05 Bréfberi tapaði skaðabótamáli eftir hundsbit Tæplega fimmtugur bréfberi, sem var bitinn af hundinum Skugga við skyldustörf, tapaði máli í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem hann krafðist þess að eigendur Skugga væru gerðir skaðabótaskyldir vegna árásar hundsins. Þá stefndi hann einnig tryggingafélagi eigendanna. 24. mars 2010 13:58 Smáhundar bitu bréfbera Bréfberi hjá Póstinum tilkynnti lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni að tveir hundar hefðu veist að sér og annar þeirra bitið sig. Bréfberinn var að bera út póst í kjallaraíbúð í umdæminu og stóð hurðin opin. Fyrr en varði komu tveir hundar af mexíkósku smáhundakyni út og beit annar hundurinn hann í fótinn svo áverkar hlutust af. 28. september 2012 15:19 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira
Bréfberi bitinn af hundi á Suðurnesjum Bréfberi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum hefur lagt fram kæru eftir að hundur beit hann nýverið þar sem hann var að störfum. 18. desember 2018 12:05
Bréfberi tapaði skaðabótamáli eftir hundsbit Tæplega fimmtugur bréfberi, sem var bitinn af hundinum Skugga við skyldustörf, tapaði máli í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem hann krafðist þess að eigendur Skugga væru gerðir skaðabótaskyldir vegna árásar hundsins. Þá stefndi hann einnig tryggingafélagi eigendanna. 24. mars 2010 13:58
Smáhundar bitu bréfbera Bréfberi hjá Póstinum tilkynnti lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni að tveir hundar hefðu veist að sér og annar þeirra bitið sig. Bréfberinn var að bera út póst í kjallaraíbúð í umdæminu og stóð hurðin opin. Fyrr en varði komu tveir hundar af mexíkósku smáhundakyni út og beit annar hundurinn hann í fótinn svo áverkar hlutust af. 28. september 2012 15:19