Glæsileg 64 ára gömul rúta vekur mikla athygli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. júlí 2024 20:04 Rútan er glæsileg í alla staði eins og sjá má, 64 ára gömul. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hún vekur mikla athygli gamla uppgerða rútan frá Króki í Ölfusi, Bens 1960 árgerð, sem fer nú um vegina eins og ný, rauð og hvít á litinn með bílnúmerið X – 44. Hún er glæsileg rútan sem Jón Ögmundsson í Króki í Ölfusi gerði upp af sinni alkunni snilld með aðstoð góðs fólks, enda lítur rútan út eins og ný en hún er þó orðin 64 ára gömul. „Það eru örfáir menn á Íslandi, sem kunna að aka svona tæknibúnaði, það eru engar tölvur og það þýðir ekki að setja nútímamenn undir stýri á þessu. Þetta er vel gert og allt haft original, þannig að þetta er bara eins og nýtt eins og þú sérð, bæði að utan og innan,” segir Einar Gíslason, gamalreyndur rútubílstjóri. Rútan er mjög falleg og vekur alltaf mikla athygli. „Já, hún er rosalega falleg og gaman að þessu og þeir eiga heiður skilinn, sem leggja aurana sína og vinnu í að viðhalda svona menningarverðmætum,” bætir Einar við. Einar Gíslason keyrði rútuna og líkaði það mjög vel enda vanur að keyra rútur sem þessa frá því í gamla daga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Einar tók nýlega að sér að keyra fyrrverandi skipstjóra og útgerðarmenn á rútunni um Ölfusið og í Þorlákshöfn en allt eru þetta skólabræður úr Stýrimannaskólanum, sem halda alltaf hópinn með sínum konum. „Við erum að halda upp á að það eru 60 ár frá því að við útskrifuðumst og erum búin að hittast í 40 ár einu sinni á ári,” segir Einar Sigurðsson, fyrrverandi útgerðarmaður í Þorlákshöfn og fararstjóri ferðarinnar. Einar Sigurðsson, fyrrverandi útgerðarmaður í Þorlákshöfn, sem var fararstjóri ferðarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig líst þér á rútuna sem þú ert að fara í? „Rútuna, hún bara tilheyrir þessum árgangi og þetta er bara gott að fá svona jafnaldra í hópinn,” segir Birgir Sigurðsson, fyrrverandi útgerðarmaður á Höfn í Hornafirði. Hvernig leggst það í þig að fara í þessa rútu? „Mjög vel, hún er svo falleg, rauð og hvít og hæfir hópnum vel,” segir Auður Höskuldsdóttir, farþegi í rútunni. Séð inn í rútuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hress og skemmtilegur hópur, sem fór í skoðunarferðina um Ölfus og Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Bílar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hún er glæsileg rútan sem Jón Ögmundsson í Króki í Ölfusi gerði upp af sinni alkunni snilld með aðstoð góðs fólks, enda lítur rútan út eins og ný en hún er þó orðin 64 ára gömul. „Það eru örfáir menn á Íslandi, sem kunna að aka svona tæknibúnaði, það eru engar tölvur og það þýðir ekki að setja nútímamenn undir stýri á þessu. Þetta er vel gert og allt haft original, þannig að þetta er bara eins og nýtt eins og þú sérð, bæði að utan og innan,” segir Einar Gíslason, gamalreyndur rútubílstjóri. Rútan er mjög falleg og vekur alltaf mikla athygli. „Já, hún er rosalega falleg og gaman að þessu og þeir eiga heiður skilinn, sem leggja aurana sína og vinnu í að viðhalda svona menningarverðmætum,” bætir Einar við. Einar Gíslason keyrði rútuna og líkaði það mjög vel enda vanur að keyra rútur sem þessa frá því í gamla daga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Einar tók nýlega að sér að keyra fyrrverandi skipstjóra og útgerðarmenn á rútunni um Ölfusið og í Þorlákshöfn en allt eru þetta skólabræður úr Stýrimannaskólanum, sem halda alltaf hópinn með sínum konum. „Við erum að halda upp á að það eru 60 ár frá því að við útskrifuðumst og erum búin að hittast í 40 ár einu sinni á ári,” segir Einar Sigurðsson, fyrrverandi útgerðarmaður í Þorlákshöfn og fararstjóri ferðarinnar. Einar Sigurðsson, fyrrverandi útgerðarmaður í Þorlákshöfn, sem var fararstjóri ferðarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig líst þér á rútuna sem þú ert að fara í? „Rútuna, hún bara tilheyrir þessum árgangi og þetta er bara gott að fá svona jafnaldra í hópinn,” segir Birgir Sigurðsson, fyrrverandi útgerðarmaður á Höfn í Hornafirði. Hvernig leggst það í þig að fara í þessa rútu? „Mjög vel, hún er svo falleg, rauð og hvít og hæfir hópnum vel,” segir Auður Höskuldsdóttir, farþegi í rútunni. Séð inn í rútuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hress og skemmtilegur hópur, sem fór í skoðunarferðina um Ölfus og Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Bílar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira