Annan daginn í röð þurfti nefnilega að fresta þríþrautaræfingum í ánni. Ástæðan er slæmt ástand vatnsins.
Miklar rigningar
Baráttan við bakteríurnar í Signu gengur illa eftir alla rigninguna á föstudag og laugardag. Skolp og önnur óhreinindi streymdu út í ánna í öllum þessum rigningum.
Mælingar á hreinleika vatnsins í ánni sýna að það sé ekki óhætt að synda í henni og því var æfingum frestað í dag og í gær. AP fréttastofan segir frá.
E.Coli bakteríur hafa mælst ítrekað yfir mörkum í ánni og stundum tíu sinnum hærri en leyfileg mörk.
Frakkar settu gríðarlegan pening í það metnaðarfulla markmið að hreinsa ána en það er enn óvissa um útkomuna.
Gætu orðið breytingar
Karlakeppnin á að fara fram á morgun en kvennakeppnin á miðvikudaginn. Mótshaldarar segja að keppnirnar muni fara fram.
Það gætu hins vegar orðið breytingar. Eitt af því sem kemur til greina er að seinka þríþrautarkeppnunum um einn eða fleiri daga, sem er líklegasta breytingin. Einnig eiga þeir möguleika á því að sleppa hreinlega sundhlutanum. Þá myndu keppendur í þríþraut í raun keppa bara í tvíþraut.
Í þríþraut eiga keppendur að synd 1,5 kílómetra, hjóla 40 kílómetra og hlaupa 10 kílómetra. Allir keppa í einu.
Guðlaug Edda Hannesdóttir verður fyrsti Íslendingurinn til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikunum.