Pabbinn lést á leiðinni að horfa á son sinn keppa á Ólympíuleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2024 06:30 Aleksi Leppä hefur verið sigursæll á heimsmeistaramótum en þarf núna að keppa á Ólympíuleikunum undir mjög erfiðum kringumstæðum. @rifleteamfinland Skotíþróttamaðurinn Aleksi Leppä á að keppa á Ólympíuleikunum í París í vikunni en hann fékk hræðilegar fréttir um helgina. Faðir hans lést þá á leiðinni til Parísar þar sem hann ætlaði að sjá son sinn keppa á leikunum. Marko Leppä veiktist í flugvélinni til Parísar og dó. Það var einn af draumum hans að sjá son sinn keppa á Ólympíuleikum. Því miður verður ekkert að því. „Þetta var mikið sjokk. Ég hef aldrei áður lent í einhverju eins og þessu,“ sagði finnski liðstjórinn Leena Paavolainen við blaðið Iltalehti. Marko Leppä hafði sjálfur verið skotþjálfari og þjálfaði meðal annars son sinn. Hann var mjög virtur í finnskum skotíþróttum. Sonur hans Aleksi, sem er 29 ára gamall, hefur unnið tvenn gullverðlaun og þrenn silfurverðlaun á heimsmeistaramótum. Hann ætlar að keppa þrátt fyrir áfallið. „Aleksi vill keppa. Hann og fjölskylda hans biður um frið svo hann geti einbeitt sér að Ólympíuleikunum,“ sagði Paavolainen. Aleksi hefur fengið fullan stuðning frá finnska sambandinu og hefur einig rætt við sálfræðing finnska hópsins. „Þessar fréttir hafa verið áfall fyrir alla í okkar hóp. Þetta er óheppilegt og mjög sorglegt,“ sagði Paavolainen. Aleksi Leppä keppir með riffli af 50 metra færi. Hann keppir því ekki við okkar mann, Hákon Þór Svavarsson, sem keppir í haglabyssuskotfimi. Skotíþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Faðir hans lést þá á leiðinni til Parísar þar sem hann ætlaði að sjá son sinn keppa á leikunum. Marko Leppä veiktist í flugvélinni til Parísar og dó. Það var einn af draumum hans að sjá son sinn keppa á Ólympíuleikum. Því miður verður ekkert að því. „Þetta var mikið sjokk. Ég hef aldrei áður lent í einhverju eins og þessu,“ sagði finnski liðstjórinn Leena Paavolainen við blaðið Iltalehti. Marko Leppä hafði sjálfur verið skotþjálfari og þjálfaði meðal annars son sinn. Hann var mjög virtur í finnskum skotíþróttum. Sonur hans Aleksi, sem er 29 ára gamall, hefur unnið tvenn gullverðlaun og þrenn silfurverðlaun á heimsmeistaramótum. Hann ætlar að keppa þrátt fyrir áfallið. „Aleksi vill keppa. Hann og fjölskylda hans biður um frið svo hann geti einbeitt sér að Ólympíuleikunum,“ sagði Paavolainen. Aleksi hefur fengið fullan stuðning frá finnska sambandinu og hefur einig rætt við sálfræðing finnska hópsins. „Þessar fréttir hafa verið áfall fyrir alla í okkar hóp. Þetta er óheppilegt og mjög sorglegt,“ sagði Paavolainen. Aleksi Leppä keppir með riffli af 50 metra færi. Hann keppir því ekki við okkar mann, Hákon Þór Svavarsson, sem keppir í haglabyssuskotfimi.
Skotíþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira