Fullkomið gagnsæi mikilvægt, greiði fyrir greiða ekki við hæfi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. júlí 2024 12:22 Henry Alexander Henrysson sérfræðingur í siðfræði og heimspekingur segir afar mikilvægt að gagnsæi ríki um hvaða kjör tilvonandi forseti naut við bílakaup hjá Brimborg. Greiði fyrir greiða sé ekki við hæfi hjá tilvonandi forseta Íslands. Halla Tómasdóttir segist hafa notið staðgreiðsluafsláttar við kaupin en Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar kveðst hafa boðið kjör sem aðrir kaupendur sem uppfylli sömu skilyrði njóti. Vísir/Berghildur Hvorki Halla Tómadóttir né forstjóri Brimborgar hafa gefið upp hversu mikinn afslátt tilvonandi forsetahjón fengu þegar þau keyptu bíl af umboðinu. Sölumaður umboðsins kallar hins vegar afsláttinn skyldmennakjör. Sérfræðingur í siðfræði segir mikilvægt að fullkomið gagnsæi ríki í málinu. Greiði fyrir greiða sé ekki við hæfi hjá tilvonandi forseta Íslands. Bifreiðakaup verðandi forsetahjóna, hafa fengið mikla athygli eftir að bílaumboðið Brimborg auglýsti fyrir nokkrum dögum kaup þeirra í Facebook-færslu með mynd af þeim hjónum við bílinn sem þau keyptu. Myndin hefur verið fjarlægð og Halla Tómasdóttir hefur tilkynnt að hún hafi verið birt í leyfisleysi.Þá kom fram í tilkynningu hennar að þau hjón hefðu ekki notið neinna sérkjara við kaupin heldur fengið staðgreiðsluafslátt. Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar sendi svo frá sér tilkynningu í morgun þar sem hann baðst velvirðingar á myndbirtingunni, misskilningur hafi orðið um að heimild til myndatöku gilti sem heimild til birtingar. Þar kemur enn fremur fram að tilvonandi forsetahjón hafi notið kjara í samræmi við það sem aðrir kaupendur fái sem uppfylli sömu skilyrði. Engin svör borist um hversu mikinn afslátt verðandi forsetahjón fengu Fréttastofa sendi í morgun fyrirspurn á Höllu Tómasdóttur og forstjóra Brimborgar um hversu mikill afslátturinn hafi verið en nú rétt fyrir hádegi höfðu ekki borist svör við því. Í sjónvarpsfréttum RÚV í gær var hins vegar rætt við sölumann hjá Brimborg sem tjáði fréttamanni þar að tilvonandi forsetahjón hafi fengið svokölluð skyldmennakjör. Egill sagði hins vegar í samtali við MBL í gær að hann væri aðeins kunningi hjónanna þó svo að hann hefði þekkt þau í mörg ár. Hann er þó á meðal hundrað útvalinna sem Halla býður á innsetningarathöfn í næstu viku þar sem hún tekur við forsetaembættinu. Nú þurfi fullkomið gagnsæi Henry Alexander Henrysson heimspekingur og sérfræðingur í siðfræði segir málið varða almenning. „Ég held að það sé mjög eðlilegt að málið hafi hlotið þessi viðbrögð í samfélaginu. Í fyrsta lagi þá var í upphafi misræmi í skýringum verðandi forseta og forstjóra Brimborgar. Vissulega hafa komið útskýringar síðan en það er spurning hvort þær duga. Ég held að það sé þörf á því núna að það verði fullkomið gagnsæi í sambandi við þessi bílakaup þetta verður ekkert leyst öðruvísi. Grunur um sérkjör ganga ekki,“ segir Henry. Hin ástæðan sé að málið veki athygli á því hvort það þurfi að skrá siðareglur fyrir embættið. „Þetta er búið að vekja upp spurningar um forsetaembættið og hvort skrá þurfi niður siðareglur.Það má ekki gleymast að það þarf að gæta sín í þessu embætti og ein stærsta óskráða reglan er að greiði fyrir greiða er ekki við hæfi í þessu embætti,“ segir Henry. Greiddi um 7,3 milljónir Halla Tómasdóttir svaraði fréttastofu um verð bílsins í hádeginu en hins vegar kom ekki fram hversu mikinn afslátt hún og eiginmaður hennar fengu. Í svari hennar kemur fram að þau hjón greiddu alls sjö milljónir tvöhundruð og áttatíu þúsund krónur fyrir bílinn. Svar Höllu Tómasdóttur „Ég ítreka ákvörðun mína um að koma ekki í viðtöl fyrr en eftir að ég tek við og hvað þetta mál varðar er það full útskýrt bæði af minni hálfu og af hálfu Brimborgar. Hvað verð bílsins varðar þá greiddum við 7.280m fyrir hann.“ Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Sjá meira
Bifreiðakaup verðandi forsetahjóna, hafa fengið mikla athygli eftir að bílaumboðið Brimborg auglýsti fyrir nokkrum dögum kaup þeirra í Facebook-færslu með mynd af þeim hjónum við bílinn sem þau keyptu. Myndin hefur verið fjarlægð og Halla Tómasdóttir hefur tilkynnt að hún hafi verið birt í leyfisleysi.Þá kom fram í tilkynningu hennar að þau hjón hefðu ekki notið neinna sérkjara við kaupin heldur fengið staðgreiðsluafslátt. Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar sendi svo frá sér tilkynningu í morgun þar sem hann baðst velvirðingar á myndbirtingunni, misskilningur hafi orðið um að heimild til myndatöku gilti sem heimild til birtingar. Þar kemur enn fremur fram að tilvonandi forsetahjón hafi notið kjara í samræmi við það sem aðrir kaupendur fái sem uppfylli sömu skilyrði. Engin svör borist um hversu mikinn afslátt verðandi forsetahjón fengu Fréttastofa sendi í morgun fyrirspurn á Höllu Tómasdóttur og forstjóra Brimborgar um hversu mikill afslátturinn hafi verið en nú rétt fyrir hádegi höfðu ekki borist svör við því. Í sjónvarpsfréttum RÚV í gær var hins vegar rætt við sölumann hjá Brimborg sem tjáði fréttamanni þar að tilvonandi forsetahjón hafi fengið svokölluð skyldmennakjör. Egill sagði hins vegar í samtali við MBL í gær að hann væri aðeins kunningi hjónanna þó svo að hann hefði þekkt þau í mörg ár. Hann er þó á meðal hundrað útvalinna sem Halla býður á innsetningarathöfn í næstu viku þar sem hún tekur við forsetaembættinu. Nú þurfi fullkomið gagnsæi Henry Alexander Henrysson heimspekingur og sérfræðingur í siðfræði segir málið varða almenning. „Ég held að það sé mjög eðlilegt að málið hafi hlotið þessi viðbrögð í samfélaginu. Í fyrsta lagi þá var í upphafi misræmi í skýringum verðandi forseta og forstjóra Brimborgar. Vissulega hafa komið útskýringar síðan en það er spurning hvort þær duga. Ég held að það sé þörf á því núna að það verði fullkomið gagnsæi í sambandi við þessi bílakaup þetta verður ekkert leyst öðruvísi. Grunur um sérkjör ganga ekki,“ segir Henry. Hin ástæðan sé að málið veki athygli á því hvort það þurfi að skrá siðareglur fyrir embættið. „Þetta er búið að vekja upp spurningar um forsetaembættið og hvort skrá þurfi niður siðareglur.Það má ekki gleymast að það þarf að gæta sín í þessu embætti og ein stærsta óskráða reglan er að greiði fyrir greiða er ekki við hæfi í þessu embætti,“ segir Henry. Greiddi um 7,3 milljónir Halla Tómasdóttir svaraði fréttastofu um verð bílsins í hádeginu en hins vegar kom ekki fram hversu mikinn afslátt hún og eiginmaður hennar fengu. Í svari hennar kemur fram að þau hjón greiddu alls sjö milljónir tvöhundruð og áttatíu þúsund krónur fyrir bílinn. Svar Höllu Tómasdóttur „Ég ítreka ákvörðun mína um að koma ekki í viðtöl fyrr en eftir að ég tek við og hvað þetta mál varðar er það full útskýrt bæði af minni hálfu og af hálfu Brimborgar. Hvað verð bílsins varðar þá greiddum við 7.280m fyrir hann.“
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent