Segir lúsmýið ekki biðja um of mikið Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 26. júlí 2024 17:01 Sváfnir Sigurðarson er maðurinn á bak við lagið Söngur lúsmýsins. Aðsend „Lúsmýið er ekki að biðja um mikið. Bara pínulítið blóð,“ segir tónlistarmaðurinn Sváfnir Sigurðarson sem var að gefa út lagið Söngur lúsmýsins. Lagið var samið fyrir splunkunýtt gamanleikrit og setur sig í spor grey lúsmýsins sem flest allir hata. Hér má hlusta á lagið: „Margt ljótt hefur verið sagt um lúsmý í gegnum tíðina. Frá því að þessir smávöxnu nýbúar námu hér land hafa þeir verið undir stöðugum ávirðingum. Skítkastið hefur gengið svo langt að fulltrúar tegundarinnar hafa séð sig tilneydda til þess að bera hönd fyrir höfuð sér. Söngur lúsmýsins (pínulítið blóð) er glænýr skordýrarokks-smellur þar sem sjónarmiðum þeirra er haldið á loft,“ segir í fréttatilkynningu. Tímamótalag í poppskordýrasögu Íslands Þar segir sömuleiðis að lagið sé tímamótalag í poppskordýrasögu Íslands. „Lúsmýið ber hönd fyrir höfuð sér og spyr: Af hverju eru öllum svona illa við okkur? Söngur lúsmýsins (pínulítið blóð) er glænýtt lag úr sýningunni Eltum veðrið sem verður frumsýnd í september á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Eltum veðrið er glænýtt íslenskt leikverk; gamanleikur með söngvum, sem er skrifaður af leikhópnum. Tónlist verksins er eftir Sváfni Sigurðarson auk þess sem Hallgrímur Ólafsson leikari á eitt lag með Sváfni.“ Fyrr í sumar var lagið Lífið er skrítið gefið út og Söngur lúsmýsins því annað lagið sem kynnt er úr sýningunni. Alls verða átta lög úr sýningunni gefin út í september. Hér má hlusta á lögin á streymisveitunni Spotify. Hallgrímur og Sváfnir hafa unnið saman að því að skrifa texta ásamt leikurum úr leikhópnum. Leikhópurinn samanstendur af Eygló Hilmarsdóttur, Guðjóni Davíð Karlssyni, Hallgrími Ólafssyni, Hilmari Guðjónssyni, Ilmi Kristjánsdóttur, Sigurði Sigurjónssyni og Þresti Leó Gunnarssyni. Auk þeirra lögðu Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Steinunn Ólínu Þorsteinsdóttir sitt af mörkum til þróunar leikverksins framan af. Leikritið verður frumsýnt 27. september næstkomandi.Aðsend „Farið ekki að grenja“ Sváfnir Sigurðarson hefur verið iðinn við að gefa út tónlist á síðustu árum, en þetta er í fyrsta sinn sem hann gefur út tónlist sem samin er sérstaklega fyrir leiksýningu. „Lúsmýið er ekki að biðja um mikið. Bara pínulítið blóð. Ekki gleyma því að á hverju ári fórna þau sér í milljónatali til þess að halda uppi fiskistofnum í straumvötnum og stöðuvötnum hér á landi. Án lúsmýs myndi þetta vistkerfi hrynja. Það er ekki svo há þóknun að landsmenn skilji gluggana eftir opna af og til og leggi sitt af mörkum. Nú er að minnsta kosti nóg komið af þessari rógsherferð og skítkasti í garð lúsmýsins. Hvað með það þótt þið þurfið að klóra ykkur í tvo til þrjá daga, farið ekki að grenja,“ segir Sváfnir kíminn. Sváfnir Sigurðarson hefur verið iðinn við að gefa út tónlist.Aðsend Heil plata samhliða frumsýningu Fleiri lög úr sýningunni Eltum veðrið verða gefin út í haust en von er á plötunni allri um miðjan september og mun hún einfaldlega bera nafn sýningarinnar Eltum veðrið. Um upptökur og hljóðblöndum sá Aron Þór Arnarsson. Söngur: Hallgrímur Ólafsson og leikhópurinn Kór: Hildur Vala Baldursdóttir, Hilmar Guðjónsson, Ilmur Kristjánsdóttir og Guðjón Davíð Karlsson Gítar, hljómborð, bassi: Sváfnir Sigurðarson Trommur: Sólrún Mjöll Kjartansdóttir Leikhús Tónlist Mest lesið Smekklegasta fólk landsins skálaði í kaffi Lífið Skelltu sér úr háloftunum niður í Hörpu Lífið Klippt út af myndinni Lífið Þakkaði fyrir sig á íslensku Bíó og sjónvarp Leyfir börnunum að sofa uppi í rúmi Lífið Sprenghlægilegur gamanleikur frumsýndur í október í Þjóðleikhúsinu Lífið samstarf Gáfu dótturinni þrjú nöfn Lífið Best klæddu stjörnurnar á Emmy verðlaununum Tíska og hönnun Var að horfa á konuna en ekki köttinn Lífið Ein litríkasta íbúð landsins til sölu Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Landsliðsmaður gefur út lag með pabba sínum Taylor Swift jafnaði met Beyoncé á VMA Myndaveisla: Ofurfjör á Októberfest Sáu ekki fyrir sér vinsældirnar en fagna nú 36 árum Sergio Mendes höfundur Mas Que Nada látinn Gáfu tóndæmi af Barfly í beinni Aldrei séð annað eins: IceGuys seldi nítján þúsund miða Herra Hnetusmjör stoltur eftir tryllta afmælishelgi Samtalið órjúfanlegur hluti af sköpuninni Ótrúlega slakandi raftónlistarhátíð í fimmtánda skiptið Segir Marr hafa stöðvað endurkomu The Smiths Fjörutíu blaðamönnum boðið en enginn mætti Stormaði út með látum en gafst svo upp á skrifstofustarfinu Dásamar Charlie XCX þrátt fyrir orðróminn Slíðra sverðin og boða endurkomu sveitarinnar Snorri valinn á lista 20 undir 30 hjá tímaritinu IQ Valin á lista efstu tuttugu hjá Norðurlöndunum Helgi Björns með splunkunýtt tónlistarmyndband Chappell Roan biður um frið: „Konur skulda ykkur ekki skít“ Aron Can með stóra tónleika erlendis Haustinu fagnað með tónleikum á Kaffi Flóru Nýdönsk og ADHD fá hvorar tvær milljónirnar „Ég á mjög auðvelt með að standa með þessu öllu saman“ Pétur Jökull er Pj Glaze Tileinkar lagið trans fólki: „Hefur verið mikill tilfinningarússíbani“ Ingi Bauer, VÆB og Stefán Berg bjóða upp á Stemningu Frumsýning á Vísi: „Þetta er alveg ný hlið á mér“ Börn og sjálfstæðismenn velkomin í fylgd með forráðamönnum Ghostigital þruma út nýju lagi eftir níu ár Frumsýning á Vísi: Nýdönsk á slóðum Peter Gabriel og fleiri goðsagna Sjá meira
Hér má hlusta á lagið: „Margt ljótt hefur verið sagt um lúsmý í gegnum tíðina. Frá því að þessir smávöxnu nýbúar námu hér land hafa þeir verið undir stöðugum ávirðingum. Skítkastið hefur gengið svo langt að fulltrúar tegundarinnar hafa séð sig tilneydda til þess að bera hönd fyrir höfuð sér. Söngur lúsmýsins (pínulítið blóð) er glænýr skordýrarokks-smellur þar sem sjónarmiðum þeirra er haldið á loft,“ segir í fréttatilkynningu. Tímamótalag í poppskordýrasögu Íslands Þar segir sömuleiðis að lagið sé tímamótalag í poppskordýrasögu Íslands. „Lúsmýið ber hönd fyrir höfuð sér og spyr: Af hverju eru öllum svona illa við okkur? Söngur lúsmýsins (pínulítið blóð) er glænýtt lag úr sýningunni Eltum veðrið sem verður frumsýnd í september á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Eltum veðrið er glænýtt íslenskt leikverk; gamanleikur með söngvum, sem er skrifaður af leikhópnum. Tónlist verksins er eftir Sváfni Sigurðarson auk þess sem Hallgrímur Ólafsson leikari á eitt lag með Sváfni.“ Fyrr í sumar var lagið Lífið er skrítið gefið út og Söngur lúsmýsins því annað lagið sem kynnt er úr sýningunni. Alls verða átta lög úr sýningunni gefin út í september. Hér má hlusta á lögin á streymisveitunni Spotify. Hallgrímur og Sváfnir hafa unnið saman að því að skrifa texta ásamt leikurum úr leikhópnum. Leikhópurinn samanstendur af Eygló Hilmarsdóttur, Guðjóni Davíð Karlssyni, Hallgrími Ólafssyni, Hilmari Guðjónssyni, Ilmi Kristjánsdóttur, Sigurði Sigurjónssyni og Þresti Leó Gunnarssyni. Auk þeirra lögðu Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Steinunn Ólínu Þorsteinsdóttir sitt af mörkum til þróunar leikverksins framan af. Leikritið verður frumsýnt 27. september næstkomandi.Aðsend „Farið ekki að grenja“ Sváfnir Sigurðarson hefur verið iðinn við að gefa út tónlist á síðustu árum, en þetta er í fyrsta sinn sem hann gefur út tónlist sem samin er sérstaklega fyrir leiksýningu. „Lúsmýið er ekki að biðja um mikið. Bara pínulítið blóð. Ekki gleyma því að á hverju ári fórna þau sér í milljónatali til þess að halda uppi fiskistofnum í straumvötnum og stöðuvötnum hér á landi. Án lúsmýs myndi þetta vistkerfi hrynja. Það er ekki svo há þóknun að landsmenn skilji gluggana eftir opna af og til og leggi sitt af mörkum. Nú er að minnsta kosti nóg komið af þessari rógsherferð og skítkasti í garð lúsmýsins. Hvað með það þótt þið þurfið að klóra ykkur í tvo til þrjá daga, farið ekki að grenja,“ segir Sváfnir kíminn. Sváfnir Sigurðarson hefur verið iðinn við að gefa út tónlist.Aðsend Heil plata samhliða frumsýningu Fleiri lög úr sýningunni Eltum veðrið verða gefin út í haust en von er á plötunni allri um miðjan september og mun hún einfaldlega bera nafn sýningarinnar Eltum veðrið. Um upptökur og hljóðblöndum sá Aron Þór Arnarsson. Söngur: Hallgrímur Ólafsson og leikhópurinn Kór: Hildur Vala Baldursdóttir, Hilmar Guðjónsson, Ilmur Kristjánsdóttir og Guðjón Davíð Karlsson Gítar, hljómborð, bassi: Sváfnir Sigurðarson Trommur: Sólrún Mjöll Kjartansdóttir
Leikhús Tónlist Mest lesið Smekklegasta fólk landsins skálaði í kaffi Lífið Skelltu sér úr háloftunum niður í Hörpu Lífið Klippt út af myndinni Lífið Þakkaði fyrir sig á íslensku Bíó og sjónvarp Leyfir börnunum að sofa uppi í rúmi Lífið Sprenghlægilegur gamanleikur frumsýndur í október í Þjóðleikhúsinu Lífið samstarf Gáfu dótturinni þrjú nöfn Lífið Best klæddu stjörnurnar á Emmy verðlaununum Tíska og hönnun Var að horfa á konuna en ekki köttinn Lífið Ein litríkasta íbúð landsins til sölu Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Landsliðsmaður gefur út lag með pabba sínum Taylor Swift jafnaði met Beyoncé á VMA Myndaveisla: Ofurfjör á Októberfest Sáu ekki fyrir sér vinsældirnar en fagna nú 36 árum Sergio Mendes höfundur Mas Que Nada látinn Gáfu tóndæmi af Barfly í beinni Aldrei séð annað eins: IceGuys seldi nítján þúsund miða Herra Hnetusmjör stoltur eftir tryllta afmælishelgi Samtalið órjúfanlegur hluti af sköpuninni Ótrúlega slakandi raftónlistarhátíð í fimmtánda skiptið Segir Marr hafa stöðvað endurkomu The Smiths Fjörutíu blaðamönnum boðið en enginn mætti Stormaði út með látum en gafst svo upp á skrifstofustarfinu Dásamar Charlie XCX þrátt fyrir orðróminn Slíðra sverðin og boða endurkomu sveitarinnar Snorri valinn á lista 20 undir 30 hjá tímaritinu IQ Valin á lista efstu tuttugu hjá Norðurlöndunum Helgi Björns með splunkunýtt tónlistarmyndband Chappell Roan biður um frið: „Konur skulda ykkur ekki skít“ Aron Can með stóra tónleika erlendis Haustinu fagnað með tónleikum á Kaffi Flóru Nýdönsk og ADHD fá hvorar tvær milljónirnar „Ég á mjög auðvelt með að standa með þessu öllu saman“ Pétur Jökull er Pj Glaze Tileinkar lagið trans fólki: „Hefur verið mikill tilfinningarússíbani“ Ingi Bauer, VÆB og Stefán Berg bjóða upp á Stemningu Frumsýning á Vísi: „Þetta er alveg ný hlið á mér“ Börn og sjálfstæðismenn velkomin í fylgd með forráðamönnum Ghostigital þruma út nýju lagi eftir níu ár Frumsýning á Vísi: Nýdönsk á slóðum Peter Gabriel og fleiri goðsagna Sjá meira