Segir lúsmýið ekki biðja um of mikið Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 26. júlí 2024 17:01 Sváfnir Sigurðarson er maðurinn á bak við lagið Söngur lúsmýsins. Aðsend „Lúsmýið er ekki að biðja um mikið. Bara pínulítið blóð,“ segir tónlistarmaðurinn Sváfnir Sigurðarson sem var að gefa út lagið Söngur lúsmýsins. Lagið var samið fyrir splunkunýtt gamanleikrit og setur sig í spor grey lúsmýsins sem flest allir hata. Hér má hlusta á lagið: „Margt ljótt hefur verið sagt um lúsmý í gegnum tíðina. Frá því að þessir smávöxnu nýbúar námu hér land hafa þeir verið undir stöðugum ávirðingum. Skítkastið hefur gengið svo langt að fulltrúar tegundarinnar hafa séð sig tilneydda til þess að bera hönd fyrir höfuð sér. Söngur lúsmýsins (pínulítið blóð) er glænýr skordýrarokks-smellur þar sem sjónarmiðum þeirra er haldið á loft,“ segir í fréttatilkynningu. Tímamótalag í poppskordýrasögu Íslands Þar segir sömuleiðis að lagið sé tímamótalag í poppskordýrasögu Íslands. „Lúsmýið ber hönd fyrir höfuð sér og spyr: Af hverju eru öllum svona illa við okkur? Söngur lúsmýsins (pínulítið blóð) er glænýtt lag úr sýningunni Eltum veðrið sem verður frumsýnd í september á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Eltum veðrið er glænýtt íslenskt leikverk; gamanleikur með söngvum, sem er skrifaður af leikhópnum. Tónlist verksins er eftir Sváfni Sigurðarson auk þess sem Hallgrímur Ólafsson leikari á eitt lag með Sváfni.“ Fyrr í sumar var lagið Lífið er skrítið gefið út og Söngur lúsmýsins því annað lagið sem kynnt er úr sýningunni. Alls verða átta lög úr sýningunni gefin út í september. Hér má hlusta á lögin á streymisveitunni Spotify. Hallgrímur og Sváfnir hafa unnið saman að því að skrifa texta ásamt leikurum úr leikhópnum. Leikhópurinn samanstendur af Eygló Hilmarsdóttur, Guðjóni Davíð Karlssyni, Hallgrími Ólafssyni, Hilmari Guðjónssyni, Ilmi Kristjánsdóttur, Sigurði Sigurjónssyni og Þresti Leó Gunnarssyni. Auk þeirra lögðu Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Steinunn Ólínu Þorsteinsdóttir sitt af mörkum til þróunar leikverksins framan af. Leikritið verður frumsýnt 27. september næstkomandi.Aðsend „Farið ekki að grenja“ Sváfnir Sigurðarson hefur verið iðinn við að gefa út tónlist á síðustu árum, en þetta er í fyrsta sinn sem hann gefur út tónlist sem samin er sérstaklega fyrir leiksýningu. „Lúsmýið er ekki að biðja um mikið. Bara pínulítið blóð. Ekki gleyma því að á hverju ári fórna þau sér í milljónatali til þess að halda uppi fiskistofnum í straumvötnum og stöðuvötnum hér á landi. Án lúsmýs myndi þetta vistkerfi hrynja. Það er ekki svo há þóknun að landsmenn skilji gluggana eftir opna af og til og leggi sitt af mörkum. Nú er að minnsta kosti nóg komið af þessari rógsherferð og skítkasti í garð lúsmýsins. Hvað með það þótt þið þurfið að klóra ykkur í tvo til þrjá daga, farið ekki að grenja,“ segir Sváfnir kíminn. Sváfnir Sigurðarson hefur verið iðinn við að gefa út tónlist.Aðsend Heil plata samhliða frumsýningu Fleiri lög úr sýningunni Eltum veðrið verða gefin út í haust en von er á plötunni allri um miðjan september og mun hún einfaldlega bera nafn sýningarinnar Eltum veðrið. Um upptökur og hljóðblöndum sá Aron Þór Arnarsson. Söngur: Hallgrímur Ólafsson og leikhópurinn Kór: Hildur Vala Baldursdóttir, Hilmar Guðjónsson, Ilmur Kristjánsdóttir og Guðjón Davíð Karlsson Gítar, hljómborð, bassi: Sváfnir Sigurðarson Trommur: Sólrún Mjöll Kjartansdóttir Leikhús Tónlist Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hér má hlusta á lagið: „Margt ljótt hefur verið sagt um lúsmý í gegnum tíðina. Frá því að þessir smávöxnu nýbúar námu hér land hafa þeir verið undir stöðugum ávirðingum. Skítkastið hefur gengið svo langt að fulltrúar tegundarinnar hafa séð sig tilneydda til þess að bera hönd fyrir höfuð sér. Söngur lúsmýsins (pínulítið blóð) er glænýr skordýrarokks-smellur þar sem sjónarmiðum þeirra er haldið á loft,“ segir í fréttatilkynningu. Tímamótalag í poppskordýrasögu Íslands Þar segir sömuleiðis að lagið sé tímamótalag í poppskordýrasögu Íslands. „Lúsmýið ber hönd fyrir höfuð sér og spyr: Af hverju eru öllum svona illa við okkur? Söngur lúsmýsins (pínulítið blóð) er glænýtt lag úr sýningunni Eltum veðrið sem verður frumsýnd í september á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Eltum veðrið er glænýtt íslenskt leikverk; gamanleikur með söngvum, sem er skrifaður af leikhópnum. Tónlist verksins er eftir Sváfni Sigurðarson auk þess sem Hallgrímur Ólafsson leikari á eitt lag með Sváfni.“ Fyrr í sumar var lagið Lífið er skrítið gefið út og Söngur lúsmýsins því annað lagið sem kynnt er úr sýningunni. Alls verða átta lög úr sýningunni gefin út í september. Hér má hlusta á lögin á streymisveitunni Spotify. Hallgrímur og Sváfnir hafa unnið saman að því að skrifa texta ásamt leikurum úr leikhópnum. Leikhópurinn samanstendur af Eygló Hilmarsdóttur, Guðjóni Davíð Karlssyni, Hallgrími Ólafssyni, Hilmari Guðjónssyni, Ilmi Kristjánsdóttur, Sigurði Sigurjónssyni og Þresti Leó Gunnarssyni. Auk þeirra lögðu Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Steinunn Ólínu Þorsteinsdóttir sitt af mörkum til þróunar leikverksins framan af. Leikritið verður frumsýnt 27. september næstkomandi.Aðsend „Farið ekki að grenja“ Sváfnir Sigurðarson hefur verið iðinn við að gefa út tónlist á síðustu árum, en þetta er í fyrsta sinn sem hann gefur út tónlist sem samin er sérstaklega fyrir leiksýningu. „Lúsmýið er ekki að biðja um mikið. Bara pínulítið blóð. Ekki gleyma því að á hverju ári fórna þau sér í milljónatali til þess að halda uppi fiskistofnum í straumvötnum og stöðuvötnum hér á landi. Án lúsmýs myndi þetta vistkerfi hrynja. Það er ekki svo há þóknun að landsmenn skilji gluggana eftir opna af og til og leggi sitt af mörkum. Nú er að minnsta kosti nóg komið af þessari rógsherferð og skítkasti í garð lúsmýsins. Hvað með það þótt þið þurfið að klóra ykkur í tvo til þrjá daga, farið ekki að grenja,“ segir Sváfnir kíminn. Sváfnir Sigurðarson hefur verið iðinn við að gefa út tónlist.Aðsend Heil plata samhliða frumsýningu Fleiri lög úr sýningunni Eltum veðrið verða gefin út í haust en von er á plötunni allri um miðjan september og mun hún einfaldlega bera nafn sýningarinnar Eltum veðrið. Um upptökur og hljóðblöndum sá Aron Þór Arnarsson. Söngur: Hallgrímur Ólafsson og leikhópurinn Kór: Hildur Vala Baldursdóttir, Hilmar Guðjónsson, Ilmur Kristjánsdóttir og Guðjón Davíð Karlsson Gítar, hljómborð, bassi: Sváfnir Sigurðarson Trommur: Sólrún Mjöll Kjartansdóttir
Leikhús Tónlist Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira