Óvíst hvort að skemmdarverkin hafi áhrif: Skipulagsleysi setur svip sinn á samgöngumál Tómas Arnar Þorláksson skrifar 26. júlí 2024 12:06 Mikill viðbúnaður er í Parísarborg í kringum Ólympíuleikanna. Vilhelm/EPA/RITCHIE B. TONGO Óvíst er að svo stöddu hvort skemmdarverkin á lestarkerfinu í Frakklandi muni hafa áhrif á íslenska Ólympíuhópinn, þó að það geti haft áhrif á lið stærri þjóða. Aðalfararstjóri íslenska hópsins segist verða var við gífurlega öryggisgæslu á svæðinu. Formleg setningarathöfn Ólympíuleikanna er í kvöld en tveir íslenskir keppendur taka þátt sem fánaberar. Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ og aðalfararstjóri hópsins, segir óljóst hvort að umfangsmikil skemmdarverk sem voru unnin á lestarkerfinu umhverfis París í Frakklandi muni hafa áhrif á íslenska hópinn. Vésteinn tekur þó fram að skipulagsleysi setji svip sinn á samgöngumál á mótinu. Leið yfir keppanda í rútu „Við vitum það ekki þetta er bara nýtilkomið. Það hefur verið mikið vesen með samgöngur hérna, það hefur verið aðallega kvartað undan því. Rútukerfi leikanna hefur ekki virkað og bílstjórarnir vita ekki hvert þeir eru að fara og svona. Af alls konar öryggisástæðum má ekki opna glugga í rútunni og það leið yfir eina sundkonu frá Írlandi út af súrefnisskorti. Við vitum hreinlega ekki hvort þessi skemmdarverk hafi áhrif á okkur en hinað til erum við bara í rútum, við erum ekki í þessum samgöngumálum. Við erum með nokkra starfsmenn sem eru fyrir utan þorpið og það gæti haft áhrif á þau. Við erum með b-plan í þessu öllu saman og erum með bíla til að ná í þau. “ Lítið af mat fyrstu daganna Jafnframt hefur verið kvartað töluvert undan matnum á mótinu en Vésteinn tekur fram að búið sé að bæta úr því. „Fyrstu daganna hérna var lítið af mat og lítið af próteini. Eggin voru búin og ýmislegt svona í morgunmatnum. Það er búið að laga það sæmilega vel. Við vorum í kvöldmat í gær með þrjú þúsund manns og ég held að það hafi allir fengið nóg að borða.“ Átta tíma ferðalag fyrir setningarathöfnina Vésteinn segir að mikil spenna sé á meðal keppenda fyrir leikunum og að undirbúningur sé búin að ganga mjög vel. Hann nefnir að þrír af fimm keppendum muni ekki taka þátt í setningarathöfninni til að og undirbúa sig fyrir keppnina sjálfa. Þetta er í fyrsta sinn sem athöfnin fer ekki fram á íþróttaleikvangi en í kvöld munu keppendur frá 207 löndum sigla niður Signu um borð í 85 bátum. Mikil leynd ríkir um skemmtiatriði kvöldsins en búist er við að Lady Gaga og Celine Dion komi fram í kvöld. „Við förum héðan þremur tímum fyrir bátsferðina svo að allur pakkinn er átta og hálfur tími. Síðan er bátsferðin 42 mínútur og síðan förum við í land eftir tvo klukkutíma því þetta eru svo margir bátar og svo er þetta í Trocadero eftir það. Þannig að þetta er heljarinnar batterí.“ Mikill viðbúnaður í kringum þorpið Vésteinn segir mikinn viðbúnað á svæðinu og að mikil áhersla sé lögð á öryggismál. „Við erum í sömu götu og Ísrael. Þeir eru hérna þremur blokkum frá okkur og það er lokað stundum þar. Það er eina blokkin sem er ekki merkt. Hér labba menn um með stór skotvopn og það er mjög mikið öryggi og það kemst enginn inn. Það er vel hugsað um þá sem eru í stríðsátökum og við getum náttúrulega ekkert annað en bara fylgt þeim reglum.“ Ólympíuleikar 2024 í París Frakkland Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Sjá meira
Formleg setningarathöfn Ólympíuleikanna er í kvöld en tveir íslenskir keppendur taka þátt sem fánaberar. Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ og aðalfararstjóri hópsins, segir óljóst hvort að umfangsmikil skemmdarverk sem voru unnin á lestarkerfinu umhverfis París í Frakklandi muni hafa áhrif á íslenska hópinn. Vésteinn tekur þó fram að skipulagsleysi setji svip sinn á samgöngumál á mótinu. Leið yfir keppanda í rútu „Við vitum það ekki þetta er bara nýtilkomið. Það hefur verið mikið vesen með samgöngur hérna, það hefur verið aðallega kvartað undan því. Rútukerfi leikanna hefur ekki virkað og bílstjórarnir vita ekki hvert þeir eru að fara og svona. Af alls konar öryggisástæðum má ekki opna glugga í rútunni og það leið yfir eina sundkonu frá Írlandi út af súrefnisskorti. Við vitum hreinlega ekki hvort þessi skemmdarverk hafi áhrif á okkur en hinað til erum við bara í rútum, við erum ekki í þessum samgöngumálum. Við erum með nokkra starfsmenn sem eru fyrir utan þorpið og það gæti haft áhrif á þau. Við erum með b-plan í þessu öllu saman og erum með bíla til að ná í þau. “ Lítið af mat fyrstu daganna Jafnframt hefur verið kvartað töluvert undan matnum á mótinu en Vésteinn tekur fram að búið sé að bæta úr því. „Fyrstu daganna hérna var lítið af mat og lítið af próteini. Eggin voru búin og ýmislegt svona í morgunmatnum. Það er búið að laga það sæmilega vel. Við vorum í kvöldmat í gær með þrjú þúsund manns og ég held að það hafi allir fengið nóg að borða.“ Átta tíma ferðalag fyrir setningarathöfnina Vésteinn segir að mikil spenna sé á meðal keppenda fyrir leikunum og að undirbúningur sé búin að ganga mjög vel. Hann nefnir að þrír af fimm keppendum muni ekki taka þátt í setningarathöfninni til að og undirbúa sig fyrir keppnina sjálfa. Þetta er í fyrsta sinn sem athöfnin fer ekki fram á íþróttaleikvangi en í kvöld munu keppendur frá 207 löndum sigla niður Signu um borð í 85 bátum. Mikil leynd ríkir um skemmtiatriði kvöldsins en búist er við að Lady Gaga og Celine Dion komi fram í kvöld. „Við förum héðan þremur tímum fyrir bátsferðina svo að allur pakkinn er átta og hálfur tími. Síðan er bátsferðin 42 mínútur og síðan förum við í land eftir tvo klukkutíma því þetta eru svo margir bátar og svo er þetta í Trocadero eftir það. Þannig að þetta er heljarinnar batterí.“ Mikill viðbúnaður í kringum þorpið Vésteinn segir mikinn viðbúnað á svæðinu og að mikil áhersla sé lögð á öryggismál. „Við erum í sömu götu og Ísrael. Þeir eru hérna þremur blokkum frá okkur og það er lokað stundum þar. Það er eina blokkin sem er ekki merkt. Hér labba menn um með stór skotvopn og það er mjög mikið öryggi og það kemst enginn inn. Það er vel hugsað um þá sem eru í stríðsátökum og við getum náttúrulega ekkert annað en bara fylgt þeim reglum.“
Ólympíuleikar 2024 í París Frakkland Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Sjá meira