Vörumerkistákn við fréttir RÚV að kröfu Ólympíunefndarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2024 09:03 Fréttaflokkurinn „Ólympíuleikar“ hefur verið merktur með vörumerkistákni á vefsíðu RÚV til þessa en til stendur að breyta því. Skjáskot af vef RÚV Fréttir Ríkisútvarpsins af Ólympíuleikunum í París til þessa hafa verið merktar með vörumerkistákni. Íþróttastjóri sjónvarps hjá RÚV segir þetta gert að kröfu Alþjóðaólympíunefndarinnar en til standi að fjarlægja táknin. Nær öruggt er að fullyrða að það sé fordæmalaust að fréttamiðlar slengi vörumerkistákni við skráð vörumerki í skriflegri umfjöllun. Sú hefur þó verið raunin á vefsíðu RÚV í aðdraganda Ólympíuleikanna í ár. Þar hefur vörumerkistáknið ™ staðið við fréttaflokkinn „Ólympíuleikar“ fram að þessu. Ensk heiti Ólympíuleikanna eru skráð vörumerki Alþjóðaólympíunefndarinnar á Íslandi. Hilmar Björnsson, íþróttastjóri sjónvarps hjá RÚV, segir kröfuna um að heitið „Ólympíuleikar“ sé merkt með vörumerkistákni komi fram í ítarlegum bæklingi sem réttarhafar útsendinga frá leikunum eins og RÚV fái um hvað þeir mega og eiga að gera í umfjöllun sinni um þá. Sameiginlegt lógó Ólympíuleikanna í París og RÚV þarf að fylgja umfjöllun þess síðarnefnda. Ólympíunefndin þurfti að samþykkja sérstaklega að RÚV væri þar kallað heimili Ólympíuleikanna frekar en alþjóðlegur útsendingaaðili.Skjáskot af vef RÚV „Við vorum bara að fylgja nákvæmlega því sem við erum beðin um að gera,“ segir Hilmar. RÚV hafi þó gert athugasemd við þetta og býst Hilmar við að táknið verið fjarlægt af vefsíðunni, jafnvel strax í dag. Erlendir fjölmiðlar sem senda frá leikunum hafa ekki notað vörumerkistáknið í sinni umfjöllun. Allt þarf svo að hljóta náð fyrir augum Alþjóðaólympíunefndarinnar. Þannig þurfti RÚV einnig að leggja það fram og fá samþykkt frá nefndinni að fá að nota orðalagið „heimili Ólympíuleikanna“ sem þótti þjálla en „alþjóðlegur útsendingaraðili“ í lógói sem verður einnig að fylgja umfjölluninni. Fjölmiðlar Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Ríkisútvarpið Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Sjá meira
Nær öruggt er að fullyrða að það sé fordæmalaust að fréttamiðlar slengi vörumerkistákni við skráð vörumerki í skriflegri umfjöllun. Sú hefur þó verið raunin á vefsíðu RÚV í aðdraganda Ólympíuleikanna í ár. Þar hefur vörumerkistáknið ™ staðið við fréttaflokkinn „Ólympíuleikar“ fram að þessu. Ensk heiti Ólympíuleikanna eru skráð vörumerki Alþjóðaólympíunefndarinnar á Íslandi. Hilmar Björnsson, íþróttastjóri sjónvarps hjá RÚV, segir kröfuna um að heitið „Ólympíuleikar“ sé merkt með vörumerkistákni komi fram í ítarlegum bæklingi sem réttarhafar útsendinga frá leikunum eins og RÚV fái um hvað þeir mega og eiga að gera í umfjöllun sinni um þá. Sameiginlegt lógó Ólympíuleikanna í París og RÚV þarf að fylgja umfjöllun þess síðarnefnda. Ólympíunefndin þurfti að samþykkja sérstaklega að RÚV væri þar kallað heimili Ólympíuleikanna frekar en alþjóðlegur útsendingaaðili.Skjáskot af vef RÚV „Við vorum bara að fylgja nákvæmlega því sem við erum beðin um að gera,“ segir Hilmar. RÚV hafi þó gert athugasemd við þetta og býst Hilmar við að táknið verið fjarlægt af vefsíðunni, jafnvel strax í dag. Erlendir fjölmiðlar sem senda frá leikunum hafa ekki notað vörumerkistáknið í sinni umfjöllun. Allt þarf svo að hljóta náð fyrir augum Alþjóðaólympíunefndarinnar. Þannig þurfti RÚV einnig að leggja það fram og fá samþykkt frá nefndinni að fá að nota orðalagið „heimili Ólympíuleikanna“ sem þótti þjálla en „alþjóðlegur útsendingaraðili“ í lógói sem verður einnig að fylgja umfjölluninni.
Fjölmiðlar Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Ríkisútvarpið Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Sjá meira