Hugmyndir fyrir tómlega vinnustaði og leiðinlega vinnudaga Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. júlí 2024 07:01 Á meðan sumarið er mesta vertíðin fyrir suma vinnustaði, eru þeir ófáir vinnustaðirnir sem eru hálf tómir í lok júlí því langflestir eru í fríi; vinnufélagar og viðskiptavinir. En látum okkur ekki leiðast í marga daga í viðbót heldur gerum gott úr hlutunum með því að hugsa upp eitthvað skemmtilegt. Vísir/Vilhelm Á sumum vinnustöðum er svo mikið að gera núna að fólk hefur varla tíma til að lesa Vísi. Á meðan aðrir vinnustaðir eru svo tómlegir að starfsfólk ýtir á re-fresh takkann á nokkra sekúndna fresti. Því já, dagarnir geta verið ansi langir í vinnunni þegar okkur leiðist. Sem oft vill gerast á sumrin, þegar flestir eru í fríi en nokkrir standa enn vaktina í vinnunni þótt viðskiptavinirnir séu fáir og jafnvel engir. Því þeir eru líka í fríi. Og þegar okkur leiðist, erum við gjörn á að koma okkur ekki heldur í þau verkefni sem hafa jafnvel beðið lengi. Eins og að sortera í möppum í tölvunni eða taka til í einhverri skúffu. Nei, okkur leiðist svo mikið að við nennum engu. Ekki heldur þessu hangsi sem þó fylgir. En hvernig væri að snúa þessu við og reyna að skapa skemmtilega stemningu fyrir okkur sjálf og aðra, þannig að dagarnir verði skemmtilegri þar til líf og fjör færist á vinnustaðinn á ný? Hér eru dæmi um nokkrar hugmyndir. 1. Að skipta um vinnustöð Hvernig væri að prófa nýja vinnustöð í dag og jafnvel alla næstu daga? Jafnvel þannig að þú skapir stemningu með ykkur sem eruð á staðnum og þið færið ykkur öll til? 2. Það er leikur að læra… Er eitthvað sem þú hefur verið að velta fyrir þér um tíma að læra? Eitthvað nýtt? Eða verða betri í einhverju? Hvernig væri til dæmis að læra betur á AI Chat næstu daga? Eru fyrirtæki í þínum geira farin að nýta sér þessa gervigreind í auknum mæli? Því þeim fer fjölgandi íslenskum vinnustöðum sem eru til dæmis með áskrift af þjónustu sem gerir starfsfólkinu kleift að skrifa formlegri tölvupósta og fleira vinnutengt. Hér er um að gera að hugsa út fyrir boxið. 3. Brandara-kaffi? Í staðinn fyrir að taka kaffispjall reglulega, kaffitíma eða hádegismat með sama hætti og þú gerir allt árið um kring, hvernig væri að breyta aðeins út af vananum og gera eitthvað nýtt eða öðruvísi? Búa til einhvers konar skemmtun? Borða annars staðar? Vera með brandara-kaffispjall með vinnufélögunum? Búa til leiki? Verum hugmyndarík. 4. Að kynnast á nýjan hátt Í stórum fyrirtækjum gætum við sett okkur markmið um að kynnast nýjum vinnufélögum. Til dæmis að spjalla við einhverja sem við höfum ekki spjallað við áður og starfa á allt annarri deild. Í smærri fyrirtækjum væri líka hægt að setja sér markmið um að kynnast vinnufélögunum sem nú eru að vinna líka, á annan og nýjan hátt. Einföld leið er til dæmis að spyrja fólk hvaðan það sé ættað. Því þótt fólk hafi jafnvel alltaf átt heima á sama búsetusvæði, á það sjaldnast við um foreldra þeirra eða ömmur og afa. Það getur leitt til ótrúlega skemmtilegra samtala að fara út í smá ættfræði. Því oftar en ekki koma jafnvel í ljós einhverjar skemmtilegar tengingar… Tengdar fréttir Að nálgast starfsmann sem líður illa, er reiður eða leiður Við eigum okkur öll okkar daga eins og sagt er. Stundum er dagsformið frábært og við í okkar besta gír. En síðan geta komið dagar sem eru okkur erfiðari. 5. júlí 2024 07:00 Betra en ekki að viðurkenna mistökin Við erum öll að leggja okkur fram við að gera ekki mistök. Svo mikið reyndar, að oftast áttum við okkur ekki einu sinni á því að við séum að gera mistök. Til dæmis að okkur yfirsjáist eitthvað í vinnunni. Gott dæmi um eitthvað sem við föttum ekki fyrr en eftir á og þá jafnvel vegna þess að einhver annar bendir á það. 28. júní 2024 07:01 Óöryggi, feimni og jafnvel einmanaleiki í nýju sumarvinnunni Nú þegar líður að lok júní eru eflaust margir sumarstarfsmenn búnir að koma sér vel fyrir á nýja vinnustaðnum, þekkja verkefnin sín og spjalla við vinnufélaga. Og þó….það er þó ekkert endilega svo sjálfgefið. 21. júní 2024 07:01 Leiðtogakulnun: Þegar yfirmaðurinn er alveg búinn á því Síðustu árin hefur samfélagið smátt og smátt lært meira um kulnun og helstu einkenni. Samhliða hefur atvinnulíf og fólk almennt orðið meðvitaðra um hvernig best er að fyrirbyggja kulnun. 13. júní 2024 07:01 Að standa upp til að gera eitthvað og muna síðan ekkert hvað það var Það þekkja allir þau móment þar sem við stöndum upp til að gera eitthvað, en munum síðan ekkert hvað við ætluðum að gera. 7. júní 2024 07:01 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Meirihluti auglýstra nýbygginga óseldur Viðskipti innlent Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Neytendur Sjálfbærnisviðið lagt niður og Erla Ósk hættir Viðskipti innlent Fljúga til Gautaborgar næsta sumar Viðskipti innlent „Fyrir mann sem er skrifblindur og lesblindur er þetta ekkert auðvelt“ Atvinnulíf Hafa ekki tekið ákvörðun um vaxtahækkun Viðskipti innlent Fótboltastelpan um starfsframann: „Að sækja sér tækifærin sjálfur“ Atvinnulíf Hafsteinn Dan nýr lagaprófessor við HR Viðskipti innlent Ráðin nýr yfirlögfræðingur Hugverkastofunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fótboltastelpan um starfsframann: „Að sækja sér tækifærin sjálfur“ „Fyrir mann sem er skrifblindur og lesblindur er þetta ekkert auðvelt“ „Ég verð auðveldlega meyr en segi engum frá því“ Draumar rætast: „Konur þurfa ekki alltaf að vera á skrilljón“ Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ Biskupinn á hlaupum með Bubba Morthens og Sísí með Grýlunum Tvöfalt líf Ara: „Í fyrra túraði ég í sex vikur“ Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Eiginkonan kvartar undan fíflagangi á morgnana Að ná til baka tilfinningunni: Það er gaman í vinnunni Á mannamáli: „Ég er bara einhver „nobody,“ við erum ekki með nein gögn“ Góð ráð til að hvetja starfsfólk til dáða fyrir síðustu spretti ársins Að yfirstíga eitthvað rosalega vandræðalegt atvik Litlu fyrirtækin: Upplifa sjálfbærni sem aukavinnu og vesen Google leiðin: Fjögur atvinnuviðtöl yfirdrifið nóg Ný tækifæri: Til dæmis skór úr endurunnu sjávarplasti Að lifa af hræðilega þynnku í vinnunni Sjá meira
Því já, dagarnir geta verið ansi langir í vinnunni þegar okkur leiðist. Sem oft vill gerast á sumrin, þegar flestir eru í fríi en nokkrir standa enn vaktina í vinnunni þótt viðskiptavinirnir séu fáir og jafnvel engir. Því þeir eru líka í fríi. Og þegar okkur leiðist, erum við gjörn á að koma okkur ekki heldur í þau verkefni sem hafa jafnvel beðið lengi. Eins og að sortera í möppum í tölvunni eða taka til í einhverri skúffu. Nei, okkur leiðist svo mikið að við nennum engu. Ekki heldur þessu hangsi sem þó fylgir. En hvernig væri að snúa þessu við og reyna að skapa skemmtilega stemningu fyrir okkur sjálf og aðra, þannig að dagarnir verði skemmtilegri þar til líf og fjör færist á vinnustaðinn á ný? Hér eru dæmi um nokkrar hugmyndir. 1. Að skipta um vinnustöð Hvernig væri að prófa nýja vinnustöð í dag og jafnvel alla næstu daga? Jafnvel þannig að þú skapir stemningu með ykkur sem eruð á staðnum og þið færið ykkur öll til? 2. Það er leikur að læra… Er eitthvað sem þú hefur verið að velta fyrir þér um tíma að læra? Eitthvað nýtt? Eða verða betri í einhverju? Hvernig væri til dæmis að læra betur á AI Chat næstu daga? Eru fyrirtæki í þínum geira farin að nýta sér þessa gervigreind í auknum mæli? Því þeim fer fjölgandi íslenskum vinnustöðum sem eru til dæmis með áskrift af þjónustu sem gerir starfsfólkinu kleift að skrifa formlegri tölvupósta og fleira vinnutengt. Hér er um að gera að hugsa út fyrir boxið. 3. Brandara-kaffi? Í staðinn fyrir að taka kaffispjall reglulega, kaffitíma eða hádegismat með sama hætti og þú gerir allt árið um kring, hvernig væri að breyta aðeins út af vananum og gera eitthvað nýtt eða öðruvísi? Búa til einhvers konar skemmtun? Borða annars staðar? Vera með brandara-kaffispjall með vinnufélögunum? Búa til leiki? Verum hugmyndarík. 4. Að kynnast á nýjan hátt Í stórum fyrirtækjum gætum við sett okkur markmið um að kynnast nýjum vinnufélögum. Til dæmis að spjalla við einhverja sem við höfum ekki spjallað við áður og starfa á allt annarri deild. Í smærri fyrirtækjum væri líka hægt að setja sér markmið um að kynnast vinnufélögunum sem nú eru að vinna líka, á annan og nýjan hátt. Einföld leið er til dæmis að spyrja fólk hvaðan það sé ættað. Því þótt fólk hafi jafnvel alltaf átt heima á sama búsetusvæði, á það sjaldnast við um foreldra þeirra eða ömmur og afa. Það getur leitt til ótrúlega skemmtilegra samtala að fara út í smá ættfræði. Því oftar en ekki koma jafnvel í ljós einhverjar skemmtilegar tengingar…
Tengdar fréttir Að nálgast starfsmann sem líður illa, er reiður eða leiður Við eigum okkur öll okkar daga eins og sagt er. Stundum er dagsformið frábært og við í okkar besta gír. En síðan geta komið dagar sem eru okkur erfiðari. 5. júlí 2024 07:00 Betra en ekki að viðurkenna mistökin Við erum öll að leggja okkur fram við að gera ekki mistök. Svo mikið reyndar, að oftast áttum við okkur ekki einu sinni á því að við séum að gera mistök. Til dæmis að okkur yfirsjáist eitthvað í vinnunni. Gott dæmi um eitthvað sem við föttum ekki fyrr en eftir á og þá jafnvel vegna þess að einhver annar bendir á það. 28. júní 2024 07:01 Óöryggi, feimni og jafnvel einmanaleiki í nýju sumarvinnunni Nú þegar líður að lok júní eru eflaust margir sumarstarfsmenn búnir að koma sér vel fyrir á nýja vinnustaðnum, þekkja verkefnin sín og spjalla við vinnufélaga. Og þó….það er þó ekkert endilega svo sjálfgefið. 21. júní 2024 07:01 Leiðtogakulnun: Þegar yfirmaðurinn er alveg búinn á því Síðustu árin hefur samfélagið smátt og smátt lært meira um kulnun og helstu einkenni. Samhliða hefur atvinnulíf og fólk almennt orðið meðvitaðra um hvernig best er að fyrirbyggja kulnun. 13. júní 2024 07:01 Að standa upp til að gera eitthvað og muna síðan ekkert hvað það var Það þekkja allir þau móment þar sem við stöndum upp til að gera eitthvað, en munum síðan ekkert hvað við ætluðum að gera. 7. júní 2024 07:01 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Meirihluti auglýstra nýbygginga óseldur Viðskipti innlent Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Neytendur Sjálfbærnisviðið lagt niður og Erla Ósk hættir Viðskipti innlent Fljúga til Gautaborgar næsta sumar Viðskipti innlent „Fyrir mann sem er skrifblindur og lesblindur er þetta ekkert auðvelt“ Atvinnulíf Hafa ekki tekið ákvörðun um vaxtahækkun Viðskipti innlent Fótboltastelpan um starfsframann: „Að sækja sér tækifærin sjálfur“ Atvinnulíf Hafsteinn Dan nýr lagaprófessor við HR Viðskipti innlent Ráðin nýr yfirlögfræðingur Hugverkastofunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fótboltastelpan um starfsframann: „Að sækja sér tækifærin sjálfur“ „Fyrir mann sem er skrifblindur og lesblindur er þetta ekkert auðvelt“ „Ég verð auðveldlega meyr en segi engum frá því“ Draumar rætast: „Konur þurfa ekki alltaf að vera á skrilljón“ Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ Biskupinn á hlaupum með Bubba Morthens og Sísí með Grýlunum Tvöfalt líf Ara: „Í fyrra túraði ég í sex vikur“ Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Eiginkonan kvartar undan fíflagangi á morgnana Að ná til baka tilfinningunni: Það er gaman í vinnunni Á mannamáli: „Ég er bara einhver „nobody,“ við erum ekki með nein gögn“ Góð ráð til að hvetja starfsfólk til dáða fyrir síðustu spretti ársins Að yfirstíga eitthvað rosalega vandræðalegt atvik Litlu fyrirtækin: Upplifa sjálfbærni sem aukavinnu og vesen Google leiðin: Fjögur atvinnuviðtöl yfirdrifið nóg Ný tækifæri: Til dæmis skór úr endurunnu sjávarplasti Að lifa af hræðilega þynnku í vinnunni Sjá meira
Að nálgast starfsmann sem líður illa, er reiður eða leiður Við eigum okkur öll okkar daga eins og sagt er. Stundum er dagsformið frábært og við í okkar besta gír. En síðan geta komið dagar sem eru okkur erfiðari. 5. júlí 2024 07:00
Betra en ekki að viðurkenna mistökin Við erum öll að leggja okkur fram við að gera ekki mistök. Svo mikið reyndar, að oftast áttum við okkur ekki einu sinni á því að við séum að gera mistök. Til dæmis að okkur yfirsjáist eitthvað í vinnunni. Gott dæmi um eitthvað sem við föttum ekki fyrr en eftir á og þá jafnvel vegna þess að einhver annar bendir á það. 28. júní 2024 07:01
Óöryggi, feimni og jafnvel einmanaleiki í nýju sumarvinnunni Nú þegar líður að lok júní eru eflaust margir sumarstarfsmenn búnir að koma sér vel fyrir á nýja vinnustaðnum, þekkja verkefnin sín og spjalla við vinnufélaga. Og þó….það er þó ekkert endilega svo sjálfgefið. 21. júní 2024 07:01
Leiðtogakulnun: Þegar yfirmaðurinn er alveg búinn á því Síðustu árin hefur samfélagið smátt og smátt lært meira um kulnun og helstu einkenni. Samhliða hefur atvinnulíf og fólk almennt orðið meðvitaðra um hvernig best er að fyrirbyggja kulnun. 13. júní 2024 07:01
Að standa upp til að gera eitthvað og muna síðan ekkert hvað það var Það þekkja allir þau móment þar sem við stöndum upp til að gera eitthvað, en munum síðan ekkert hvað við ætluðum að gera. 7. júní 2024 07:01