Kourani þurfti undanþágu til að heita Jóhannesson Árni Sæberg skrifar 23. júlí 2024 12:07 Mohamad Thor Jóhannesson í Héraðsdómi Reykjaness þegar mál á hendur honum var þingfest. Þá hét hann Mohamad Kourani. Vísir Sakamaðurinn sem áður gegndi nafninu Mohamad Kourani hefur ákveðið að breyta um eftirnafn. Deildarstjóri hjá Þjóðskrá segir stofnunina ekki geta komið í veg fyrir að fólk skipti um nafn. Undanþáguákvæði gerir það að verkum að hann má kenna sig við Jóhannes. Margir ráku upp stór augu í gær þegar greint var frá því að Mohamad hefði skipt út Kourani-nafninu og tekið upp Thor Jóhannesson. Einhverjir hafa jafnvel velt því upp hvort það sé stæling á nafni fráfarandi forseta, Guðna Th. Jóhannessonar. Soffía Svanhildar- Felixdóttir, deildarstjóri þjónustu og skráningar hjá Þjóðskrá, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál sem varða nafnbreytingar. Almennt sé reglan sú að hver sem er geti skipt um nafn. „Hver sem er, sem er með skráð lögheimili á Íslandi, getur óskað eftir nafnbreytingu til Þjóðskrár. Þá er hvert og eitt mál alltaf skoðað og athugað hvort það falli að skilyrðum mannanafnalaga, sem okkur ber að sjálfsögðu að starfa eftir. Þarna er það lögheimilisskráningin sem skiptir máli, því að um leið og þú ert kominn með lögheimili á Íslandi, þá gilda um þig íslensk lög.“ Þannig þurfi ekki íslenskan ríkisborgararétt til að geta tekið upp íslenskt nafn. Má bara breyta einu sinni Hún segir að samkvæmt mannanafnalögum geti hver og einn óskað eftir nafnabreytingu einu sinni. Þó séu gerðar undantekningar á því ef mikið ber undir. Þó telst það ekki nafnbreyting í eiginlegum skilningi þótt fullorðinn einstaklingur leggi niður kenninafn sem hann hefur borið og taki upp annað kenninafn sem hann á rétt á í þess stað. Undanþága heimilar að kenna sig við alls óskylda Þá sé hægt að velja hvaða eiginnafn sem er, sé það á mannanafnaskrá, en kenninafn lúti strangari skilyrðum. Aðeins sé heimilt að kenna sig við föður eða móður eða taka upp ættarnafn sem heimild er fyrir. „En í þessari grein í mannanafnalögum er undanþáguákvæði sem heimilar Þjóðskrá að samþykkja kenninafnsbreytingu sem fellur ekki undir ofangreint og þar er hvert og eitt tilvik metið. Það þurfa að vera mjög sterk rök fyrir slíkri beiðni.“ Aðstæður fólks sem kalli á það geti verið alls konar og það sé engin ein skýr lína hvað það varðar. Framkvæmdin við beitingu undanþáguákvæðisins sé nokkuð ströng og háð leiðbeiningum frá dómsmálaráðuneytinu. Mál Mohamad Kourani Mannanöfn Tengdar fréttir Hefur aldrei verið í vinnu en hefur verið iðinn við afbrot Mohamad Kourani, sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og fjölda annarra brota, á enga fjölskyldu hér á landi, hefur aldrei verið í vinnu og hefur þegið opinbert fé til framfærslu. Innan við ári eftir komu til landsins hlaut hann sinn fyrsta refsidóm af þónokkrum. 15. júlí 2024 14:14 Kourani dæmdur í átta ára fangelsi Mohamad Kourani hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í OK Market í mars og fjölda annarra brota. 15. júlí 2024 11:03 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Margir ráku upp stór augu í gær þegar greint var frá því að Mohamad hefði skipt út Kourani-nafninu og tekið upp Thor Jóhannesson. Einhverjir hafa jafnvel velt því upp hvort það sé stæling á nafni fráfarandi forseta, Guðna Th. Jóhannessonar. Soffía Svanhildar- Felixdóttir, deildarstjóri þjónustu og skráningar hjá Þjóðskrá, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál sem varða nafnbreytingar. Almennt sé reglan sú að hver sem er geti skipt um nafn. „Hver sem er, sem er með skráð lögheimili á Íslandi, getur óskað eftir nafnbreytingu til Þjóðskrár. Þá er hvert og eitt mál alltaf skoðað og athugað hvort það falli að skilyrðum mannanafnalaga, sem okkur ber að sjálfsögðu að starfa eftir. Þarna er það lögheimilisskráningin sem skiptir máli, því að um leið og þú ert kominn með lögheimili á Íslandi, þá gilda um þig íslensk lög.“ Þannig þurfi ekki íslenskan ríkisborgararétt til að geta tekið upp íslenskt nafn. Má bara breyta einu sinni Hún segir að samkvæmt mannanafnalögum geti hver og einn óskað eftir nafnabreytingu einu sinni. Þó séu gerðar undantekningar á því ef mikið ber undir. Þó telst það ekki nafnbreyting í eiginlegum skilningi þótt fullorðinn einstaklingur leggi niður kenninafn sem hann hefur borið og taki upp annað kenninafn sem hann á rétt á í þess stað. Undanþága heimilar að kenna sig við alls óskylda Þá sé hægt að velja hvaða eiginnafn sem er, sé það á mannanafnaskrá, en kenninafn lúti strangari skilyrðum. Aðeins sé heimilt að kenna sig við föður eða móður eða taka upp ættarnafn sem heimild er fyrir. „En í þessari grein í mannanafnalögum er undanþáguákvæði sem heimilar Þjóðskrá að samþykkja kenninafnsbreytingu sem fellur ekki undir ofangreint og þar er hvert og eitt tilvik metið. Það þurfa að vera mjög sterk rök fyrir slíkri beiðni.“ Aðstæður fólks sem kalli á það geti verið alls konar og það sé engin ein skýr lína hvað það varðar. Framkvæmdin við beitingu undanþáguákvæðisins sé nokkuð ströng og háð leiðbeiningum frá dómsmálaráðuneytinu.
Mál Mohamad Kourani Mannanöfn Tengdar fréttir Hefur aldrei verið í vinnu en hefur verið iðinn við afbrot Mohamad Kourani, sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og fjölda annarra brota, á enga fjölskyldu hér á landi, hefur aldrei verið í vinnu og hefur þegið opinbert fé til framfærslu. Innan við ári eftir komu til landsins hlaut hann sinn fyrsta refsidóm af þónokkrum. 15. júlí 2024 14:14 Kourani dæmdur í átta ára fangelsi Mohamad Kourani hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í OK Market í mars og fjölda annarra brota. 15. júlí 2024 11:03 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Hefur aldrei verið í vinnu en hefur verið iðinn við afbrot Mohamad Kourani, sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og fjölda annarra brota, á enga fjölskyldu hér á landi, hefur aldrei verið í vinnu og hefur þegið opinbert fé til framfærslu. Innan við ári eftir komu til landsins hlaut hann sinn fyrsta refsidóm af þónokkrum. 15. júlí 2024 14:14
Kourani dæmdur í átta ára fangelsi Mohamad Kourani hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í OK Market í mars og fjölda annarra brota. 15. júlí 2024 11:03