Úr skúrnum á Ólympíuleika: „Laugin löngu farin á haugana“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2024 08:01 Guðlaug Edda Hannesdóttir Vísir/Sigurjón Guðlaug Edda Hannesdóttir er ein þeirra Íslendinga sem býr sig undir Ólympíuleikana í París sem verða settir á föstudaginn næsta. Það hefur gengi á ýmsu hjá henni. Valur Páll Eiríksson settist niður með Guðlaugu á dögunum. Það er margt sem fylgir því að vera atvinnukona í þríþraut líkt og Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur kynnst á skrautlegum ferli sínum. Hún hefur keppt í þónokkrum heimsálfum og var nú síðast á fimm vikna keppnistúr um Asíu þegar hún tryggði sér langþráð sæti á Ólympíuleikum. „Þetta var mjög skrautleg ferð. Ég held að allt sem hefði getað farið úrskeiðis, hafi farið úrskeiðis. Við lentum í því að flugferðum var aflýst, vesen á flugvöllum, óveður og fleiri flugum aflýst. Endalaust af næturflugum og miklu ferðalagi,“ „Ég er samt þakklát fyrir að hafa fengið tækifærið að fara þarna út. Þetta var einstök upplifun. Að fara út með þetta eina markmið að komast á leikana, var stressandi en samt ótrúlega gefandi. Ég er mjög glöð að þetta hafi tekist,“ segir Guðlaug Edda. Laugin úr Costco farin á haugana Covid-faraldurinn hafði sín áhrif á feril Guðlaugar enda var öllum sundlaugum landsins lokað um töluverða hríð. Þá voru góð ráð dýr fyrir keppniskonu í sundi og vakti nýstárleg lausn hennar sem greint var frá í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport á sínum tíma töluverða athygli. Guðlaug keypti plastsundlaug í Costco sem hún kom fyrir í bílskúrnum til að geta æft í lokununum vorið 2020. „Þetta var gert meira sem djók. En öllum fannst þetta alveg geggjað og mjög áhugavert. Maður reyndir að rúlla með þessu. Ég tók ekki margar æfingar þarna,“ segir Guðlaug Edda og bætir við: „Þetta var þegar maður var ekki viss hvort Ólympíuleikunum yrði frestað eða ekki og allar sundlaugar á Íslandi lokaðar. Maður gat ekki misst út mánuð af sundæfingum. Þetta var keypt sem djók en það vatt upp á sig. Sundlaugin er löngu farin á haugana, engar áhyggjur,“ „Maður leggur ýmislegt á sig. Þetta sýnir bara að ég var mjög ákveðin í þessu og sem betur fer tókst þetta,“ segir Guðlaug Edda. Viðtalið má sjá í spilaranum að neðan. Þríþraut Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Sjá meira
Það er margt sem fylgir því að vera atvinnukona í þríþraut líkt og Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur kynnst á skrautlegum ferli sínum. Hún hefur keppt í þónokkrum heimsálfum og var nú síðast á fimm vikna keppnistúr um Asíu þegar hún tryggði sér langþráð sæti á Ólympíuleikum. „Þetta var mjög skrautleg ferð. Ég held að allt sem hefði getað farið úrskeiðis, hafi farið úrskeiðis. Við lentum í því að flugferðum var aflýst, vesen á flugvöllum, óveður og fleiri flugum aflýst. Endalaust af næturflugum og miklu ferðalagi,“ „Ég er samt þakklát fyrir að hafa fengið tækifærið að fara þarna út. Þetta var einstök upplifun. Að fara út með þetta eina markmið að komast á leikana, var stressandi en samt ótrúlega gefandi. Ég er mjög glöð að þetta hafi tekist,“ segir Guðlaug Edda. Laugin úr Costco farin á haugana Covid-faraldurinn hafði sín áhrif á feril Guðlaugar enda var öllum sundlaugum landsins lokað um töluverða hríð. Þá voru góð ráð dýr fyrir keppniskonu í sundi og vakti nýstárleg lausn hennar sem greint var frá í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport á sínum tíma töluverða athygli. Guðlaug keypti plastsundlaug í Costco sem hún kom fyrir í bílskúrnum til að geta æft í lokununum vorið 2020. „Þetta var gert meira sem djók. En öllum fannst þetta alveg geggjað og mjög áhugavert. Maður reyndir að rúlla með þessu. Ég tók ekki margar æfingar þarna,“ segir Guðlaug Edda og bætir við: „Þetta var þegar maður var ekki viss hvort Ólympíuleikunum yrði frestað eða ekki og allar sundlaugar á Íslandi lokaðar. Maður gat ekki misst út mánuð af sundæfingum. Þetta var keypt sem djók en það vatt upp á sig. Sundlaugin er löngu farin á haugana, engar áhyggjur,“ „Maður leggur ýmislegt á sig. Þetta sýnir bara að ég var mjög ákveðin í þessu og sem betur fer tókst þetta,“ segir Guðlaug Edda. Viðtalið má sjá í spilaranum að neðan.
Þríþraut Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Sjá meira