Íslensk borðtennisfjölskylda í fréttirnar á EM unglinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2024 12:30 Íslenska unglingalandsliðið sem keppti á EM unglinga í Malmö. @bordtennissambandislands Íslenska unglingalandsliðið keppti á dögunum á EM unglinga í Malmö í Svíþjóð og íslensk fjölskylda vakti þar sérstaka athygli. Heimasíða evrópska borðtennissambandsins fjallaði nefnilega sérstaklega um íslensku keppendurna og þá staðreynd að íslensk borðtennisfjölskylda væri að gera góða hluti á EM unglinga. „Fjölskylda frá Ísland með fjórum bræðrum og einni systur er að gára vatnið á EM unglinga í Malmö. Öll systkinin hafa keppt og unnið leiki fyrir íslenska landsliðið á Evrópumóti unglinga,“ segir í fréttinni á vef sambandsins, ettu.org Guðbjörg Vala yngst Í fréttinni er síðan farið yfir íslensku systkinin. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir er sú yngsta í hópnum en hún er fædd 2010. Hún var að keppa í fyrsta sinn á EM. „Ég var svolítið stressuð en það var mjög gaman að keppa. Þetta var góð reynsla,“ sagði Guðbjörg Vala við ettu.org. Eirikur Logi Gunnarsson er fimm árum eldri og keppti í eldri flokki. Þetta var í annað skiptið sem hann keppir á EM. „Þetta var mjög erfitt mót en líka mjög skemmtilegt. Ég naut þess að keppa hér,“ sagði Eirikur Logi. Allir eltu mig Elsti bróðirinn er Pétur Gunnarsson en hann er fæddur árið 1995 og var því ekki keppandi á mótinu heldur þjálfari. Pétur keppti sjálfur á EM unglinga fyrir fimmtán árum en hann er núna aðstoðarþjálfari hjá íslenska liðinu. „Það hefur verið rosalega gaman að þjálfa lið sem í eru bróðir minn og systir. Ég var sá sem byrjaði að spila borðtennis á sínum tíma og hin eltu mig öll. Ég var leiðarstjarnan sem allir eltu,“ sagði Pétur léttur. Hinir tvær bræðurnir, Skúli og Gestur, voru líka mættir til Malmö til að styðja íslenska liðið. „Fjórir bræður og ein systir úr sömu fjölskyldu, öll að keppa og vinna leiki á EM unglinga. Þetta gæti verið met í sögu EM unglinga,“ segir í fréttinni sem má sjá hér. View this post on Instagram A post shared by Borðtennissamband Íslands (@bordtennissambandislands) Borðtennis Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira
Heimasíða evrópska borðtennissambandsins fjallaði nefnilega sérstaklega um íslensku keppendurna og þá staðreynd að íslensk borðtennisfjölskylda væri að gera góða hluti á EM unglinga. „Fjölskylda frá Ísland með fjórum bræðrum og einni systur er að gára vatnið á EM unglinga í Malmö. Öll systkinin hafa keppt og unnið leiki fyrir íslenska landsliðið á Evrópumóti unglinga,“ segir í fréttinni á vef sambandsins, ettu.org Guðbjörg Vala yngst Í fréttinni er síðan farið yfir íslensku systkinin. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir er sú yngsta í hópnum en hún er fædd 2010. Hún var að keppa í fyrsta sinn á EM. „Ég var svolítið stressuð en það var mjög gaman að keppa. Þetta var góð reynsla,“ sagði Guðbjörg Vala við ettu.org. Eirikur Logi Gunnarsson er fimm árum eldri og keppti í eldri flokki. Þetta var í annað skiptið sem hann keppir á EM. „Þetta var mjög erfitt mót en líka mjög skemmtilegt. Ég naut þess að keppa hér,“ sagði Eirikur Logi. Allir eltu mig Elsti bróðirinn er Pétur Gunnarsson en hann er fæddur árið 1995 og var því ekki keppandi á mótinu heldur þjálfari. Pétur keppti sjálfur á EM unglinga fyrir fimmtán árum en hann er núna aðstoðarþjálfari hjá íslenska liðinu. „Það hefur verið rosalega gaman að þjálfa lið sem í eru bróðir minn og systir. Ég var sá sem byrjaði að spila borðtennis á sínum tíma og hin eltu mig öll. Ég var leiðarstjarnan sem allir eltu,“ sagði Pétur léttur. Hinir tvær bræðurnir, Skúli og Gestur, voru líka mættir til Malmö til að styðja íslenska liðið. „Fjórir bræður og ein systir úr sömu fjölskyldu, öll að keppa og vinna leiki á EM unglinga. Þetta gæti verið met í sögu EM unglinga,“ segir í fréttinni sem má sjá hér. View this post on Instagram A post shared by Borðtennissamband Íslands (@bordtennissambandislands)
Borðtennis Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn