Útlit fyrir bíólausa Akureyri Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. júlí 2024 14:43 Húsið var byggt árið 1929. fasteignasalan byggð Bíóhús Sambíóanna við Strandgötu á Akureyri hefur verið sett á sölu. Það er því möguleiki á að bærinn verði bíólaus. Framkvæmdastjórinn hefur hins vegar trú á því að inn komi nýir eigendur sem haldi bíórekstrinum gangandi. Eignin, sem er nánar tiltekið á Strandgötu 4 í miðbæ Akureyrar, var sett á sölu í byrjun júlí. Húsið var byggt árið 1929 og í því eru tveir bíósalir sem taka tæplega 300 manns í sæti, að því er fram kemur á fasteignavef Vísis. Bíóhúsið er falt fyrir 290 milljónir. Framkvæmdastjóri Sam-félagsins, sem rekur Sambíóin er Björn Ásberg Árnason. Í samtali við fréttastofu gefur hann nokkrar ástæður fyrir sölunni. Hlutirnir hafi horft til betri vegar í bíórekstri eftir heimsfaraldur, en þá hafi verkföll hjá handritshöfundum hafi haft áhrif á myndaúrval. Sjoppan.fasteignasalan byggð „En núna finnum við fyrir því að myndaúrvalið er að koma í eðlilegra rennsli, og þá langar okkur að horfa meira inn á við, huga að umsvifum og einbeita okkur að Reykjavík,“ segir Björn Ásberg. Reksturinn hafi almennt gengið vel. „En við erum að fjarstýra því úr bænum engu að síður,“ segir Björn sem telur aðra geta farið enn betur með bíóið. „Vonandi verður bara áfram bíó“. Einhverjar þreifingar og óformlegar viðræður hafi átt sér stað við áhugasama kaupendur. „Við settum þetta á sölu í júlí þegar allir eru úti og suður þannig við bjuggumst ekki við miklum viðbrögðum fyrr en beint eftir versló,“ segir Björn. Salirnir tveir rúma 300 manns í sæti.fasteignasalan byggð Fyrir rúmum tveimur árum voru bíóhúsin tvö á Akureyri, annars vegar Sambíóhúsið og hins vegar Borgarbíó. Sögu borgarbíós lauk í mars 2022 en það var þá eitt elsta bíó landsins, stofnað af góðtemplurum á Akureyri árið 1956. Bíó og sjónvarp Fasteignamarkaður Mest lesið Smekklegasta fólk landsins skálaði í kaffi Lífið Skelltu sér úr háloftunum niður í Hörpu Lífið Ekki viss um að mamma hans hefði kosið hann Lífið Klippt út af myndinni Lífið Leyfir börnunum að sofa uppi í rúmi Lífið Þakkaði fyrir sig á íslensku Bíó og sjónvarp Sprenghlægilegur gamanleikur frumsýndur í október í Þjóðleikhúsinu Lífið samstarf Gáfu dótturinni þrjú nöfn Lífið Ein litríkasta íbúð landsins til sölu Lífið Best klæddu stjörnurnar á Emmy verðlaununum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Bein útsending: Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Bong Joon Ho verður stafrænn heiðursgestur á RIFF Ævar Þór Benediktsson hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Ráðinn markaðs- og kynningarstjóri Tónlistarmiðstöðvar Verk Arnhildar og félaga valið framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr Lyfjameðferð við meðvirkni: „Æ, ég væri bara til í að taka eina töflu“ „Mann- og listfjandsamleg þvæla“ Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Þarf ekkert að þvælast fyrir sjálfri sér „Smá eins og maður sé allsber fyrir framan alþjóð“ Forstöðumaðurinn fannst í Salnum Óður til kvenlíkamans í öllu sínu veldi Óli Egils snýr sér að Ladda eftir Bubba Snæbjörn nýr leikhússtjóri í Tjarnarbíói Sjá meira
Eignin, sem er nánar tiltekið á Strandgötu 4 í miðbæ Akureyrar, var sett á sölu í byrjun júlí. Húsið var byggt árið 1929 og í því eru tveir bíósalir sem taka tæplega 300 manns í sæti, að því er fram kemur á fasteignavef Vísis. Bíóhúsið er falt fyrir 290 milljónir. Framkvæmdastjóri Sam-félagsins, sem rekur Sambíóin er Björn Ásberg Árnason. Í samtali við fréttastofu gefur hann nokkrar ástæður fyrir sölunni. Hlutirnir hafi horft til betri vegar í bíórekstri eftir heimsfaraldur, en þá hafi verkföll hjá handritshöfundum hafi haft áhrif á myndaúrval. Sjoppan.fasteignasalan byggð „En núna finnum við fyrir því að myndaúrvalið er að koma í eðlilegra rennsli, og þá langar okkur að horfa meira inn á við, huga að umsvifum og einbeita okkur að Reykjavík,“ segir Björn Ásberg. Reksturinn hafi almennt gengið vel. „En við erum að fjarstýra því úr bænum engu að síður,“ segir Björn sem telur aðra geta farið enn betur með bíóið. „Vonandi verður bara áfram bíó“. Einhverjar þreifingar og óformlegar viðræður hafi átt sér stað við áhugasama kaupendur. „Við settum þetta á sölu í júlí þegar allir eru úti og suður þannig við bjuggumst ekki við miklum viðbrögðum fyrr en beint eftir versló,“ segir Björn. Salirnir tveir rúma 300 manns í sæti.fasteignasalan byggð Fyrir rúmum tveimur árum voru bíóhúsin tvö á Akureyri, annars vegar Sambíóhúsið og hins vegar Borgarbíó. Sögu borgarbíós lauk í mars 2022 en það var þá eitt elsta bíó landsins, stofnað af góðtemplurum á Akureyri árið 1956.
Bíó og sjónvarp Fasteignamarkaður Mest lesið Smekklegasta fólk landsins skálaði í kaffi Lífið Skelltu sér úr háloftunum niður í Hörpu Lífið Ekki viss um að mamma hans hefði kosið hann Lífið Klippt út af myndinni Lífið Leyfir börnunum að sofa uppi í rúmi Lífið Þakkaði fyrir sig á íslensku Bíó og sjónvarp Sprenghlægilegur gamanleikur frumsýndur í október í Þjóðleikhúsinu Lífið samstarf Gáfu dótturinni þrjú nöfn Lífið Ein litríkasta íbúð landsins til sölu Lífið Best klæddu stjörnurnar á Emmy verðlaununum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Bein útsending: Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Bong Joon Ho verður stafrænn heiðursgestur á RIFF Ævar Þór Benediktsson hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Ráðinn markaðs- og kynningarstjóri Tónlistarmiðstöðvar Verk Arnhildar og félaga valið framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr Lyfjameðferð við meðvirkni: „Æ, ég væri bara til í að taka eina töflu“ „Mann- og listfjandsamleg þvæla“ Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Þarf ekkert að þvælast fyrir sjálfri sér „Smá eins og maður sé allsber fyrir framan alþjóð“ Forstöðumaðurinn fannst í Salnum Óður til kvenlíkamans í öllu sínu veldi Óli Egils snýr sér að Ladda eftir Bubba Snæbjörn nýr leikhússtjóri í Tjarnarbíói Sjá meira