„Alvarlega vanfjármögnuð“ í viðhaldinu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. júlí 2024 15:07 Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar. vísir/sigurjón Forstjóri Vegagerðarinnar segir stofnunina alvarlega vanfjármagnaða þegar það kemur að viðhaldi vega. Ósamþykkt samgönguáætlun setur sömuleiðis strik í reikninginn. Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar var til viðtals á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hvorki samgönguáætlun né samgöngusáttmáli náði í gegnum þingið fyrir sumarfrí. Ljóst er að tafir verða á ýmsum vegaframkvæmdum, enda varðar áætlunin fjárfestingu fyrir rúma 900 milljarða til næstu 15 ára. Í samgönguáætlun eiga veggjöld að dekka um 40 prósent af kostnaði við uppbyggingu jarðgangnaframkvæmdir. Gjöldin eru hins vegar ósamþykkt og óútfærð. Bergþóra segir ekki farið af stað með þær framkvæmdir áður en fjármögnun liggur fyrir. „Við erum á þeim stað að við erum í ákveðinni lægð varðandi framkvæmdamagn, þó það séu mikil áform. Það er verið að undirbúa framkvæmdir fyrir mikla peninga, bæði á höfuðborgarsvæðinu og eins á landsbyggðinni,“ segir Bergþóra. Mikilvægt sé að fjármunir af veggjöldum fari í samgönguuppbyggingu, nokkuð sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi telur að ekki hafi verið reyndin með bensíngjaldið. „Við erum með samgöngukerfi sem er gríðarlega stórt og mjög stórt sem hlutfall skattgreiðenda, per kílómeter. Mun stærra en við sjáum í nokkru okkar nágrannalandi og það er engin launung á því að það vantar aukið fé inn í samgöngukerfið.“ Stöðug og jöfn fjárfesting sé því nauðsynleg. Fjallað hefur verið um að viðhaldsskuld í vegakerfinu sé orðin mikil og aukist með hverju ári, hún standi í 130 milljörðum í dag. „Þar erum við alvarlega vanfjármögnuð. Við sjáum það. Við getum horft á það þannig að þetta Grettistak, sem 21. öldin var í uppbyggingu samgönguinnviða er að koma svolítið á tíma.“ Vegagerð Samgöngur Sprengisandur Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Sjá meira
Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar var til viðtals á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hvorki samgönguáætlun né samgöngusáttmáli náði í gegnum þingið fyrir sumarfrí. Ljóst er að tafir verða á ýmsum vegaframkvæmdum, enda varðar áætlunin fjárfestingu fyrir rúma 900 milljarða til næstu 15 ára. Í samgönguáætlun eiga veggjöld að dekka um 40 prósent af kostnaði við uppbyggingu jarðgangnaframkvæmdir. Gjöldin eru hins vegar ósamþykkt og óútfærð. Bergþóra segir ekki farið af stað með þær framkvæmdir áður en fjármögnun liggur fyrir. „Við erum á þeim stað að við erum í ákveðinni lægð varðandi framkvæmdamagn, þó það séu mikil áform. Það er verið að undirbúa framkvæmdir fyrir mikla peninga, bæði á höfuðborgarsvæðinu og eins á landsbyggðinni,“ segir Bergþóra. Mikilvægt sé að fjármunir af veggjöldum fari í samgönguuppbyggingu, nokkuð sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi telur að ekki hafi verið reyndin með bensíngjaldið. „Við erum með samgöngukerfi sem er gríðarlega stórt og mjög stórt sem hlutfall skattgreiðenda, per kílómeter. Mun stærra en við sjáum í nokkru okkar nágrannalandi og það er engin launung á því að það vantar aukið fé inn í samgöngukerfið.“ Stöðug og jöfn fjárfesting sé því nauðsynleg. Fjallað hefur verið um að viðhaldsskuld í vegakerfinu sé orðin mikil og aukist með hverju ári, hún standi í 130 milljörðum í dag. „Þar erum við alvarlega vanfjármögnuð. Við sjáum það. Við getum horft á það þannig að þetta Grettistak, sem 21. öldin var í uppbyggingu samgönguinnviða er að koma svolítið á tíma.“
Vegagerð Samgöngur Sprengisandur Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Sjá meira