McIlroy segist ekki hafa ráðið við vindinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. júlí 2024 12:30 Rory McIlroy þungt hugsi. getty/Zac Goodwin Bið Rorys McIlroy eftir sigri á risamóti lengist enn en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Opna breska meistaramótinu sem nú stendur yfir. Norður-Írinn segir að vindurinn í Skotlandi hafi sett stórt strik í reikning hans. McIlroy lék illa á fyrsta keppnisdegi Opna breska og tapaði svo sex höggum á fyrstu sex holunum á öðrum keppnisdeginum. Eftir það var róðurinn þungur og svo fór að þeim norðurírska mistókst komast í gegnum niðurskurðinn. McIlroy sagði að erfiðar aðstæður á hinum konunglega Troon-velli hafi átt sinn þátt í að hann komst ekki áfram. „Ég réði ekki við vindinn undanfarna tvo daga. Ég brást ekki nógu vel við hliðarvindinum á seinni níu holunum í gær [í fyrradag] og síðan í dag komu kviður sem gerðu mér erfitt fyrir í nokkrum höggum,“ sagði McIlroy eftir að hann féll úr leik í gær. „Ég átti augljóslega verstu mögulegu byrjun í dag [í gær], að tapa sex höggum á fyrstu sex holunum. Þá var ég farinn að hugsa um hvert ég ætti að fara í frí í næstu viku. En ég spilaði síðustu tólf holurnar nokkuð vel og tapaði ekki höggi. Ég spilaði betur eftir að vindinn lægði, eða hann varð allavega viðráðanlegri. En ef þú hefur ekki spilað í svona vindi í nokkurn tíma er stundum erfitt að aðlagast.“ Sýnt er beint á frá Opna breska á Stöð 2 Sport 4. Bein útsending frá þriðja keppnisdegi hófst klukkan 09:00. Golf Opna breska Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
McIlroy lék illa á fyrsta keppnisdegi Opna breska og tapaði svo sex höggum á fyrstu sex holunum á öðrum keppnisdeginum. Eftir það var róðurinn þungur og svo fór að þeim norðurírska mistókst komast í gegnum niðurskurðinn. McIlroy sagði að erfiðar aðstæður á hinum konunglega Troon-velli hafi átt sinn þátt í að hann komst ekki áfram. „Ég réði ekki við vindinn undanfarna tvo daga. Ég brást ekki nógu vel við hliðarvindinum á seinni níu holunum í gær [í fyrradag] og síðan í dag komu kviður sem gerðu mér erfitt fyrir í nokkrum höggum,“ sagði McIlroy eftir að hann féll úr leik í gær. „Ég átti augljóslega verstu mögulegu byrjun í dag [í gær], að tapa sex höggum á fyrstu sex holunum. Þá var ég farinn að hugsa um hvert ég ætti að fara í frí í næstu viku. En ég spilaði síðustu tólf holurnar nokkuð vel og tapaði ekki höggi. Ég spilaði betur eftir að vindinn lægði, eða hann varð allavega viðráðanlegri. En ef þú hefur ekki spilað í svona vindi í nokkurn tíma er stundum erfitt að aðlagast.“ Sýnt er beint á frá Opna breska á Stöð 2 Sport 4. Bein útsending frá þriðja keppnisdegi hófst klukkan 09:00.
Golf Opna breska Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira