McIlroy segist ekki hafa ráðið við vindinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. júlí 2024 12:30 Rory McIlroy þungt hugsi. getty/Zac Goodwin Bið Rorys McIlroy eftir sigri á risamóti lengist enn en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Opna breska meistaramótinu sem nú stendur yfir. Norður-Írinn segir að vindurinn í Skotlandi hafi sett stórt strik í reikning hans. McIlroy lék illa á fyrsta keppnisdegi Opna breska og tapaði svo sex höggum á fyrstu sex holunum á öðrum keppnisdeginum. Eftir það var róðurinn þungur og svo fór að þeim norðurírska mistókst komast í gegnum niðurskurðinn. McIlroy sagði að erfiðar aðstæður á hinum konunglega Troon-velli hafi átt sinn þátt í að hann komst ekki áfram. „Ég réði ekki við vindinn undanfarna tvo daga. Ég brást ekki nógu vel við hliðarvindinum á seinni níu holunum í gær [í fyrradag] og síðan í dag komu kviður sem gerðu mér erfitt fyrir í nokkrum höggum,“ sagði McIlroy eftir að hann féll úr leik í gær. „Ég átti augljóslega verstu mögulegu byrjun í dag [í gær], að tapa sex höggum á fyrstu sex holunum. Þá var ég farinn að hugsa um hvert ég ætti að fara í frí í næstu viku. En ég spilaði síðustu tólf holurnar nokkuð vel og tapaði ekki höggi. Ég spilaði betur eftir að vindinn lægði, eða hann varð allavega viðráðanlegri. En ef þú hefur ekki spilað í svona vindi í nokkurn tíma er stundum erfitt að aðlagast.“ Sýnt er beint á frá Opna breska á Stöð 2 Sport 4. Bein útsending frá þriðja keppnisdegi hófst klukkan 09:00. Golf Opna breska Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
McIlroy lék illa á fyrsta keppnisdegi Opna breska og tapaði svo sex höggum á fyrstu sex holunum á öðrum keppnisdeginum. Eftir það var róðurinn þungur og svo fór að þeim norðurírska mistókst komast í gegnum niðurskurðinn. McIlroy sagði að erfiðar aðstæður á hinum konunglega Troon-velli hafi átt sinn þátt í að hann komst ekki áfram. „Ég réði ekki við vindinn undanfarna tvo daga. Ég brást ekki nógu vel við hliðarvindinum á seinni níu holunum í gær [í fyrradag] og síðan í dag komu kviður sem gerðu mér erfitt fyrir í nokkrum höggum,“ sagði McIlroy eftir að hann féll úr leik í gær. „Ég átti augljóslega verstu mögulegu byrjun í dag [í gær], að tapa sex höggum á fyrstu sex holunum. Þá var ég farinn að hugsa um hvert ég ætti að fara í frí í næstu viku. En ég spilaði síðustu tólf holurnar nokkuð vel og tapaði ekki höggi. Ég spilaði betur eftir að vindinn lægði, eða hann varð allavega viðráðanlegri. En ef þú hefur ekki spilað í svona vindi í nokkurn tíma er stundum erfitt að aðlagast.“ Sýnt er beint á frá Opna breska á Stöð 2 Sport 4. Bein útsending frá þriðja keppnisdegi hófst klukkan 09:00.
Golf Opna breska Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira