Auðveld ákvörðun fyrst konan var klár í slaginn Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júlí 2024 08:00 Ægir Jarl er fluttur til Köben. Vísir/Bjarni Ægir Jarl Jónasson hefur yfirgefið KR og er fluttur búferlum til Kaupmannahafnar þar sem hann bætist við Íslendinganýlendu þar í borg. Hann hefur lengi dreymt um að spila fótbolta erlendis. „Maður er búinn að stefna að þessu síðan maður var lítill krakki. Þetta er það sem mann dreymir um. Það er bara frábært að fá tækifæri til að spila fótbolta úti,“ segir Ægir Jarl um skiptin til AB sem leikur í þriðju efstu deild í Danaveldi. Íslendingatenging félagsins er rík þar sem Jóhannes Karl Guðjónsson var nýverið ráðinn þjálfari liðsins og Ágúst Eðvald Hlynsson er leikmaður þess. Þá er stefnan sett hátt hjá þessu sögufræga félagi. „Þetta er bara sterk deild, hörkudeild og risaklúbbur sem er í smá lægð. Þeir ætla upp og það er spennandi verkefni að taka þátt í einhverju svona. Að hjálpa þeim að negla sér upp um deildir er spennandi,“ segir Ægir. Ægir fer til Danmerkur frá KR í Bestu deildinni. Hann kveður með söknuði eftir fimm ár í Vesturbænum. „Auðvitað er erfitt að skilja við KR. Ég er búinn að eignast fullt frábærum vinum og þykir mjög vænt um KR. Ég þakklátur þeim fyrir tímann sem ég var hjá þeim. Það var einn titill á fyrsta árinu og ég á þeim mikið að þakka. Það verður ákveðinn söknuður þar,“ segir Ægir. Ægir flytur utan með kærustu sínu og barni og þarf í mörg horn að líta. „Þetta var spurning um fjölskylduna, ég er með konu og barn, það var spurning hvort þau væru klár í þetta líka. Það spilaði stórt hlutverk. Þegar allir voru klárir var þetta auðveld ákvörðun,“ Það voru sem sagt fundarhöld á heimilinu? „Það þurfti aðeins að sannfæra hana en hún er spennt fyrir þessu líka. Þetta verður bara frábært,“ segir Ægir sem segir meira en að segja það að flytja erlendis. „Þetta er búið að vera mikið maus og í mörg horn að líta. Það verður gott að komast út og geta einbeitt sér að verkefninu,“ segir Ægir Jarl. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Danski boltinn KR Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira
„Maður er búinn að stefna að þessu síðan maður var lítill krakki. Þetta er það sem mann dreymir um. Það er bara frábært að fá tækifæri til að spila fótbolta úti,“ segir Ægir Jarl um skiptin til AB sem leikur í þriðju efstu deild í Danaveldi. Íslendingatenging félagsins er rík þar sem Jóhannes Karl Guðjónsson var nýverið ráðinn þjálfari liðsins og Ágúst Eðvald Hlynsson er leikmaður þess. Þá er stefnan sett hátt hjá þessu sögufræga félagi. „Þetta er bara sterk deild, hörkudeild og risaklúbbur sem er í smá lægð. Þeir ætla upp og það er spennandi verkefni að taka þátt í einhverju svona. Að hjálpa þeim að negla sér upp um deildir er spennandi,“ segir Ægir. Ægir fer til Danmerkur frá KR í Bestu deildinni. Hann kveður með söknuði eftir fimm ár í Vesturbænum. „Auðvitað er erfitt að skilja við KR. Ég er búinn að eignast fullt frábærum vinum og þykir mjög vænt um KR. Ég þakklátur þeim fyrir tímann sem ég var hjá þeim. Það var einn titill á fyrsta árinu og ég á þeim mikið að þakka. Það verður ákveðinn söknuður þar,“ segir Ægir. Ægir flytur utan með kærustu sínu og barni og þarf í mörg horn að líta. „Þetta var spurning um fjölskylduna, ég er með konu og barn, það var spurning hvort þau væru klár í þetta líka. Það spilaði stórt hlutverk. Þegar allir voru klárir var þetta auðveld ákvörðun,“ Það voru sem sagt fundarhöld á heimilinu? „Það þurfti aðeins að sannfæra hana en hún er spennt fyrir þessu líka. Þetta verður bara frábært,“ segir Ægir sem segir meira en að segja það að flytja erlendis. „Þetta er búið að vera mikið maus og í mörg horn að líta. Það verður gott að komast út og geta einbeitt sér að verkefninu,“ segir Ægir Jarl. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Danski boltinn KR Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira