„Hún er bara heiðarlegur rasisti“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. júlí 2024 11:06 Bragi Páll segir Ásgerði heiðarlegan rasista. vísir Bragi Páll Sigurðsson rithöfundur fer hörðum orðum um fyrirkomulag Ásgerðar Jónu Flosadóttur formanns Fjölskylduhjálpar við matargjöf. Ásgerður gefur Íslendingum forgang í matargjöf fram yfir fólk af erlendum uppruna. Bragi segir það að vissu leyti gott að Ásgerður sé „heiðarleg í sínum rasisma“. „Það hefur verið ofboðsleg bylgja af útlendingahatri að rísa, ekki bara á Íslandi heldur um allan heim,“ segir Bragi sem ræddi málið í Bítinu. Hann tengir aukið hatur við tilkomu samfélagsmiðla sem ýti undir skautun og ali á ótta og reiði. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta er mjög merkilegt starf sem þarna er unnið. En meira eða minna allan þann tíma sem hún hefur staðið þarna í brúnni hefur hún aktívt mismunað fólki eftir uppruna. Það eru til ummæli frá henni á prenti og upptöku frá árinu 2010, þar sem hún byrjar að hreykja sér af því að taka Íslendinga fram fyrir í röðinni. Þá fóru Pólverjar í taugarnar á henni, síðan Úkraínumenn og allra þjóða einstaklingar sem henni hefur þótt vert að setja aftar en Íslendinga í röðinni,“ segir Bragi. Viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni hér að neðan. „Að vissu leyti er þetta heiðarlegt af henni. Hún er bara heiðarlegur rasisti. Hún fer ekkert í grafgötur með það að henni finnist hún eiga skilið að taka Íslendinga fram yfir erlenda ríkisborgara.“ Mögulega sé það jákvætt að rasismi Ásgerðar sé uppi á borðinu til þess að skapa umræðu, segir Bragi. Hún hafi tekið sömu rullu áður, að tveir af erlendum uppruna hafi verið dónalegir í röðinni við matarúthlutun. Fyrst hafi það verið Pólverjar, svo Úkraínumenn og nú Palestínumenn. „Hún þarf aldrei að sýna fram á neitt, þetta er alltaf bara hennar upplifun og þá má bara fara að refsa heilum þjóðernum, og í raun öllum erlendum ríkisborgurum sem þurfa að leita að þessari þjónustu. Erlendir ríkisborgarar hafa einnig kvartað yfir því að fá minna í pokana hjá henni,“ segir hann. „Lóðbeint til helvítis“ Spurður hvort það sé réttlætanlegt að kalla Ásgerði rasista segir Bragi: „Þú þarft bara að fletta upp orðabókaskilgreiningunni á því hvað rasismi er. Í öllum mannréttindasáttmálum er þetta mjög skýrt. Það að mismuna fólki, vegna uppruna, þjóðerni, litarhætti eða trúarbrögðum er bara rasismi. Það að fara í miklar orðalengingar um það hvað henni finnist hún vera, þegar skilgreiningin er uppi á borðinu, skiptir bara engu máli. Það vill enginn skilgreina sig sem eitthvað neikvætt.“ Bragi segir umræðu um útlendingamál vera að stefna „lóðbeint til helvítis“. „Það er mjög dapurlegt að fylgjast með uppgangi öfgaafla um allan heim. Við erum að sjá mjög svipaðan trommutakt og var fyrir seinni heimsstyrjöld þar sem stjórnmálamenn eru að selja ótta til að kaupa sér atkvæði.“ Misskiptingin stóra vandamálið Hann segir allar nýlegar kosningar um hinn vestræna heim hafa snúist að miklu leyti um útlendingamál. „Sem er mjög dapurlegt, vegna þess að stóru málin eru misskiptingin. Bilið á milli fátækra og ríkra er að aukast, það eru að verða til ýktari stéttaskipting þar sem auðurinn er að safnast á færri og færri hendur. Stjórnmálamenn eru að ýta undir þetta en segja: „ríka fólkið er ekki vandamálið, heldur þetta fátæka, brúna fólk sem er flytja hingað inn, það er að fara að taka af þér aurinn.“. Það er mikill misskilingur, misskiptingin er vandamálið.“ Bragi hefur sjálfur lagt sig fram við að vera Palestínumönnum innan handar og ferðast um landið með vinum frá Palestínu. „Ég var í Atlavík með vinum mínum frá Palestínu, Gasa. Þau upplifa Íslendinga sem ofboðslega elskulegt og kærleiksríkt fólk. Sem við erum. Við erum gestrisin og við viljum ekki horfa upp á þjáningu, frekar en nokkur annar. Þau eru bara mjög ástfangin af Íslandi og íslensku þjóðinni.“ Hælisleitendur Innflytjendamál Félagsmál Kynþáttafordómar Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
„Það hefur verið ofboðsleg bylgja af útlendingahatri að rísa, ekki bara á Íslandi heldur um allan heim,“ segir Bragi sem ræddi málið í Bítinu. Hann tengir aukið hatur við tilkomu samfélagsmiðla sem ýti undir skautun og ali á ótta og reiði. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta er mjög merkilegt starf sem þarna er unnið. En meira eða minna allan þann tíma sem hún hefur staðið þarna í brúnni hefur hún aktívt mismunað fólki eftir uppruna. Það eru til ummæli frá henni á prenti og upptöku frá árinu 2010, þar sem hún byrjar að hreykja sér af því að taka Íslendinga fram fyrir í röðinni. Þá fóru Pólverjar í taugarnar á henni, síðan Úkraínumenn og allra þjóða einstaklingar sem henni hefur þótt vert að setja aftar en Íslendinga í röðinni,“ segir Bragi. Viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni hér að neðan. „Að vissu leyti er þetta heiðarlegt af henni. Hún er bara heiðarlegur rasisti. Hún fer ekkert í grafgötur með það að henni finnist hún eiga skilið að taka Íslendinga fram yfir erlenda ríkisborgara.“ Mögulega sé það jákvætt að rasismi Ásgerðar sé uppi á borðinu til þess að skapa umræðu, segir Bragi. Hún hafi tekið sömu rullu áður, að tveir af erlendum uppruna hafi verið dónalegir í röðinni við matarúthlutun. Fyrst hafi það verið Pólverjar, svo Úkraínumenn og nú Palestínumenn. „Hún þarf aldrei að sýna fram á neitt, þetta er alltaf bara hennar upplifun og þá má bara fara að refsa heilum þjóðernum, og í raun öllum erlendum ríkisborgurum sem þurfa að leita að þessari þjónustu. Erlendir ríkisborgarar hafa einnig kvartað yfir því að fá minna í pokana hjá henni,“ segir hann. „Lóðbeint til helvítis“ Spurður hvort það sé réttlætanlegt að kalla Ásgerði rasista segir Bragi: „Þú þarft bara að fletta upp orðabókaskilgreiningunni á því hvað rasismi er. Í öllum mannréttindasáttmálum er þetta mjög skýrt. Það að mismuna fólki, vegna uppruna, þjóðerni, litarhætti eða trúarbrögðum er bara rasismi. Það að fara í miklar orðalengingar um það hvað henni finnist hún vera, þegar skilgreiningin er uppi á borðinu, skiptir bara engu máli. Það vill enginn skilgreina sig sem eitthvað neikvætt.“ Bragi segir umræðu um útlendingamál vera að stefna „lóðbeint til helvítis“. „Það er mjög dapurlegt að fylgjast með uppgangi öfgaafla um allan heim. Við erum að sjá mjög svipaðan trommutakt og var fyrir seinni heimsstyrjöld þar sem stjórnmálamenn eru að selja ótta til að kaupa sér atkvæði.“ Misskiptingin stóra vandamálið Hann segir allar nýlegar kosningar um hinn vestræna heim hafa snúist að miklu leyti um útlendingamál. „Sem er mjög dapurlegt, vegna þess að stóru málin eru misskiptingin. Bilið á milli fátækra og ríkra er að aukast, það eru að verða til ýktari stéttaskipting þar sem auðurinn er að safnast á færri og færri hendur. Stjórnmálamenn eru að ýta undir þetta en segja: „ríka fólkið er ekki vandamálið, heldur þetta fátæka, brúna fólk sem er flytja hingað inn, það er að fara að taka af þér aurinn.“. Það er mikill misskilingur, misskiptingin er vandamálið.“ Bragi hefur sjálfur lagt sig fram við að vera Palestínumönnum innan handar og ferðast um landið með vinum frá Palestínu. „Ég var í Atlavík með vinum mínum frá Palestínu, Gasa. Þau upplifa Íslendinga sem ofboðslega elskulegt og kærleiksríkt fólk. Sem við erum. Við erum gestrisin og við viljum ekki horfa upp á þjáningu, frekar en nokkur annar. Þau eru bara mjög ástfangin af Íslandi og íslensku þjóðinni.“
Hælisleitendur Innflytjendamál Félagsmál Kynþáttafordómar Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira