„Hún er bara heiðarlegur rasisti“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. júlí 2024 11:06 Bragi Páll segir Ásgerði heiðarlegan rasista. vísir Bragi Páll Sigurðsson rithöfundur fer hörðum orðum um fyrirkomulag Ásgerðar Jónu Flosadóttur formanns Fjölskylduhjálpar við matargjöf. Ásgerður gefur Íslendingum forgang í matargjöf fram yfir fólk af erlendum uppruna. Bragi segir það að vissu leyti gott að Ásgerður sé „heiðarleg í sínum rasisma“. „Það hefur verið ofboðsleg bylgja af útlendingahatri að rísa, ekki bara á Íslandi heldur um allan heim,“ segir Bragi sem ræddi málið í Bítinu. Hann tengir aukið hatur við tilkomu samfélagsmiðla sem ýti undir skautun og ali á ótta og reiði. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta er mjög merkilegt starf sem þarna er unnið. En meira eða minna allan þann tíma sem hún hefur staðið þarna í brúnni hefur hún aktívt mismunað fólki eftir uppruna. Það eru til ummæli frá henni á prenti og upptöku frá árinu 2010, þar sem hún byrjar að hreykja sér af því að taka Íslendinga fram fyrir í röðinni. Þá fóru Pólverjar í taugarnar á henni, síðan Úkraínumenn og allra þjóða einstaklingar sem henni hefur þótt vert að setja aftar en Íslendinga í röðinni,“ segir Bragi. Viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni hér að neðan. „Að vissu leyti er þetta heiðarlegt af henni. Hún er bara heiðarlegur rasisti. Hún fer ekkert í grafgötur með það að henni finnist hún eiga skilið að taka Íslendinga fram yfir erlenda ríkisborgara.“ Mögulega sé það jákvætt að rasismi Ásgerðar sé uppi á borðinu til þess að skapa umræðu, segir Bragi. Hún hafi tekið sömu rullu áður, að tveir af erlendum uppruna hafi verið dónalegir í röðinni við matarúthlutun. Fyrst hafi það verið Pólverjar, svo Úkraínumenn og nú Palestínumenn. „Hún þarf aldrei að sýna fram á neitt, þetta er alltaf bara hennar upplifun og þá má bara fara að refsa heilum þjóðernum, og í raun öllum erlendum ríkisborgurum sem þurfa að leita að þessari þjónustu. Erlendir ríkisborgarar hafa einnig kvartað yfir því að fá minna í pokana hjá henni,“ segir hann. „Lóðbeint til helvítis“ Spurður hvort það sé réttlætanlegt að kalla Ásgerði rasista segir Bragi: „Þú þarft bara að fletta upp orðabókaskilgreiningunni á því hvað rasismi er. Í öllum mannréttindasáttmálum er þetta mjög skýrt. Það að mismuna fólki, vegna uppruna, þjóðerni, litarhætti eða trúarbrögðum er bara rasismi. Það að fara í miklar orðalengingar um það hvað henni finnist hún vera, þegar skilgreiningin er uppi á borðinu, skiptir bara engu máli. Það vill enginn skilgreina sig sem eitthvað neikvætt.“ Bragi segir umræðu um útlendingamál vera að stefna „lóðbeint til helvítis“. „Það er mjög dapurlegt að fylgjast með uppgangi öfgaafla um allan heim. Við erum að sjá mjög svipaðan trommutakt og var fyrir seinni heimsstyrjöld þar sem stjórnmálamenn eru að selja ótta til að kaupa sér atkvæði.“ Misskiptingin stóra vandamálið Hann segir allar nýlegar kosningar um hinn vestræna heim hafa snúist að miklu leyti um útlendingamál. „Sem er mjög dapurlegt, vegna þess að stóru málin eru misskiptingin. Bilið á milli fátækra og ríkra er að aukast, það eru að verða til ýktari stéttaskipting þar sem auðurinn er að safnast á færri og færri hendur. Stjórnmálamenn eru að ýta undir þetta en segja: „ríka fólkið er ekki vandamálið, heldur þetta fátæka, brúna fólk sem er flytja hingað inn, það er að fara að taka af þér aurinn.“. Það er mikill misskilingur, misskiptingin er vandamálið.“ Bragi hefur sjálfur lagt sig fram við að vera Palestínumönnum innan handar og ferðast um landið með vinum frá Palestínu. „Ég var í Atlavík með vinum mínum frá Palestínu, Gasa. Þau upplifa Íslendinga sem ofboðslega elskulegt og kærleiksríkt fólk. Sem við erum. Við erum gestrisin og við viljum ekki horfa upp á þjáningu, frekar en nokkur annar. Þau eru bara mjög ástfangin af Íslandi og íslensku þjóðinni.“ Hælisleitendur Innflytjendamál Félagsmál Kynþáttafordómar Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
„Það hefur verið ofboðsleg bylgja af útlendingahatri að rísa, ekki bara á Íslandi heldur um allan heim,“ segir Bragi sem ræddi málið í Bítinu. Hann tengir aukið hatur við tilkomu samfélagsmiðla sem ýti undir skautun og ali á ótta og reiði. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta er mjög merkilegt starf sem þarna er unnið. En meira eða minna allan þann tíma sem hún hefur staðið þarna í brúnni hefur hún aktívt mismunað fólki eftir uppruna. Það eru til ummæli frá henni á prenti og upptöku frá árinu 2010, þar sem hún byrjar að hreykja sér af því að taka Íslendinga fram fyrir í röðinni. Þá fóru Pólverjar í taugarnar á henni, síðan Úkraínumenn og allra þjóða einstaklingar sem henni hefur þótt vert að setja aftar en Íslendinga í röðinni,“ segir Bragi. Viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni hér að neðan. „Að vissu leyti er þetta heiðarlegt af henni. Hún er bara heiðarlegur rasisti. Hún fer ekkert í grafgötur með það að henni finnist hún eiga skilið að taka Íslendinga fram yfir erlenda ríkisborgara.“ Mögulega sé það jákvætt að rasismi Ásgerðar sé uppi á borðinu til þess að skapa umræðu, segir Bragi. Hún hafi tekið sömu rullu áður, að tveir af erlendum uppruna hafi verið dónalegir í röðinni við matarúthlutun. Fyrst hafi það verið Pólverjar, svo Úkraínumenn og nú Palestínumenn. „Hún þarf aldrei að sýna fram á neitt, þetta er alltaf bara hennar upplifun og þá má bara fara að refsa heilum þjóðernum, og í raun öllum erlendum ríkisborgurum sem þurfa að leita að þessari þjónustu. Erlendir ríkisborgarar hafa einnig kvartað yfir því að fá minna í pokana hjá henni,“ segir hann. „Lóðbeint til helvítis“ Spurður hvort það sé réttlætanlegt að kalla Ásgerði rasista segir Bragi: „Þú þarft bara að fletta upp orðabókaskilgreiningunni á því hvað rasismi er. Í öllum mannréttindasáttmálum er þetta mjög skýrt. Það að mismuna fólki, vegna uppruna, þjóðerni, litarhætti eða trúarbrögðum er bara rasismi. Það að fara í miklar orðalengingar um það hvað henni finnist hún vera, þegar skilgreiningin er uppi á borðinu, skiptir bara engu máli. Það vill enginn skilgreina sig sem eitthvað neikvætt.“ Bragi segir umræðu um útlendingamál vera að stefna „lóðbeint til helvítis“. „Það er mjög dapurlegt að fylgjast með uppgangi öfgaafla um allan heim. Við erum að sjá mjög svipaðan trommutakt og var fyrir seinni heimsstyrjöld þar sem stjórnmálamenn eru að selja ótta til að kaupa sér atkvæði.“ Misskiptingin stóra vandamálið Hann segir allar nýlegar kosningar um hinn vestræna heim hafa snúist að miklu leyti um útlendingamál. „Sem er mjög dapurlegt, vegna þess að stóru málin eru misskiptingin. Bilið á milli fátækra og ríkra er að aukast, það eru að verða til ýktari stéttaskipting þar sem auðurinn er að safnast á færri og færri hendur. Stjórnmálamenn eru að ýta undir þetta en segja: „ríka fólkið er ekki vandamálið, heldur þetta fátæka, brúna fólk sem er flytja hingað inn, það er að fara að taka af þér aurinn.“. Það er mikill misskilingur, misskiptingin er vandamálið.“ Bragi hefur sjálfur lagt sig fram við að vera Palestínumönnum innan handar og ferðast um landið með vinum frá Palestínu. „Ég var í Atlavík með vinum mínum frá Palestínu, Gasa. Þau upplifa Íslendinga sem ofboðslega elskulegt og kærleiksríkt fólk. Sem við erum. Við erum gestrisin og við viljum ekki horfa upp á þjáningu, frekar en nokkur annar. Þau eru bara mjög ástfangin af Íslandi og íslensku þjóðinni.“
Hælisleitendur Innflytjendamál Félagsmál Kynþáttafordómar Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira