Jæja næstu 50 mínútur fara í að eyða líflátshótunum og ógeðslegum kommentum á Facebook/Instagram/Twitter síðum Víkings.
— Hörður (@horduragustsson) July 16, 2024
Allt frá aðilum sem voru að veðja á leikinn. Djöfull er þetta lasið.
Þar vísar hann til þess að ósáttir menn, sem höfðu veðjað á leikinn, væru allt annað en sáttir með Nikolaj Hansen sem misnotaði vítaspyrnu í uppbótartímanum í gærkvöldi. Vítaklúðrið þýddi að heimamenn í Shamrock Rovers unnu leikinn 2-1 og fóru áfram í næstu umferð.
Ef Hansen hefði skorað hefði leikurinn farið 2-2 og mögulega einhverjir sett pening á jafntefli, að skoruð yrði fleiri en 3,5 mörk í leiknum eða hvað sem hægt er að veðja á.
„Allt frá aðilum sem voru að veðja á leikinn. Djöfull er þetta lasið,“ segir Hörður á X-inu.
„Þetta er svona sama hvernig leikir fara. Ekkert hægt að gera nema eyða mörgum klukkutímum á viku í þetta til að gerpi sem hóta ofbeldi/morði fái ekki að koma nálægt einhverju sem snýst ekkert um íþróttina sem þessi fífl eru að veðja á.“
Þetta er btw svona sama hvernig leikir fara. Ekkert hægt að gera nema eyða mörgum klukkutímum á viku í þetta til að gerpi sem hóta ofbeldi/morði fái ekki að koma nálægt einhverju sem snýst ekkert um íþróttina sem þessi fífl eru að veðja á.
— Hörður (@horduragustsson) July 16, 2024
Heimamenn komust í 2-0 í fyrri hálfleiknum í gærkvöldi með tveimur mörkum frá sóknarmanninum Johnny Kenny. Daninn Nikolaj Hansen minnkaði muninn í 2-1 með fínum skalla í síðari hálfleiknum og fékk síðan tækifæri til að jafna leikinn og knýja fram framlengingu. En skaut í stöng eins og sjá má hér að neðan.