Fer frá Barcelona til Chelsea Valur Páll Eiríksson skrifar 17. júlí 2024 12:30 Lucy Bronze er gengin í raðir Chelsea. Mynd/Chelsea Stórstjarnan Lucy Bronze hefur samið við Englandsmeistara Chelsea. Hún kemur til liðsins frá Barcelona á Spáni. Hin 32 ára gamla Bronze semur við Chelsea til tveggja ára en hún kemur frítt til félagsins í kjölfar þess að samningur hennar í Katalóníu rann út. Hún hefur verið lykilleikmaður hjá Börsungum og enska landsliðinu undanfarin ár og talin á meðal betra leikmanna heims. Hún vann EM með Englandi árið 2022 og fagnar því að koma aftur til heimalandsins eftir að hafa verið á Spáni í rúm tvö ár. Bronze hefur komið víða við á ferlinum. Hún er uppalin hjá Sunderland en lék með bæði Liverpool og Everton í Bítlaborginni. Hún fór frá Liverpool til Manchester City, þaðan til Lyon í Frakkalandi, aftur til City og þaðan til Barcelona. You better believe it: Lucy Bronze is a Blue. pic.twitter.com/LKguK6gV30— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) July 17, 2024 Chelsea er því fimmta enska félagið sem þessi margreyndi leikmaður spilar fyrir. Bronze hefur unnið enska meistaratitilinn í þrígang, tvisvar með Liverpool og einu sinni með Manchester City. Hún vann franska meistaratitilinn og Meistaradeild Evrópu þrisvar á þremur árum með Lyon og þá fagnaði hún spænskum meistaratitli og sigri í Meistaradeildinni bæði ár sín hjá Barcelona. Hún gengur í raðir Chelsea-liðs sem hefur unnið enska meistaratitilinn fimm ár í röð. Liðið situr hins vegar á tímamótum eftir brotthvarf þjálfarans Emmu Hayes sem tók við bandaríska landsliðinu eftir 13 ár við stjórnvölin. Franska goðsögnin Sonia Bompastor tók við þjálfun liðsins af Hayes og hefur verið dugleg á markaðnum. Tvær löndur hennar Oriane Jean-François og Sandy Baltimore komu frá Paris Saint-Germain og hin spænska Júlia Bartel frá Bacrcelona. Bronze fer nú sömu leið og Bartel og vonast til að bæta enn frekar í titlasafnið með Lundúnafélaginu. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Hin 32 ára gamla Bronze semur við Chelsea til tveggja ára en hún kemur frítt til félagsins í kjölfar þess að samningur hennar í Katalóníu rann út. Hún hefur verið lykilleikmaður hjá Börsungum og enska landsliðinu undanfarin ár og talin á meðal betra leikmanna heims. Hún vann EM með Englandi árið 2022 og fagnar því að koma aftur til heimalandsins eftir að hafa verið á Spáni í rúm tvö ár. Bronze hefur komið víða við á ferlinum. Hún er uppalin hjá Sunderland en lék með bæði Liverpool og Everton í Bítlaborginni. Hún fór frá Liverpool til Manchester City, þaðan til Lyon í Frakkalandi, aftur til City og þaðan til Barcelona. You better believe it: Lucy Bronze is a Blue. pic.twitter.com/LKguK6gV30— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) July 17, 2024 Chelsea er því fimmta enska félagið sem þessi margreyndi leikmaður spilar fyrir. Bronze hefur unnið enska meistaratitilinn í þrígang, tvisvar með Liverpool og einu sinni með Manchester City. Hún vann franska meistaratitilinn og Meistaradeild Evrópu þrisvar á þremur árum með Lyon og þá fagnaði hún spænskum meistaratitli og sigri í Meistaradeildinni bæði ár sín hjá Barcelona. Hún gengur í raðir Chelsea-liðs sem hefur unnið enska meistaratitilinn fimm ár í röð. Liðið situr hins vegar á tímamótum eftir brotthvarf þjálfarans Emmu Hayes sem tók við bandaríska landsliðinu eftir 13 ár við stjórnvölin. Franska goðsögnin Sonia Bompastor tók við þjálfun liðsins af Hayes og hefur verið dugleg á markaðnum. Tvær löndur hennar Oriane Jean-François og Sandy Baltimore komu frá Paris Saint-Germain og hin spænska Júlia Bartel frá Bacrcelona. Bronze fer nú sömu leið og Bartel og vonast til að bæta enn frekar í titlasafnið með Lundúnafélaginu.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira