„Náði að pota honum með löngu leggjunum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. júlí 2024 19:17 Sveindís Jane á ferðinni. Vísir/Diego Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði eina markið í 1-0 sigri Íslands gegn Póllandi í undankeppni EM í dag. Ísland var búið að tryggja sér sæti á EM fyrir leikinn í dag. „Auðvitað er gaman að vinna en mér fannst við geta gert betur. Sigur er sigur en við þurfum að skoða leikinn og bæta það sem þarf að bæta. Sex stig úr þessum leikjum er frábært,“ sagði Sveindís Jane í viðtali við RÚV beint eftir leik. Eins og áður segir skoraði Sveindís Jane eina mark leiksins í dag þar hún vann boltann af varnarmanni Póllands, brunaði upp völlinn og skoraði örugglega með góðu skoti. „Ég sá hún að hún var hæg á boltann og ég náði að pota honum með löngu leggjunum. Eina í stöðunni var bara að slútta. Það kemur ein þarna hratt á móti mér þannig að ég gat sett hana til hliðar, svo tók ég hann í nærhornið,“ sagði Sveindís um markið í dag. Vá! Sveindís Jane hreinlega valtaði yfir pólsku vörnina ein síns liðs. Óstöðvandi 🇮🇸💣 pic.twitter.com/wjXZlJHrsy— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 16, 2024 Ísland lýkur keppni í riðlinum með 13 stig, tveimur stigum á eftir Þýskalandi sem vinnur riðilinn með 15 stig. Tvö efstu lið riðilsins fara beint á EM næsta sumar en Ísland tryggði sér annað sætið með sigri á Þýskalandi á mánudag. Sveindís er ánægð með frammistöðu Íslands í riðlinum. „Mjög gott hjá okkur, að tapa einum leik. Þetta er fínasti riðill og Pólland flottar. Þær eru neðstar með níu stig en voru inni í öllum leikjum og hörkugóðar. Annað sætið, besta annað sætið í öllum riðlum. Við erum með Þýskalandi í riðli þannig að ég er mjög sátt.“ Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
„Auðvitað er gaman að vinna en mér fannst við geta gert betur. Sigur er sigur en við þurfum að skoða leikinn og bæta það sem þarf að bæta. Sex stig úr þessum leikjum er frábært,“ sagði Sveindís Jane í viðtali við RÚV beint eftir leik. Eins og áður segir skoraði Sveindís Jane eina mark leiksins í dag þar hún vann boltann af varnarmanni Póllands, brunaði upp völlinn og skoraði örugglega með góðu skoti. „Ég sá hún að hún var hæg á boltann og ég náði að pota honum með löngu leggjunum. Eina í stöðunni var bara að slútta. Það kemur ein þarna hratt á móti mér þannig að ég gat sett hana til hliðar, svo tók ég hann í nærhornið,“ sagði Sveindís um markið í dag. Vá! Sveindís Jane hreinlega valtaði yfir pólsku vörnina ein síns liðs. Óstöðvandi 🇮🇸💣 pic.twitter.com/wjXZlJHrsy— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 16, 2024 Ísland lýkur keppni í riðlinum með 13 stig, tveimur stigum á eftir Þýskalandi sem vinnur riðilinn með 15 stig. Tvö efstu lið riðilsins fara beint á EM næsta sumar en Ísland tryggði sér annað sætið með sigri á Þýskalandi á mánudag. Sveindís er ánægð með frammistöðu Íslands í riðlinum. „Mjög gott hjá okkur, að tapa einum leik. Þetta er fínasti riðill og Pólland flottar. Þær eru neðstar með níu stig en voru inni í öllum leikjum og hörkugóðar. Annað sætið, besta annað sætið í öllum riðlum. Við erum með Þýskalandi í riðli þannig að ég er mjög sátt.“
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira