Fótbolti

Byrjunar­lið Ís­lands: Fjórar breytingar frá sigrinum mikil­væga

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er nú þegar búið að tryggja sér þátttökurétt á EM 2025.
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er nú þegar búið að tryggja sér þátttökurétt á EM 2025. Vísir/Anton Brink

Þorsteinn Halldórsson hefur valið þá ellefu leikmenn sem munu hefja leik er íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir því pólska ytra í lokaleik sínum í undankeppni EM 2025.

Íslensku stelpurnar unnu frækinn 3-0 sigur gegn Þjóðverjum á Laugardalsvelli síðastliðinn föstudag. Sigurinn tryggði íslenska liðinu sæti á EM í Sviss á næsta ári.

Þorsteinn gerir fjórar breytingar á byrjunarliði Íslands frá sigrinum gegn Þjóðverjum. Þær Guðrún Arnardóttir, Selma Sól Magnúsdóttir, Hlín Eiríksdóttir og Emilía Kiær Ásgeirsdóttir koma allar inn í liðið, en þetta verður fyrsti byrjunarliðsleikur Emilíu fyrir íslenska landsliðið.

Þær Sandra María Jessen, Diljá Ýr Zomers, Natasha Moraa Anasi og Hildur Antonsdóttir fá sér hins vegar sæti á bekknum.

Byrjunarlið Íslands:

Fanney Inga Birkisdóttir (m)

Guðrún Arnardóttir

Glódís Perla Viggósdóttir (f)

Ingibjörg Sigurðardóttir

Guðný Árnadóttir

Selma Sól Magnúsdóttir

Alexandra Jóhannsdóttir

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir

Hlín Eiríksdóttir

Sveindís Jane Jónsdóttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×