Southgate hefur sagt upp störfum Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. júlí 2024 10:07 Gareth Southgate stýrði enska landsliðinu frá 2016. Richard Sellers/Getty Images Tveimur dögum eftir að hafa tapað úrslitaleik Evrópumótsins í annað sinn hefur Gareth Southgate sagt upp störfum sem landsliðsþjálfari Englands í fótbolta. Southgate tók við enska landsliðinu haustið 2016 af Sam Allardyce sem var ráðinn til tveggja ára eftir að Roy Hodgson var látinn fara fyrr um sumarið þegar England féll úr leik í 16-liða úrslitum EM gegn Íslandi. Stóri Sam sagði hins vegar af sér eftir aðeins 67 daga í starfi og Southgate var kallaður til eftir að hafa náð góðum árangri með u21 árs landsliðið. HM 2018 í Rússlandi var fyrsta stórmót Englendinga undir hans stjórn, þar fór liðið alla leið í undanúrslit og vann loks vítaspyrnukeppni (í 16-liða úrslitum gegn Kólumbíu) eftir að hafa fallið úr leik eftir vítaspyrnukeppni á þremur heimsmeistaramótum í röð. Á síðustu tveimur Evrópumótum hefur England farið alla leið í úrslit en tapað í bæði skipti. Á heimavelli 2020/21 gegn Ítalíu og nú síðasta sunnudag gegn Spáni. Southgate fór fáum orðum um framtíðina eftir tapið á sunnudag og sagðist bara þurfa að eiga samræður við sitt fólk áður en ákvörðun yrði tekin. Ákvörðunin var svo tilkynnt af enska knattspyrnusambandinu rétt í þessu og Southgate skrifaði kveðju til stuðningsmanna. After 102 games and almost eight years in charge, Gareth Southgate has announced he is to leave his role as manager of the #ThreeLions.— England (@England) July 16, 2024 „Sem stoltur Englendingur hefur það verið minn mesti heiður að spila fyrir og þjálfa enska landsliðið. Þetta hefur þýtt mikið fyrir mig og ég hef lagt mig allan fram. En nú er kominn tími á breytingar, nýjan kafla… Ég er og verð alltaf aðdáandi enska landsliðsins. Ég hlakka til að horfa og fagna því þegar liðið heldur áfram að skapa minningar fyrir þjóðina, tengja hana tilfinningaböndum og veita henni innblástur – eins og við vitum að það getur. Takk England, fyrir allt saman,“ var meðal þess sem Southgate skrifaði í kveðjunni. Fréttin hefur verið uppfærð. EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir „Vildum vinna þetta fyrir hann“ Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega niðurlútur eftir að liðinu mistókst að vinna sinn fyrsta Evrópumeistaratitil í sögunni er liðið tapaði 2-1 gegn Spánverjum í úrslitum EM í kvöld. 14. júlí 2024 22:30 Bellingham pirraður út í Southgate: „Breyttu einhverju, gerðu eitthvað“ Jude Bellingham ku hafa reiðst út í Gareth Southgate í úrslitaleik EM gegn Spáni. Hann vildi að landsliðsþjálfarinn gerði breytingar á liðinu í seinni hálfleik. 16. júlí 2024 07:30 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Fleiri fréttir Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sjá meira
Southgate tók við enska landsliðinu haustið 2016 af Sam Allardyce sem var ráðinn til tveggja ára eftir að Roy Hodgson var látinn fara fyrr um sumarið þegar England féll úr leik í 16-liða úrslitum EM gegn Íslandi. Stóri Sam sagði hins vegar af sér eftir aðeins 67 daga í starfi og Southgate var kallaður til eftir að hafa náð góðum árangri með u21 árs landsliðið. HM 2018 í Rússlandi var fyrsta stórmót Englendinga undir hans stjórn, þar fór liðið alla leið í undanúrslit og vann loks vítaspyrnukeppni (í 16-liða úrslitum gegn Kólumbíu) eftir að hafa fallið úr leik eftir vítaspyrnukeppni á þremur heimsmeistaramótum í röð. Á síðustu tveimur Evrópumótum hefur England farið alla leið í úrslit en tapað í bæði skipti. Á heimavelli 2020/21 gegn Ítalíu og nú síðasta sunnudag gegn Spáni. Southgate fór fáum orðum um framtíðina eftir tapið á sunnudag og sagðist bara þurfa að eiga samræður við sitt fólk áður en ákvörðun yrði tekin. Ákvörðunin var svo tilkynnt af enska knattspyrnusambandinu rétt í þessu og Southgate skrifaði kveðju til stuðningsmanna. After 102 games and almost eight years in charge, Gareth Southgate has announced he is to leave his role as manager of the #ThreeLions.— England (@England) July 16, 2024 „Sem stoltur Englendingur hefur það verið minn mesti heiður að spila fyrir og þjálfa enska landsliðið. Þetta hefur þýtt mikið fyrir mig og ég hef lagt mig allan fram. En nú er kominn tími á breytingar, nýjan kafla… Ég er og verð alltaf aðdáandi enska landsliðsins. Ég hlakka til að horfa og fagna því þegar liðið heldur áfram að skapa minningar fyrir þjóðina, tengja hana tilfinningaböndum og veita henni innblástur – eins og við vitum að það getur. Takk England, fyrir allt saman,“ var meðal þess sem Southgate skrifaði í kveðjunni. Fréttin hefur verið uppfærð.
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir „Vildum vinna þetta fyrir hann“ Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega niðurlútur eftir að liðinu mistókst að vinna sinn fyrsta Evrópumeistaratitil í sögunni er liðið tapaði 2-1 gegn Spánverjum í úrslitum EM í kvöld. 14. júlí 2024 22:30 Bellingham pirraður út í Southgate: „Breyttu einhverju, gerðu eitthvað“ Jude Bellingham ku hafa reiðst út í Gareth Southgate í úrslitaleik EM gegn Spáni. Hann vildi að landsliðsþjálfarinn gerði breytingar á liðinu í seinni hálfleik. 16. júlí 2024 07:30 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Fleiri fréttir Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sjá meira
„Vildum vinna þetta fyrir hann“ Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega niðurlútur eftir að liðinu mistókst að vinna sinn fyrsta Evrópumeistaratitil í sögunni er liðið tapaði 2-1 gegn Spánverjum í úrslitum EM í kvöld. 14. júlí 2024 22:30
Bellingham pirraður út í Southgate: „Breyttu einhverju, gerðu eitthvað“ Jude Bellingham ku hafa reiðst út í Gareth Southgate í úrslitaleik EM gegn Spáni. Hann vildi að landsliðsþjálfarinn gerði breytingar á liðinu í seinni hálfleik. 16. júlí 2024 07:30
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn