Maguire er þekktastur fyrir leik sinn í Spiderman-bíómyndnum, Babylon, Great Gatsby, Pleasantville og Wonderboys. Þá hefur hann meðal annars hlotið tilnefningar til MTV verðlaunanna og Golden Globes verðlaunanna.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikarinn lætur sjá sig hér á landi en hann lék skákmeistarann Bobby Fischer í bíómyndinni Pawn Sacrifice, sem var að hluta til tekin upp á Íslandi og fjallar um einvígið mikla við Boris Spasski sem fór fram í Laugardalshöll 1972. Hann er því Íslandsvinur til að minnsta kosti ellefu ára.
Fréttin hefur verið uppfærð.