Thomas Müller leggur landsliðsskóna á hilluna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. júlí 2024 09:31 Thomas Müller hefur ákveðið að segja skilið við þýska landsliðið eftir langan og farsælan landsliðsferil. Richard Sellers/Sportsphoto/Allstar via Getty Images Thomas Müller, þriðji leikjahæsti leikmaður þýska landsliðsins frá upphafi, hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna frægu. Müller greindi frá tíðindunum á samfélagsmiðlum sínum og lét einnig hjartnæmt myndband á Youtube fylgja með. Í myndbandinu stiklar Müller á stóru og fer yfir það helsta sem á daga hans hefur drifið með landsliðinu. Time to say goodbye. Servus 🖤❤️💛➡️https://t.co/bBHJLd5U9f#ServusDFBteam #esmuellert #dfbteam #Euro2024 #Nationalmannschaft🇩🇪 pic.twitter.com/xGda1CF4ZN— Thomas Müller (@esmuellert_) July 15, 2024 Á 14 ára löngum landsliðsferli lék hinn 34 ára gamlu Müller 131 leik fyrir þýska landsliðið, sem gerir hann að þriðja leikjahæsta leikmanni liðsins frá upphafi. Aðeins Lothar Matthäus og Miroslav Klose hafa leikið fleiri leiki fyrir þýska landsliðið. Þá skoraði Müller 45 mörk í þessum 131 leik fyrir þýska landsliðið og er þar með sjötti markahæsti leikmaður liðsins frá upphafi, ásamt Karl-Heinz Rummenigge sem einnig skoraði 45 mörk fyrir liðið. Með þýska landsliðinu varð Müller heimsmeistari árið 2014 og hafnaði í þriðja sæti árið 2010. Hann sópaði einnig að sér einstaklingsverðlaunum með þýska liðinu og varð meðal annars markahæsti leikmaður mótsins á HM 2010 þar sem hann var einnig valinn besti ungi leikmaður mótsins. Hans síðasti leikur með landsliðinu var í átta liða úrslitum á EM í Þýskalandi sem lauk í gær, sunnudag. Þá kom hann inn á sem varamaður á 80. mínútu er Þjóðverjar féllu úr leik gegn Spánverjum. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benóný tryggði sigurinn á ögurstundu Í beinni: Newcastle - Bournemouth | Gerir Howe sínu gamla félagi grikk Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Sjá meira
Müller greindi frá tíðindunum á samfélagsmiðlum sínum og lét einnig hjartnæmt myndband á Youtube fylgja með. Í myndbandinu stiklar Müller á stóru og fer yfir það helsta sem á daga hans hefur drifið með landsliðinu. Time to say goodbye. Servus 🖤❤️💛➡️https://t.co/bBHJLd5U9f#ServusDFBteam #esmuellert #dfbteam #Euro2024 #Nationalmannschaft🇩🇪 pic.twitter.com/xGda1CF4ZN— Thomas Müller (@esmuellert_) July 15, 2024 Á 14 ára löngum landsliðsferli lék hinn 34 ára gamlu Müller 131 leik fyrir þýska landsliðið, sem gerir hann að þriðja leikjahæsta leikmanni liðsins frá upphafi. Aðeins Lothar Matthäus og Miroslav Klose hafa leikið fleiri leiki fyrir þýska landsliðið. Þá skoraði Müller 45 mörk í þessum 131 leik fyrir þýska landsliðið og er þar með sjötti markahæsti leikmaður liðsins frá upphafi, ásamt Karl-Heinz Rummenigge sem einnig skoraði 45 mörk fyrir liðið. Með þýska landsliðinu varð Müller heimsmeistari árið 2014 og hafnaði í þriðja sæti árið 2010. Hann sópaði einnig að sér einstaklingsverðlaunum með þýska liðinu og varð meðal annars markahæsti leikmaður mótsins á HM 2010 þar sem hann var einnig valinn besti ungi leikmaður mótsins. Hans síðasti leikur með landsliðinu var í átta liða úrslitum á EM í Þýskalandi sem lauk í gær, sunnudag. Þá kom hann inn á sem varamaður á 80. mínútu er Þjóðverjar féllu úr leik gegn Spánverjum.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benóný tryggði sigurinn á ögurstundu Í beinni: Newcastle - Bournemouth | Gerir Howe sínu gamla félagi grikk Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Sjá meira