Bustarfellsdagurinn í glæsilegum torfbæ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. júlí 2024 12:23 Eyþór Bragi Bragason, umsjónarmaður á Bustarfelli hér með hest og ungan knapa á baki við torfbæinn fallega. Aðsend Það er ótrúlegt en dagsatt en sama ættin hefur búið á bænum Bustarfelli í Vopnafirði frá 1532 eða í 492 ár en í dag er einmitt Bustarfellsdagurinn í einum besta varðveitta torfbæ landsins, sem er fullur af munum fortíðar. Hinn árlegi Bustarfellsdagur er í dag en þá verður fjölbreytt dagskrá í anda gamla tímans í boði fyrir gesti og gangandi. Fyrir þá sem ekki vita þá er Bustarfell fornt höfuból og ein stærsta jörð í Vopnafirði en jörðin hefur verið í sjálfsbúð sömu ættar frá 1532. Á bænum er stór og glæsilegur torfbær, sem hefur verið í vörslu Þjóðminjasafnsins frá 1943. Eyþór Bragi Bragason, sem er af Bustarfellsættinni er umsjónarmaður staðarins og veit allt um Bustarfellsdaginn. „Hér kemur fólk og sýnir gömul handverk og vinnubrögð og fólk fær að skoða og ganga um og prófa ýmislegt og prófa að taka í verkfærin jafnvel. Þetta er svona fjölskylduskemmtun, sem er svona öðruvísi og þetta er hugsað mikið fyrir ungu kynslóðina að sjá gömlu handverkin,” segir Eyþór Bragi. Hvaða handverk ertu þú aðallega að tala um? „Allskonar, slá með orf og ljá, raka, prjóna og vefstóll og eldusmiður verður á svæðinu. Þetta er hitt og þetta, alveg frá því að þvo með þvottabretti.” Vel verður tekið á móti gestum á Bustarfelli í dag en dagskráin hefst klukkan 14:00 og stendur til klukkan 17:00.Aðsend Eyþór Bragi segir að mjög mikið sé um ferðamenn á Bustarfelli yfir sumartímann og þeir verði alltaf jafn heillaðir af torfbænum og umhverfi hans, svo ekki sé minnst á öllu gömlu flottu munina inn í bænum. Og Eyþór Bragi segist vera stoltur af því að tilheyra sömu ættinni frá 1532, sem hefur búið á Bustarfelli en hann tilheyrir fimmtánda ættliðunum. „Já það er ég en það er búin að vera búskapur hérna stöðugur og það sem gerir þetta svona sérstakt að það er óslitin búskapur frá 1532 og alltaf einhver, sem hefur tekið við og ég er sem sagt fimmtándi ættliðurinn,” segir Eyþór Bragi. Og eru ekki allir náttúrulega velkomnir í dag á Bustarfellsdaginn eða hvað? „Jú að sjálfsögðu, því fleiri því betra. Svo eru líka allskonar dýr líka til að sjá og það er hægt að fara á hestbak og skoða kettlinga, geit og lömb, kálf og fleira, þannig að það er ýmislegt að sjá.” Bustarfell er mjög vinsæll staður hjá ferðamönnum enda margt að sjá þar og gaman að koma.Aðsend Vopnafjörður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Hinn árlegi Bustarfellsdagur er í dag en þá verður fjölbreytt dagskrá í anda gamla tímans í boði fyrir gesti og gangandi. Fyrir þá sem ekki vita þá er Bustarfell fornt höfuból og ein stærsta jörð í Vopnafirði en jörðin hefur verið í sjálfsbúð sömu ættar frá 1532. Á bænum er stór og glæsilegur torfbær, sem hefur verið í vörslu Þjóðminjasafnsins frá 1943. Eyþór Bragi Bragason, sem er af Bustarfellsættinni er umsjónarmaður staðarins og veit allt um Bustarfellsdaginn. „Hér kemur fólk og sýnir gömul handverk og vinnubrögð og fólk fær að skoða og ganga um og prófa ýmislegt og prófa að taka í verkfærin jafnvel. Þetta er svona fjölskylduskemmtun, sem er svona öðruvísi og þetta er hugsað mikið fyrir ungu kynslóðina að sjá gömlu handverkin,” segir Eyþór Bragi. Hvaða handverk ertu þú aðallega að tala um? „Allskonar, slá með orf og ljá, raka, prjóna og vefstóll og eldusmiður verður á svæðinu. Þetta er hitt og þetta, alveg frá því að þvo með þvottabretti.” Vel verður tekið á móti gestum á Bustarfelli í dag en dagskráin hefst klukkan 14:00 og stendur til klukkan 17:00.Aðsend Eyþór Bragi segir að mjög mikið sé um ferðamenn á Bustarfelli yfir sumartímann og þeir verði alltaf jafn heillaðir af torfbænum og umhverfi hans, svo ekki sé minnst á öllu gömlu flottu munina inn í bænum. Og Eyþór Bragi segist vera stoltur af því að tilheyra sömu ættinni frá 1532, sem hefur búið á Bustarfelli en hann tilheyrir fimmtánda ættliðunum. „Já það er ég en það er búin að vera búskapur hérna stöðugur og það sem gerir þetta svona sérstakt að það er óslitin búskapur frá 1532 og alltaf einhver, sem hefur tekið við og ég er sem sagt fimmtándi ættliðurinn,” segir Eyþór Bragi. Og eru ekki allir náttúrulega velkomnir í dag á Bustarfellsdaginn eða hvað? „Jú að sjálfsögðu, því fleiri því betra. Svo eru líka allskonar dýr líka til að sjá og það er hægt að fara á hestbak og skoða kettlinga, geit og lömb, kálf og fleira, þannig að það er ýmislegt að sjá.” Bustarfell er mjög vinsæll staður hjá ferðamönnum enda margt að sjá þar og gaman að koma.Aðsend
Vopnafjörður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira