Luis Suárez hetjan í mögulega síðasta landsleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2024 09:30 Luis Suarez var tolleraður af liðsfélögum sínum í leikslok. Getty/Grant Halverson Luis Suárez tryggði Úrúgvæ vítakeppni og skoraði síðan úr sínu víti í henni þegar Úrúgvæ vann bronsið í Suðurameríkukeppni landsliða í nótt. Úrúgvæ og Kanada gerðu 2-2 jafntefli í leiknum um þriðja sætið en Úrúgvæ vann vítakeppnina 4-3. Kanadamenn voru 2-1 yfir í uppbótatíma leiksins þegar Suárez jafnaði með sínu 69. landsliðsmarki. Hann er orðinn 37 ára og þetta gæti mögulega verið hans síðasti landsleikur. Með markinu varð hann sá elsti til að skora í keppninni. With a stoppage time goal that sent the game to penalties, Luis Suárez became the oldest player to ever score in Copa América history 👏🇺🇾 pic.twitter.com/6J7YTFIND3— FOX Soccer (@FOXSoccer) July 14, 2024 Rodrigo Bentancur kom Úrúgvæ í 1-0 á 8. mínútu en Ismaël Koné jafnaði fjórtán mínútum síðar. Jonathan David fylgdi eftir skoti Koné og kom Kanada yfir á 80. mínútu og það leit út fyrir að ætla að verða sigurmarkið. Suárez bjargaði hins vegar málunum á annarri mínútu í uppbótatíma og því réðust úrslitin í vítakeppni. Úrúgvæmenn skoruðu úr öllum fjórum vítaspyrnum sínum en Sergio Rochet varði víti frá Ismaël Koné og Alphonso Davies tryggði Úrúgvæ síðan bronsið með því að skjóta í slá úr fjórðu spyrnu Kanada. Federico Valverde, Rodrigo Bentancur, Giorgian de Arrascaeta og Luis Suárez skoruðu úr vítunum en Kanadamennirnir Jonathan David, Moïse Bombito og Mathieu Choinière nýttu sínar spyrnur. Þetta er í tíunda skiptið sem Úrúgvæ vinnur bronsið í Copa America og í 31. skiptið sem Úrúgvæjar vinna til verðlauna í keppninni. Úrúgvæ hafði samt ekki komust á verðlaunapall í þrettán ár eða síðan þeir unnu keppnina 2011. Úrúgvæ hefur alls unnið Suðurameríkukeppnina fimmtán sinnum eða jafnoft og Argentína. Argentína mætir Kólumbíu í úrslitaleiknum seint í kvöld og bætir því metið með sigri. Luis Suárez, leyenda viva de nuestro fútbol 🥹 pic.twitter.com/qqz9pJBxy2— CONMEBOL Copa América™️ (@CopaAmerica) July 14, 2024 Copa América Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Úrúgvæ og Kanada gerðu 2-2 jafntefli í leiknum um þriðja sætið en Úrúgvæ vann vítakeppnina 4-3. Kanadamenn voru 2-1 yfir í uppbótatíma leiksins þegar Suárez jafnaði með sínu 69. landsliðsmarki. Hann er orðinn 37 ára og þetta gæti mögulega verið hans síðasti landsleikur. Með markinu varð hann sá elsti til að skora í keppninni. With a stoppage time goal that sent the game to penalties, Luis Suárez became the oldest player to ever score in Copa América history 👏🇺🇾 pic.twitter.com/6J7YTFIND3— FOX Soccer (@FOXSoccer) July 14, 2024 Rodrigo Bentancur kom Úrúgvæ í 1-0 á 8. mínútu en Ismaël Koné jafnaði fjórtán mínútum síðar. Jonathan David fylgdi eftir skoti Koné og kom Kanada yfir á 80. mínútu og það leit út fyrir að ætla að verða sigurmarkið. Suárez bjargaði hins vegar málunum á annarri mínútu í uppbótatíma og því réðust úrslitin í vítakeppni. Úrúgvæmenn skoruðu úr öllum fjórum vítaspyrnum sínum en Sergio Rochet varði víti frá Ismaël Koné og Alphonso Davies tryggði Úrúgvæ síðan bronsið með því að skjóta í slá úr fjórðu spyrnu Kanada. Federico Valverde, Rodrigo Bentancur, Giorgian de Arrascaeta og Luis Suárez skoruðu úr vítunum en Kanadamennirnir Jonathan David, Moïse Bombito og Mathieu Choinière nýttu sínar spyrnur. Þetta er í tíunda skiptið sem Úrúgvæ vinnur bronsið í Copa America og í 31. skiptið sem Úrúgvæjar vinna til verðlauna í keppninni. Úrúgvæ hafði samt ekki komust á verðlaunapall í þrettán ár eða síðan þeir unnu keppnina 2011. Úrúgvæ hefur alls unnið Suðurameríkukeppnina fimmtán sinnum eða jafnoft og Argentína. Argentína mætir Kólumbíu í úrslitaleiknum seint í kvöld og bætir því metið með sigri. Luis Suárez, leyenda viva de nuestro fútbol 🥹 pic.twitter.com/qqz9pJBxy2— CONMEBOL Copa América™️ (@CopaAmerica) July 14, 2024
Copa América Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti