Kemur inn í umhverfi þar sem fólk hefur séð spillingu Valur Páll Eiríksson skrifar 14. júlí 2024 08:02 Heimir ásamt yfirmönnum sínum David Courell og Marc Canham. Getty Írskur blaðamaður segir skiptar skoðanir um ráðningu Heimis Hallgrímssonar. Heimir kemur inn í sérstakt umhverfi hjá írska knattspyrnusambandinu, og mikið gustað það síðustu ár. Gavin Cummiskey, blaðamaður hjá Irish Times.Irish Times Heimir var kynntur sem nýr þjálfari Írlands í fyrradag og sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær. En hvernig tekur írska þjóðin í ráðninguna? „Menn þurftu satt að segja að fletta honum upp. Þangað til maður lítur til baka á frábæran árangur Íslands. Allir vita að Ísland sigraði England á EM 2016. Fólk vissi bara ekki hver hann var en þegar það áttaði sig á að hann hefði gert þetta og þeim árangri sem hann hefur náð á síðustu árum,“ segir Gavin Cummiskey, blaðamaður á Irish Times, í Sportpakkanum á Stöð 2. „Viðbrögðin hafa verið í lagi. Dálitlar efasemdir, menn eru ekki alveg vissir en ég held að menn muni styðja hann.“ Ólgusjór hjá sambandinu Gengið hefur á ýmsu hjá knattspyrnusambandinu síðustu ár þar sem meint spillingarmál koma fyrir. Þá þurfti írska ríkið að bjarga sambandinu frá gjaldþroti. Aðeins örfáir dagar síðan knattspyrnusambandið þurfti að biðjast afsökunar á kynferðisofbeldi af hálfu þjálfara á vegum þess á 10. Áratugnum og Damien Duff fyrrum aðstoðarþjálfari Írlands gagnrýndi sambandið harðlega í víkunni. Það er því vert að spyrja hvernig umhverfi bíður Heimis. „Hann kemur inn í mjög áhugavert umhverfi þar sem fólk hefur séð spillingu og séð menn gefa loforð sem þeir hafa ekki staðið við,“ segir Cummiskey. „Það mikilvægasta sem hann hefur gert síðustu daga er að vera ekki með neitt kjaftæði, hann var hreinskilinn.“ „Hann sagðist vita hvað hann þyrfti að gera, í hverju hann yrði að vinna. Hann reyndi ekki að sykurhúða það. Hann virðist tala hreint út og það er svo mikilvægt fyrir það sem hann þarf að gera,“ segir Cummiskey. HM-sæti veiti ríkisborgararétt Heimir hefur því verk að vinna. „Hann stendur frammi fyrir mörgum áskorunum en ef hann nær óvæntum úrslitum eins og hjá Jamaíka og Íslandi og náð góðum úrslitum gegn þeim liðum sem við væntum þess að vinna þá hverfa svo mörg vandamál,“ „Ef hann kemur þeim á HM fær hann strax írskan ríkisborgararétt,“ segir Cummiskey. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira
Gavin Cummiskey, blaðamaður hjá Irish Times.Irish Times Heimir var kynntur sem nýr þjálfari Írlands í fyrradag og sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær. En hvernig tekur írska þjóðin í ráðninguna? „Menn þurftu satt að segja að fletta honum upp. Þangað til maður lítur til baka á frábæran árangur Íslands. Allir vita að Ísland sigraði England á EM 2016. Fólk vissi bara ekki hver hann var en þegar það áttaði sig á að hann hefði gert þetta og þeim árangri sem hann hefur náð á síðustu árum,“ segir Gavin Cummiskey, blaðamaður á Irish Times, í Sportpakkanum á Stöð 2. „Viðbrögðin hafa verið í lagi. Dálitlar efasemdir, menn eru ekki alveg vissir en ég held að menn muni styðja hann.“ Ólgusjór hjá sambandinu Gengið hefur á ýmsu hjá knattspyrnusambandinu síðustu ár þar sem meint spillingarmál koma fyrir. Þá þurfti írska ríkið að bjarga sambandinu frá gjaldþroti. Aðeins örfáir dagar síðan knattspyrnusambandið þurfti að biðjast afsökunar á kynferðisofbeldi af hálfu þjálfara á vegum þess á 10. Áratugnum og Damien Duff fyrrum aðstoðarþjálfari Írlands gagnrýndi sambandið harðlega í víkunni. Það er því vert að spyrja hvernig umhverfi bíður Heimis. „Hann kemur inn í mjög áhugavert umhverfi þar sem fólk hefur séð spillingu og séð menn gefa loforð sem þeir hafa ekki staðið við,“ segir Cummiskey. „Það mikilvægasta sem hann hefur gert síðustu daga er að vera ekki með neitt kjaftæði, hann var hreinskilinn.“ „Hann sagðist vita hvað hann þyrfti að gera, í hverju hann yrði að vinna. Hann reyndi ekki að sykurhúða það. Hann virðist tala hreint út og það er svo mikilvægt fyrir það sem hann þarf að gera,“ segir Cummiskey. HM-sæti veiti ríkisborgararétt Heimir hefur því verk að vinna. „Hann stendur frammi fyrir mörgum áskorunum en ef hann nær óvæntum úrslitum eins og hjá Jamaíka og Íslandi og náð góðum úrslitum gegn þeim liðum sem við væntum þess að vinna þá hverfa svo mörg vandamál,“ „Ef hann kemur þeim á HM fær hann strax írskan ríkisborgararétt,“ segir Cummiskey. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira