Földu myndirnar af Messi baða sex mánaða gamlan Lamine Yamal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2024 11:00 Ljósmyndarinn Joan Monfort með stóra opnumynd af Lionel Messi baða Lamine Yamal árið 2007. Monfort tók myndina á sínum tíma. EPA-EFE/Alejandro Garcia Myndirnar af Lionel Messi að baða spænska undrabarnið, þegar Lamine Yamal var aðeins sex mánaða, fóru eins og eldur í sinu um alnetið í vikunni. Strákurinn var sjálfur spurður út í myndirnar í viðtali fyrir úrslitaleik Evrópumótsins í Þýskalandi. England og Spánn mætast í úrslitaleiknum í Berlín annað kvöld og þar bíða margir spenntir eftir því hvernig guttinn Lamine Yamal fylgir eftir sögulegri frammistöðu sinni í undanúrslitaleiknum á móti Frökkum þar sem hann skoraði stórkostlegt mark. Lamine Yamal talaði um það í þessu viðtali að fjölskyldan hafi ákveðið það að fela myndirnar því þau óttuðust erfiðan samanburð á honum og goðsögninni Lionel Messi. Yamal: Messi pic was hidden to limit comparisonsLamine Yamal said that the viral photographs of him as a baby with Lionel Messi were kept hidden because the comparisons would not have helped his career.https://t.co/rCFeDmSvks— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) July 12, 2024 Myndirnar eru frá árinu 2007 og þar sést Messi með Lamine Yamal og móður hans Sheilu Ebana. „Augljóslega vissi ég ekkert hvað var í gangi þegar þessar myndir voru teknar enda enn svo ungur,“ sagði Yamal við Jijantes í gær. „Pabbi minn passaði upp á myndirnar en þær komu aldrei fram í dagsljósið. Við földum þær því við vildum ekki samanburðinn við Messi,“ sagði Yamal. „Það er ekki gott fyrir neinn að vera borinn saman við þann besta sem hefur spilað þessa íþrótt. Það væri fljótt farið að vinna gegn þér því þú getur aldrei orðið eins og hann,“ sagði Yamal. Það þurfti þó ekki myndirnar til þess. Yamal er vinstri fótar leikmaður, með auga fyrir mörkum og stoðsendingum, alinn upp í akademíu Barcelona og kom mjög snemma inn í aðallið Barcelona. Þegar hann fór síðan að sýna frábær tilþrif inn á vellinum þá voru menn fljótir að bera hann saman við Messi. Xavi, sem gaf honum fyrsta tækifærið með aðalliði Börsunga, reyndi að tala þær niður en viðurkenndi þó að hann sæi ýmislegt í leikstíl Yamal sem minnti hann á Messi. Yamal er með eitt mark og þrjár stoðsendingar á þessu Evrópumóti en hann er sá fyrsti til að skora á stórmóti (HM eða EM) áður en hann heldur upp á sautján ára afmælið sitt. Strákurinn heldur einmitt upp á sautján ára afmælið sitt í dag. When Yamine Lamal was 5 months old, he was photographed being bathed by Lionel Messi for a UNICEF calendar 🥺 pic.twitter.com/VdyvHGR9oT— Opac Jr (@OP4C) July 5, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýorðinn fimmtán með þrennu fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Sjá meira
England og Spánn mætast í úrslitaleiknum í Berlín annað kvöld og þar bíða margir spenntir eftir því hvernig guttinn Lamine Yamal fylgir eftir sögulegri frammistöðu sinni í undanúrslitaleiknum á móti Frökkum þar sem hann skoraði stórkostlegt mark. Lamine Yamal talaði um það í þessu viðtali að fjölskyldan hafi ákveðið það að fela myndirnar því þau óttuðust erfiðan samanburð á honum og goðsögninni Lionel Messi. Yamal: Messi pic was hidden to limit comparisonsLamine Yamal said that the viral photographs of him as a baby with Lionel Messi were kept hidden because the comparisons would not have helped his career.https://t.co/rCFeDmSvks— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) July 12, 2024 Myndirnar eru frá árinu 2007 og þar sést Messi með Lamine Yamal og móður hans Sheilu Ebana. „Augljóslega vissi ég ekkert hvað var í gangi þegar þessar myndir voru teknar enda enn svo ungur,“ sagði Yamal við Jijantes í gær. „Pabbi minn passaði upp á myndirnar en þær komu aldrei fram í dagsljósið. Við földum þær því við vildum ekki samanburðinn við Messi,“ sagði Yamal. „Það er ekki gott fyrir neinn að vera borinn saman við þann besta sem hefur spilað þessa íþrótt. Það væri fljótt farið að vinna gegn þér því þú getur aldrei orðið eins og hann,“ sagði Yamal. Það þurfti þó ekki myndirnar til þess. Yamal er vinstri fótar leikmaður, með auga fyrir mörkum og stoðsendingum, alinn upp í akademíu Barcelona og kom mjög snemma inn í aðallið Barcelona. Þegar hann fór síðan að sýna frábær tilþrif inn á vellinum þá voru menn fljótir að bera hann saman við Messi. Xavi, sem gaf honum fyrsta tækifærið með aðalliði Börsunga, reyndi að tala þær niður en viðurkenndi þó að hann sæi ýmislegt í leikstíl Yamal sem minnti hann á Messi. Yamal er með eitt mark og þrjár stoðsendingar á þessu Evrópumóti en hann er sá fyrsti til að skora á stórmóti (HM eða EM) áður en hann heldur upp á sautján ára afmælið sitt. Strákurinn heldur einmitt upp á sautján ára afmælið sitt í dag. When Yamine Lamal was 5 months old, he was photographed being bathed by Lionel Messi for a UNICEF calendar 🥺 pic.twitter.com/VdyvHGR9oT— Opac Jr (@OP4C) July 5, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýorðinn fimmtán með þrennu fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Sjá meira