Mun fylgjast spenntur með frá Höfðaborg Jakob Bjarnar skrifar 12. júlí 2024 13:50 Bragi Þór er rísandi stjarna í heimi tónlistarinnar. Hann komst með tónsmíð sína í ítalskri tónlistarkeppni og verða lögin sem þangað komust flutt í New York eftir viku. aðsend Bragi Þór Valsson er tónlistarmaður er kominn í úrslit í ítalskri tónsmíðakeppni en lögin verða flutt í New York City eftir tæpar vikur. Íslendingar eru að gera það gott um víðan völl og það að Bragi Þór er einn af þeim. „Christina konan mín, sem er sjálf rithöfundur og listamaður, er dugleg að fylgjast með allskyns alþjóðlegum listakeppnum. Hún sendi mér upplýsingar um þessa ítölsku tónsmíða- og útsetningakeppni í vor og ég ákvað að taka þátt. Keppnin er haldin af ítalskri menningarstofnun sem heitir Accademica Musica Arte Teatro en styrktaraðilinn er amerískur,“ segir Bragi Þór. Samdi heila messu Bragi Þór hefur útsett tónlist fyrir kóra í rúm 25 ár en hafði lítið frumsamið af svokallaðri alvarlegri tónlist fyrr en árið 2018. „Þá ég ákvað að semja heila messu, gagngert af því að messuformið er flókið og maður þarf að semja marga mismunandi og mislanga kafla og því var um að gera að sanna fyrir sjálfum mér að ég gæti samið stór tónverk með því að ráðast beint á þann háa garð.“ Bragi stjórnar drengjakórnum Drakensberg Boys’ Choir árið 2011. Þeir flytja útsetningu hans af lagi Emiliönu Torrini, Jungle. Nú stefnir sem sagt í það að tónverk eftir Braga Þór verði loksins frumflutt núna í ár en amerískur atvinnukór hefur lýst áhuga á að frumflytja það í haust. Bragi útskýrir að keppnin hafi boðið upp á tvo flokka, til að senda tónlist í: „Annarsvegar frumsamið tónverk og hinsvegar útsetningu af ítölsku eða amerísku dægurlagi og í boði voru nokkur lög að velja úr. Ég sendi inn eina tónsmíð sem ég kalla Dancing With Ghosts og eina útsetningu af laginu Can’t Help Falling in Love, báðar sérskrifaðar fyrir sönghópinn sem flytur lögin svo á úrslitatónleikunum, en þau syngja yfirleitt sexradda sem ég er ekki vanur að semja eða útsetja fyrir.“ Mun fylgjast spenntur með frá Höfðaborg Fyrir nokkrum dögum gaf keppnin svo út hvaða fjórar tónsmíðar og þrjár útsetningar komust í úrslit. Bragi Þór var þar á báðum listum sem er auðvitað mjög spennandi, ekki síst þar sem Bragi sér ekki betur en að öll önnur nöfn á listanum séu ítölsk. Sýnishorn af messunni Missa Cappella eftir Braga. Úrslitin verða kynnt í hinni víðfrægu Lincoln Center í NYC á tónleikum 25. júlí sem hefjast kl 18:30 að þeirra tíma og verða í beinni útsendingu á Facebook-síðu keppninnar: „Ég kemst því miður ekki til New York sjálfur því sama kvöld er ég að dæma í úrslitum stærstu kórakeppni sunnanverðrar Afríku sem fara fram í Höfðaborg en ég ætla auðvitað að reyna að sjá hvort afríska nettengingin ræður við að horfa á útsendinguna,“ segir Bragi Þór og ljóst að það er í ýmsu að snúast hjá íslensku listafólki. Tónlist Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Sjá meira
Íslendingar eru að gera það gott um víðan völl og það að Bragi Þór er einn af þeim. „Christina konan mín, sem er sjálf rithöfundur og listamaður, er dugleg að fylgjast með allskyns alþjóðlegum listakeppnum. Hún sendi mér upplýsingar um þessa ítölsku tónsmíða- og útsetningakeppni í vor og ég ákvað að taka þátt. Keppnin er haldin af ítalskri menningarstofnun sem heitir Accademica Musica Arte Teatro en styrktaraðilinn er amerískur,“ segir Bragi Þór. Samdi heila messu Bragi Þór hefur útsett tónlist fyrir kóra í rúm 25 ár en hafði lítið frumsamið af svokallaðri alvarlegri tónlist fyrr en árið 2018. „Þá ég ákvað að semja heila messu, gagngert af því að messuformið er flókið og maður þarf að semja marga mismunandi og mislanga kafla og því var um að gera að sanna fyrir sjálfum mér að ég gæti samið stór tónverk með því að ráðast beint á þann háa garð.“ Bragi stjórnar drengjakórnum Drakensberg Boys’ Choir árið 2011. Þeir flytja útsetningu hans af lagi Emiliönu Torrini, Jungle. Nú stefnir sem sagt í það að tónverk eftir Braga Þór verði loksins frumflutt núna í ár en amerískur atvinnukór hefur lýst áhuga á að frumflytja það í haust. Bragi útskýrir að keppnin hafi boðið upp á tvo flokka, til að senda tónlist í: „Annarsvegar frumsamið tónverk og hinsvegar útsetningu af ítölsku eða amerísku dægurlagi og í boði voru nokkur lög að velja úr. Ég sendi inn eina tónsmíð sem ég kalla Dancing With Ghosts og eina útsetningu af laginu Can’t Help Falling in Love, báðar sérskrifaðar fyrir sönghópinn sem flytur lögin svo á úrslitatónleikunum, en þau syngja yfirleitt sexradda sem ég er ekki vanur að semja eða útsetja fyrir.“ Mun fylgjast spenntur með frá Höfðaborg Fyrir nokkrum dögum gaf keppnin svo út hvaða fjórar tónsmíðar og þrjár útsetningar komust í úrslit. Bragi Þór var þar á báðum listum sem er auðvitað mjög spennandi, ekki síst þar sem Bragi sér ekki betur en að öll önnur nöfn á listanum séu ítölsk. Sýnishorn af messunni Missa Cappella eftir Braga. Úrslitin verða kynnt í hinni víðfrægu Lincoln Center í NYC á tónleikum 25. júlí sem hefjast kl 18:30 að þeirra tíma og verða í beinni útsendingu á Facebook-síðu keppninnar: „Ég kemst því miður ekki til New York sjálfur því sama kvöld er ég að dæma í úrslitum stærstu kórakeppni sunnanverðrar Afríku sem fara fram í Höfðaborg en ég ætla auðvitað að reyna að sjá hvort afríska nettengingin ræður við að horfa á útsendinguna,“ segir Bragi Þór og ljóst að það er í ýmsu að snúast hjá íslensku listafólki.
Tónlist Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Sjá meira